Nú horfir Real Madríd til Argentínu í leit að undrabörnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2025 17:47 Táningurinn Franco Mastantuono í sínum fyrsta A-landsleik. Marcelo Hernandez/Getty Images Undanfarin ár hefur Real Madríd horft til Brasilíu í leit að næstu stórstjörnu sinni. Nú horfir liðið til Argentínu og hefur hinn 17 ára gamli Franco Mastantuono samið um kaup og kjör við spænska stórveldið. Hann kostar þó skildinginn þrátt fyrir ungan aldur. Real hefur gert vel þegar kemur að því að kaupa unga og efnilega leikmenn frá Suður-Ameríku. Til þessa hafa þeir þó nær allir komið frá Brasilíu. Má nefna Vinícius Júnior, Rodrygo og nú síðast Endrick í því samhengi. Éder Militão gekk svo í raðir Real eftir eitt tímabil með Porto í Portúgal. Þar áður hafði hann leikið allan sinn feril með São Paulo í heimalandinu. Nú virðist sem Real hafi ákveðið að horfa til annarra landa í Suður-Ameríku en nýjasta vonarstjarna félagsins kemur frá Argentínu. Sá heitir Franco Mastantuono og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið einn A-landsleik fyrir þjóð sína. Sá leikur kom í 1-0 sigri á Síle í undankeppni HM. Er Mastantuono yngsti leikmaður í sögu argentíska A-landsliðsins. Miðjumaðurinn Mastantuono skrifar undir sex ára samning við Real. Tekur samningurinn gildi 14. ágúst næstkomandi þegar Mastantuono fagnar 18 ára afmæli sínu. Táningurinn kemur frá River Plate og mun kosta Real 45 milljónir evra eða rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna. 🚀 ¡Mastantuono, nuevo jugador del Real Madrid!#WelcomeMastantuono pic.twitter.com/o95654A9St— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 13, 2025 Eru þetta þriðju kaup Real í sumar en áður hafði liðið sótt Trent Alexander-Arnold á frjálsri sölu frá Liverpool og miðvörðinn Dean Huijsen frá Bournemouth. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira
Real hefur gert vel þegar kemur að því að kaupa unga og efnilega leikmenn frá Suður-Ameríku. Til þessa hafa þeir þó nær allir komið frá Brasilíu. Má nefna Vinícius Júnior, Rodrygo og nú síðast Endrick í því samhengi. Éder Militão gekk svo í raðir Real eftir eitt tímabil með Porto í Portúgal. Þar áður hafði hann leikið allan sinn feril með São Paulo í heimalandinu. Nú virðist sem Real hafi ákveðið að horfa til annarra landa í Suður-Ameríku en nýjasta vonarstjarna félagsins kemur frá Argentínu. Sá heitir Franco Mastantuono og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið einn A-landsleik fyrir þjóð sína. Sá leikur kom í 1-0 sigri á Síle í undankeppni HM. Er Mastantuono yngsti leikmaður í sögu argentíska A-landsliðsins. Miðjumaðurinn Mastantuono skrifar undir sex ára samning við Real. Tekur samningurinn gildi 14. ágúst næstkomandi þegar Mastantuono fagnar 18 ára afmæli sínu. Táningurinn kemur frá River Plate og mun kosta Real 45 milljónir evra eða rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna. 🚀 ¡Mastantuono, nuevo jugador del Real Madrid!#WelcomeMastantuono pic.twitter.com/o95654A9St— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 13, 2025 Eru þetta þriðju kaup Real í sumar en áður hafði liðið sótt Trent Alexander-Arnold á frjálsri sölu frá Liverpool og miðvörðinn Dean Huijsen frá Bournemouth.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira