Sú markahæsta frá upphafi „með hreina samvisku“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2025 07:00 Markaskorari af guðs náð en fer ekki á EM. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir „með hreina samvisku“ eftir að ljóst var að hún mun ekki valin í leikmannahóp Spánar fyrir Evrópumótið sem fram fer Sviss í sumar. Hin 35 ára gamla Hermoso er markahæsti leikmaður í sögu spænska kvennalandsliðsins með 57 mörk í 123 leikjum. Hún var í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem heimsmeistari árið 2023 en það var atvik að úrslitaleiknum loknum sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti Hermoso óumbeðinn á munninn þegar hann var að óska leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Rubiales, sem var vikið úr starfi sínu, sagði kossinn hafa verið með samþykki Hermoso. Hann var í febrúar á þessu ári fundinn sekur um kynferðislega áreitni. Hann slapp við fangelsisvist en þurfti að greiða sekt upp á eina og hálfa milljón íslenskra króna. Eftir að í ljós kom að Hermoso, sem spilar i dag með Tigres í Mexíkó, hefði ekki verið valin í leikmannahóp Spánar birti hún færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar sagði hún að samviska sín væri hrein, sérstaklega eftir að hafa yfirgefið umhverfi með svona slæmt andrúmsloft. „Leyfum þeim að einbeita sér á að gera Spán að Evrópumeisturum,“ skrifaði Hermoso einnig. Hún tók þátt í öllum sex leikjum Spánar í undankeppninni en spilaði siðast landsleik í október á síðasta ári. Sú markahæsta hefur ekki verið valin í síðustu fjóra landsliðshópa Spánar. De verdad que yo también tengo la conciencia muy tranquila y más cuando aparto de mi vida entornos con esa energía tan mala. ¿Gestionar? Eso es lo que tendrían que aprender a hacer otros, que esa parte les queda muy grande. Escribo tuit porque es la única manera que ha dejado…— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) June 11, 2025 Montse Tome, þjálfari Spánar, segist skilja Jenni og að hún hafi rætt við hana um stöðu mála. Hann bætti við að samkeppnin um stöður væri gríðarleg og að Hermoso væri að keppa við Patricia Guijarro, Aitana Bonmatí, Alexia Putellas, Vicky López, Cláudia Pina (allar í Barcelona), Maite Zubieta (Athletic Club) og Mariona Caldentey (Arsenal) um stöðu í hópnum. „Það er erfitt að velja 23 leikmenn en við höfum gert það á fagmannlegan hátt. Á endanum eru þetta leikmennirnir sem við völdum,“ sagði Tome. EM kvenna í knattspyrnu hefst 2. júlí næstkomandi. Degi síðar hefur Spánn leik þegar heimsmeistararnir mæta nágrönnum sínum í Portúgal í B-riðli. Ísland er í A-riðli ásamt Finnlandi, Sviss og Noregi. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Hin 35 ára gamla Hermoso er markahæsti leikmaður í sögu spænska kvennalandsliðsins með 57 mörk í 123 leikjum. Hún var í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem heimsmeistari árið 2023 en það var atvik að úrslitaleiknum loknum sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti Hermoso óumbeðinn á munninn þegar hann var að óska leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Rubiales, sem var vikið úr starfi sínu, sagði kossinn hafa verið með samþykki Hermoso. Hann var í febrúar á þessu ári fundinn sekur um kynferðislega áreitni. Hann slapp við fangelsisvist en þurfti að greiða sekt upp á eina og hálfa milljón íslenskra króna. Eftir að í ljós kom að Hermoso, sem spilar i dag með Tigres í Mexíkó, hefði ekki verið valin í leikmannahóp Spánar birti hún færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar sagði hún að samviska sín væri hrein, sérstaklega eftir að hafa yfirgefið umhverfi með svona slæmt andrúmsloft. „Leyfum þeim að einbeita sér á að gera Spán að Evrópumeisturum,“ skrifaði Hermoso einnig. Hún tók þátt í öllum sex leikjum Spánar í undankeppninni en spilaði siðast landsleik í október á síðasta ári. Sú markahæsta hefur ekki verið valin í síðustu fjóra landsliðshópa Spánar. De verdad que yo también tengo la conciencia muy tranquila y más cuando aparto de mi vida entornos con esa energía tan mala. ¿Gestionar? Eso es lo que tendrían que aprender a hacer otros, que esa parte les queda muy grande. Escribo tuit porque es la única manera que ha dejado…— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) June 11, 2025 Montse Tome, þjálfari Spánar, segist skilja Jenni og að hún hafi rætt við hana um stöðu mála. Hann bætti við að samkeppnin um stöður væri gríðarleg og að Hermoso væri að keppa við Patricia Guijarro, Aitana Bonmatí, Alexia Putellas, Vicky López, Cláudia Pina (allar í Barcelona), Maite Zubieta (Athletic Club) og Mariona Caldentey (Arsenal) um stöðu í hópnum. „Það er erfitt að velja 23 leikmenn en við höfum gert það á fagmannlegan hátt. Á endanum eru þetta leikmennirnir sem við völdum,“ sagði Tome. EM kvenna í knattspyrnu hefst 2. júlí næstkomandi. Degi síðar hefur Spánn leik þegar heimsmeistararnir mæta nágrönnum sínum í Portúgal í B-riðli. Ísland er í A-riðli ásamt Finnlandi, Sviss og Noregi.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira