Orri lofar næstu stjörnu Arsenal: „Frábær strákur með fæturna fyrir neðan jörðina“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 08:00 Martin Zubimendi og Orri Óskarsson náðu einni leiktíð saman hjá Real Sociedad en ljóst er að þær verða ekki fleiri. Samsett/Getty „Gæðin hjá honum skína í gegn,“ segir Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, um miðjumanninn magnaða Martin Zubimendi sem hann fékk að kynnast svo vel í vetur en er á leið til Arsenal. Orri kom til Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrrasumar en þá hafði mikið verið í umræðunni að Zubimendi gæti endað hjá Liverpool sem sóttist eftir að fá hann. Þeir voru svo liðsfélagar í vetur en verða það ekki áfram. „Maður sá það frá fyrstu æfingu hversu góður leikmaður hann er og hafði séð orðrómana sem höfðu verið á kreiki varðandi hann og Liverpool síðasta sumar. Maður vissi aðeins af honum, sá hann á EM það árið. Gæðin hjá honum skína í gegn,“ sagði Orri í viðtali við Aron Guðmundsson á dögunum. Viðtalið má sjá í heild hér að neðan en Orri ræðir um Zubimendi eftir 6:37 mínútur. Hinn 26 ára gamli Zubimendi er spænskur landsliðsmaður sem spilað hefur með Real Sociedad allan sinn meistaraflokksferil. Hann þykir ein allra besta „sexan“ í fótboltaheiminum í dag og hefur lengi verið í sigti stórliða. Auk Liverpool hafa Barcelona og Real Madrid einnig verið á eftir honum. Félagaskiptafréttamaðurinn Fabizio Romano segir að nú sé hins vegar frágengið að Zubimendi spili undir stjórn landa síns Mikel Arteta hjá Arsenal. 🚨 Arsenal agree deal to sign Martin Zubimendi from Real Sociedad, here we go! ❤️🤍Zubimendi has now verbally agreed to sign a long term deal… so formal steps must follow soon with Arsenal to trigger €60m clause.Zubi, ready to become the first signing of the new season. pic.twitter.com/yzYJOydstE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2025 Hann sé búinn að gera munnlegt samkomulag um langtímasamning og Arsenal muni greiða Sociedad þær 60 milljónir evra sem gera leikmanninn falan samkvæmt klásúlu í samningi. Orri telur Arsenal vera að detta í lukkupottinn með því að klófesta Zubimendi sem sé svo jarðbundinn að hann sé eiginlega með fæturna fyrir neðan jörðina: „Þetta er frábær strákur með fæturna ekki bara á jörðinni, heldur fyrir neðan jörðina. Það er búið að vera magnað að fylgjast með því hvað hann hefur þróast síðasta árið. Hvort hann fari eða ekki, fyrir mér er það bara tímaspursmál. Frábær leikmaður sem getur farið alla leið á toppinn í fótboltaheiminum.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. 10. júní 2025 12:01 „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
Orri kom til Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrrasumar en þá hafði mikið verið í umræðunni að Zubimendi gæti endað hjá Liverpool sem sóttist eftir að fá hann. Þeir voru svo liðsfélagar í vetur en verða það ekki áfram. „Maður sá það frá fyrstu æfingu hversu góður leikmaður hann er og hafði séð orðrómana sem höfðu verið á kreiki varðandi hann og Liverpool síðasta sumar. Maður vissi aðeins af honum, sá hann á EM það árið. Gæðin hjá honum skína í gegn,“ sagði Orri í viðtali við Aron Guðmundsson á dögunum. Viðtalið má sjá í heild hér að neðan en Orri ræðir um Zubimendi eftir 6:37 mínútur. Hinn 26 ára gamli Zubimendi er spænskur landsliðsmaður sem spilað hefur með Real Sociedad allan sinn meistaraflokksferil. Hann þykir ein allra besta „sexan“ í fótboltaheiminum í dag og hefur lengi verið í sigti stórliða. Auk Liverpool hafa Barcelona og Real Madrid einnig verið á eftir honum. Félagaskiptafréttamaðurinn Fabizio Romano segir að nú sé hins vegar frágengið að Zubimendi spili undir stjórn landa síns Mikel Arteta hjá Arsenal. 🚨 Arsenal agree deal to sign Martin Zubimendi from Real Sociedad, here we go! ❤️🤍Zubimendi has now verbally agreed to sign a long term deal… so formal steps must follow soon with Arsenal to trigger €60m clause.Zubi, ready to become the first signing of the new season. pic.twitter.com/yzYJOydstE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2025 Hann sé búinn að gera munnlegt samkomulag um langtímasamning og Arsenal muni greiða Sociedad þær 60 milljónir evra sem gera leikmanninn falan samkvæmt klásúlu í samningi. Orri telur Arsenal vera að detta í lukkupottinn með því að klófesta Zubimendi sem sé svo jarðbundinn að hann sé eiginlega með fæturna fyrir neðan jörðina: „Þetta er frábær strákur með fæturna ekki bara á jörðinni, heldur fyrir neðan jörðina. Það er búið að vera magnað að fylgjast með því hvað hann hefur þróast síðasta árið. Hvort hann fari eða ekki, fyrir mér er það bara tímaspursmál. Frábær leikmaður sem getur farið alla leið á toppinn í fótboltaheiminum.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. 10. júní 2025 12:01 „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. 10. júní 2025 12:01
„Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01