Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Agnar Már Másson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 13. júní 2025 17:24 Starfsmaður fór með skúringabúnað inn í segulómherbergið þar sem segulómtæki sogaði skúringabúnaðinn að sér og er það nú pikkfast utan á vélinni. Getty/Picture alliance Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er það nú pikkfast utan á vélinni. Þegar blaðamenn leituðu upplýsinga frá Landspítalanum sagði talsmaður spítalans að óljóst væri hversu langan tíma segulómstækið yrði úr umferð. Unnið væri að því að koma öllu í lag og vonandi tæki það sem skemmstan tíma. Landspítalinn hefur þrjú segulómtæki til afnota. Tvö eru á Landspítalanum Fossvogi og eitt á Hringbraut. Þannig er eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut ónothæft um óákveðinn tíma. Spítalinn vildi ekki svara því hversu langan tíma það tæki að slökkva og kveikja á tækinu á ný eða hversu kostnaðarsamt það gæti orðið. Það getur samt verið mikið basl að slökkva eða kveikja á segulómstæki og í raun forðast spítalar gjanran að slökkva á slíkum tækjum. Til þess að slökkva á segulómstæki í neyð er helíumvökvi losaður út í andrúmsloftið, samkvæmt MRIquestions.com, en þar segir enn fremur að þegar til þeirra örþrifaráða er gripið geti það gert tækið ónothæft í viku eða lengur. Þá geti það kostað milljónir króna að fylla aftur á helíumið í tækinu. Landspítalinn segir að þangað til að hægt verði að koma tækinu aftur í gagnið verði segulómskoðunum sem ekki eru nauðsynlegar frestað og þeim fundinn nýr tími. Þeir sem þurfa nauðsynlega að komast í segulómskoðun fái forgang. Spítalin nsegir slíkt aldrei hafa gerst áður. Landspítalinn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Sjá meira
Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er það nú pikkfast utan á vélinni. Þegar blaðamenn leituðu upplýsinga frá Landspítalanum sagði talsmaður spítalans að óljóst væri hversu langan tíma segulómstækið yrði úr umferð. Unnið væri að því að koma öllu í lag og vonandi tæki það sem skemmstan tíma. Landspítalinn hefur þrjú segulómtæki til afnota. Tvö eru á Landspítalanum Fossvogi og eitt á Hringbraut. Þannig er eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut ónothæft um óákveðinn tíma. Spítalinn vildi ekki svara því hversu langan tíma það tæki að slökkva og kveikja á tækinu á ný eða hversu kostnaðarsamt það gæti orðið. Það getur samt verið mikið basl að slökkva eða kveikja á segulómstæki og í raun forðast spítalar gjanran að slökkva á slíkum tækjum. Til þess að slökkva á segulómstæki í neyð er helíumvökvi losaður út í andrúmsloftið, samkvæmt MRIquestions.com, en þar segir enn fremur að þegar til þeirra örþrifaráða er gripið geti það gert tækið ónothæft í viku eða lengur. Þá geti það kostað milljónir króna að fylla aftur á helíumið í tækinu. Landspítalinn segir að þangað til að hægt verði að koma tækinu aftur í gagnið verði segulómskoðunum sem ekki eru nauðsynlegar frestað og þeim fundinn nýr tími. Þeir sem þurfa nauðsynlega að komast í segulómskoðun fái forgang. Spítalin nsegir slíkt aldrei hafa gerst áður.
Landspítalinn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Sjá meira