Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 06:31 J.J. Spaun með bikarinn en hann átti erfitt með tilfinningar sínar eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Patrick Smith Bandaríski kylfingurinn J.J. Spaun vann US Open, Opna bandaríska meistaramótið í golfi, í gærkvöldi eftir miklar sveiflur á lokahringnum. Þetta er fyrsti sigur Spaun á risamóti á ferlinum en þetta var 125. US Open mótið frá upphafi. Rigning og rennblautur völlur setti mikinn svip á lokadaginn og það þurfti að gera hlé á keppninni vegna úrhellis. Það hafði slæm áhrif á suma kylfinga en ekki Spaun. Það ótrúlega við sigur J.J. Spaun var að hann virtist vera búinn að klúðra þessu með martraðarbyrjun á lokhringnum. Spaun fékk fimm skolla á fyrstu sex holunum og var kominn langt á eftir fremstu mönnum. Hann átti aftur á móti draumaendi á meðan allt fór úrskeiðis hjá þeim sem voru fyrir ofan hann. Spaun náði fugli á bæði tólftu og fjórtándu. Skolli á fimmtándu skipti minna máli því allir voru í vandræðum í bleytunni. Kylfingar töpuðu hverju höggina á fætur öðru og það voru vandræði á öllum holum. Spaun hélt hins vegar haus og kláraði glæsilega. Spaun endaði hringinn með því að fá fugl á sautjándu og setti síðan niður tuttugu metra pútt á átjándu til að fá fugl á henni líka. Honum hefði nægt að tvípútta en frábætt pútt hans fór alla leið í holuna við gríðarlega fögnuð Spaun og kylfusveins hans. Hér fyrir neðan má sjá sigurpúttið. View this post on Instagram A post shared by U.S. Open Championship (@usopengolf) „Ég vissi frá því sem áhorfendur voru að segja að mér nægði að tvípútta til að vinna. Ég vildi samt ekki skoða það því ég vildi ekki spila varfærnislega. Ég ætlaði ekki að gera neitt heimskulegt og passaði mig á koma mér ekkert í eitthvað þrípútt og vesen,“ sagði J.J. Spaun. „Ég var bara í sjokki og trúði því varla að kúlan fór í holu og þetta væri búið,“ sagði Spaun. Hann átti erfitt með tilfinningar sínar eftir að sigurinn var í höfn. Þurrkaði tárin hvað eftir annað úr augunum og var síðan fljótlega kominn með dóttur sína í fangið. Spaun endaði á því að spila hringina fjóra á 279 höggum eða einu höggi undir pari. Hann var sá eini í mótinu sem spilaði á undir pari. Hann fær 4,3 milljónir dollara fyrir sigurinn eða 538 milljónir króna. Það er það langmesta sem hann hefur fengið í verðlaunafé á ferlinum. Skotinn Robert MacIntyre varð í öðru sæti tveimur höggum á eftir en hann átti einnig mjög góðan endakafla á hringum. Hann og Spaun voru eiginlega þeir einu sem spiluðu vel eftir að rigningarhléið. Norðmaðurinn Viktor Hovland varð þriðji, lék á tveimur höggum yfir pari, eða á þremur höggum meira en sigurvegarinn. View this post on Instagram A post shared by U.S. Open Championship (@usopengolf) Golf Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira
Þetta er fyrsti sigur Spaun á risamóti á ferlinum en þetta var 125. US Open mótið frá upphafi. Rigning og rennblautur völlur setti mikinn svip á lokadaginn og það þurfti að gera hlé á keppninni vegna úrhellis. Það hafði slæm áhrif á suma kylfinga en ekki Spaun. Það ótrúlega við sigur J.J. Spaun var að hann virtist vera búinn að klúðra þessu með martraðarbyrjun á lokhringnum. Spaun fékk fimm skolla á fyrstu sex holunum og var kominn langt á eftir fremstu mönnum. Hann átti aftur á móti draumaendi á meðan allt fór úrskeiðis hjá þeim sem voru fyrir ofan hann. Spaun náði fugli á bæði tólftu og fjórtándu. Skolli á fimmtándu skipti minna máli því allir voru í vandræðum í bleytunni. Kylfingar töpuðu hverju höggina á fætur öðru og það voru vandræði á öllum holum. Spaun hélt hins vegar haus og kláraði glæsilega. Spaun endaði hringinn með því að fá fugl á sautjándu og setti síðan niður tuttugu metra pútt á átjándu til að fá fugl á henni líka. Honum hefði nægt að tvípútta en frábætt pútt hans fór alla leið í holuna við gríðarlega fögnuð Spaun og kylfusveins hans. Hér fyrir neðan má sjá sigurpúttið. View this post on Instagram A post shared by U.S. Open Championship (@usopengolf) „Ég vissi frá því sem áhorfendur voru að segja að mér nægði að tvípútta til að vinna. Ég vildi samt ekki skoða það því ég vildi ekki spila varfærnislega. Ég ætlaði ekki að gera neitt heimskulegt og passaði mig á koma mér ekkert í eitthvað þrípútt og vesen,“ sagði J.J. Spaun. „Ég var bara í sjokki og trúði því varla að kúlan fór í holu og þetta væri búið,“ sagði Spaun. Hann átti erfitt með tilfinningar sínar eftir að sigurinn var í höfn. Þurrkaði tárin hvað eftir annað úr augunum og var síðan fljótlega kominn með dóttur sína í fangið. Spaun endaði á því að spila hringina fjóra á 279 höggum eða einu höggi undir pari. Hann var sá eini í mótinu sem spilaði á undir pari. Hann fær 4,3 milljónir dollara fyrir sigurinn eða 538 milljónir króna. Það er það langmesta sem hann hefur fengið í verðlaunafé á ferlinum. Skotinn Robert MacIntyre varð í öðru sæti tveimur höggum á eftir en hann átti einnig mjög góðan endakafla á hringum. Hann og Spaun voru eiginlega þeir einu sem spiluðu vel eftir að rigningarhléið. Norðmaðurinn Viktor Hovland varð þriðji, lék á tveimur höggum yfir pari, eða á þremur höggum meira en sigurvegarinn. View this post on Instagram A post shared by U.S. Open Championship (@usopengolf)
Golf Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira