Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 12:01 Mikel Oyarzabal og Orri Óskarsson á Old Trafford í mars þegar Real Sociedad mætti Manchester United í Evrópudeildinni. Getty/Nick Potts „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. Oyarzabal er 28 ára gamall með 45 landsleiki fyrir Evrópumeistara Spánar, og hefur allan sinn feril spilað með Real Sociedad þar sem hann hefur gert 85 mörk í 315 deildarleikjum. Hann hefur því verið í aðalhlutverki hjá liðinu og er fyrirliði á meðan að Orri, sem er tvítugur, spilaði minna í vetur á meðan að hann var að aðlagast boltanum í einni allra bestu deild heims. Orri segist hins vegar njóta góðs af því að vera liðsfélagi Oyarzabal, þó að hann vilji auðvitað sjálfur spila meira: „Við erum mjög góðir vinir og reynum að hjálpast að eins mikið og við getum. Hann spilaði flesta leiki á síðasta tímabili, hefur verið að skora og gera fullt af góðum hlutum. Auðvitað hefði ég viljað spila meira en svona er þetta bara. Þjálfarinn leitaði til hans í staðinn. Þetta er auðvitað bara flottur leikmaður sem spilar með spænska landsliðinu og er að standa sig vel. Sem liðsfélagi er ég mjög stoltur af honum og vona að það haldi áfram að ganga vel hjá honum,“ segir Orri í viðtali við Aron Guðmundsson. Viðtalið má sjá í heild hér að neðan en umræða um samkeppnina Oyarzabal hefst eftir 3:54 mínútur. Orri missti af lokum nýafstaðins tímabils vegna meiðsla og er því ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Skotlandi síðasta föstudag og gegn Norður-Írlandi í kvöld. „Ég er bara í endurhæfingu hér heima á Íslandi og fæ góðan tíma til að slaka á með fjölskyldunni og vera að æfa á sama tíma. Ég er að jafna mig og verð betri með hverjum deginum. Það er jákvætt. Það er gott að vera kominn heim til Íslands, geta andað að sér íslenska loftinu. Þetta var tognun í ljótari kantinum, frekar vond þriðja stigs tognun. Nokkrir mánuðir sem að fara í að pússla þessu aftur saman. Ekki beint það sem að maður vildi en svona er fótboltinn, það koma meiðsli inn á milli og við gerum það besta úr þessu,“ segir Orri. „Vil vera besti leikmaðurinn í liðinu og deildinni“ Real Sociedad keypti Orra fyrir metfé frá FC Kaupmannahöfn í fyrra og hann skrifaði þá undir samning til sex ára. Eftir vel heppnað aðlögunartímabil í vetur er Orri staðráðinn í að láta enn frekar til sín taka á komandi misserum. „Auðvitað langar mann að gera sig gildandi í liðinu, vera stór prófíll og einn af stærstu leikmönnum spænsku deildarinnar. Komast á toppinn í fótboltanum. Það er eitthvað sem ég hef stefnt af síðan að ég var lítill. Mér leið alltaf eins og markmiðið væri bara að komast í topp fimm deild í Evrópu en nú þegar að maður er búinn að ná því langar mann bara í enn þá meira. Það er eitthvað við mig. Ég er aldrei sáttur og það er eitthvað sem ég hef fundið. Það er ekki nóg að vera bara í topp fimm deild og vera bara eins og hver annar leikmaður þar. Ég vil vera besti leikmaðurinn í liðinu og deildinni. Það eru stór skref sem fylgja því, mikil samkeppni, heimsklassa leikmenn. Ég þarf bara að æfa eins og vitleysingur og sýna að ég get verið það,“ segir Orri. „Mjög krefjandi ár fyrir mig“ Hann lék 23 deildarleiki í vetur, þar af níu í byrjunarliði, og einnig níu leiki í Evrópudeildinni þar sem hann var fjórum sinnum í byrjunarliði. Real Sociedad endaði í 11. sæti spænsku deildarinnar með 46 stig, sex stigum frá Evrópusæti. „Ef ég horfi til baka á tímabilið get ég séð mikið af hæðum og lægðum. Mikið af ekki góðum leikjum en svo mikið af góðum leikjum sem maður getur verið stoltur af. Liðinu gekk ekki eins vel og til stóð, við lentum í erfiðum köflum og svo er það bara undir okkur komið á næsta tímabili að við séum betri en við sýndum á nýafstöðnu tímabili. Við verðum ekki í Evrópukeppni þá og deildin verður því aðal stefnan hjá okkur. Mjög krefjandi ár fyrir mig fótboltalega séð, breytingin að fara úr dönsku deildinni yfir í þá spænsku var mikil og ég þurfti að aðlagast hratt. Kom náttúrulega á síðasta degi félagsskiptagluggans. Það var mjög krefjandi en að öðru leiti hefur árið verið mjög fínt bæði hjá lands- og félagsliði.“ Það var kannski viðbúið að fyrsta árið færi í svolítinn lærdóm? „Við lögðum upp með það bæði ég og félagið. Ég þurfti að vera meðvitaður um að fyrsta árið færi í aðlögun. Það er náttúrulega bara frábært að vera tvítugur og fá að taka þessa aðlögun á þessum aldri í stað þess að koma þrjátíu ára til félagsins og hafa bara fimm ár til að gera sitt besta. Það er náttúrulega bara frábært að geta notað þetta ár, núna er þetta ár búið og þá getur maður farið að einbeita sér að því að leggja 100% af mörkum í leikjum og vera stór prófíll í þessu liði vonandi. Sýna hvað ég get.“ Eins og Orri nefndi sjálfur var áskorunin mikil sem fylgdi því að fara úr danska boltanum beint í þann spænska, á síðasta degi félagaskiptagluggans, en í hverju felst munurinn helst: „Það er mjög mikill gæðamunur á leikmönnum auðvitað. Það segir sig sjálft. Hraðinn, styrkurinn á leikmönnum, gæðin á æfingum. Maður þarf bara að vera klár á hverjum einasta degi og það var eitthvað sem ég komst að frekar fljótt, kom kannski smá aftan að mér en auðvitað vissi maður að það væri fullt af góðum leikmönnum þarna og líkamlegi styrkurinn mikill. Maður heldur kannski oftast að spænska deildin sé bara fallegur fótbolti hægri-vinstri en styrkurinn, sér í lagi sá líkamlegi, kom mér verulega á óvart. Það eru fullt af hlutum sem að spila inn í jöfnuna í þessari deild.“ Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Oyarzabal er 28 ára gamall með 45 landsleiki fyrir Evrópumeistara Spánar, og hefur allan sinn feril spilað með Real Sociedad þar sem hann hefur gert 85 mörk í 315 deildarleikjum. Hann hefur því verið í aðalhlutverki hjá liðinu og er fyrirliði á meðan að Orri, sem er tvítugur, spilaði minna í vetur á meðan að hann var að aðlagast boltanum í einni allra bestu deild heims. Orri segist hins vegar njóta góðs af því að vera liðsfélagi Oyarzabal, þó að hann vilji auðvitað sjálfur spila meira: „Við erum mjög góðir vinir og reynum að hjálpast að eins mikið og við getum. Hann spilaði flesta leiki á síðasta tímabili, hefur verið að skora og gera fullt af góðum hlutum. Auðvitað hefði ég viljað spila meira en svona er þetta bara. Þjálfarinn leitaði til hans í staðinn. Þetta er auðvitað bara flottur leikmaður sem spilar með spænska landsliðinu og er að standa sig vel. Sem liðsfélagi er ég mjög stoltur af honum og vona að það haldi áfram að ganga vel hjá honum,“ segir Orri í viðtali við Aron Guðmundsson. Viðtalið má sjá í heild hér að neðan en umræða um samkeppnina Oyarzabal hefst eftir 3:54 mínútur. Orri missti af lokum nýafstaðins tímabils vegna meiðsla og er því ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Skotlandi síðasta föstudag og gegn Norður-Írlandi í kvöld. „Ég er bara í endurhæfingu hér heima á Íslandi og fæ góðan tíma til að slaka á með fjölskyldunni og vera að æfa á sama tíma. Ég er að jafna mig og verð betri með hverjum deginum. Það er jákvætt. Það er gott að vera kominn heim til Íslands, geta andað að sér íslenska loftinu. Þetta var tognun í ljótari kantinum, frekar vond þriðja stigs tognun. Nokkrir mánuðir sem að fara í að pússla þessu aftur saman. Ekki beint það sem að maður vildi en svona er fótboltinn, það koma meiðsli inn á milli og við gerum það besta úr þessu,“ segir Orri. „Vil vera besti leikmaðurinn í liðinu og deildinni“ Real Sociedad keypti Orra fyrir metfé frá FC Kaupmannahöfn í fyrra og hann skrifaði þá undir samning til sex ára. Eftir vel heppnað aðlögunartímabil í vetur er Orri staðráðinn í að láta enn frekar til sín taka á komandi misserum. „Auðvitað langar mann að gera sig gildandi í liðinu, vera stór prófíll og einn af stærstu leikmönnum spænsku deildarinnar. Komast á toppinn í fótboltanum. Það er eitthvað sem ég hef stefnt af síðan að ég var lítill. Mér leið alltaf eins og markmiðið væri bara að komast í topp fimm deild í Evrópu en nú þegar að maður er búinn að ná því langar mann bara í enn þá meira. Það er eitthvað við mig. Ég er aldrei sáttur og það er eitthvað sem ég hef fundið. Það er ekki nóg að vera bara í topp fimm deild og vera bara eins og hver annar leikmaður þar. Ég vil vera besti leikmaðurinn í liðinu og deildinni. Það eru stór skref sem fylgja því, mikil samkeppni, heimsklassa leikmenn. Ég þarf bara að æfa eins og vitleysingur og sýna að ég get verið það,“ segir Orri. „Mjög krefjandi ár fyrir mig“ Hann lék 23 deildarleiki í vetur, þar af níu í byrjunarliði, og einnig níu leiki í Evrópudeildinni þar sem hann var fjórum sinnum í byrjunarliði. Real Sociedad endaði í 11. sæti spænsku deildarinnar með 46 stig, sex stigum frá Evrópusæti. „Ef ég horfi til baka á tímabilið get ég séð mikið af hæðum og lægðum. Mikið af ekki góðum leikjum en svo mikið af góðum leikjum sem maður getur verið stoltur af. Liðinu gekk ekki eins vel og til stóð, við lentum í erfiðum köflum og svo er það bara undir okkur komið á næsta tímabili að við séum betri en við sýndum á nýafstöðnu tímabili. Við verðum ekki í Evrópukeppni þá og deildin verður því aðal stefnan hjá okkur. Mjög krefjandi ár fyrir mig fótboltalega séð, breytingin að fara úr dönsku deildinni yfir í þá spænsku var mikil og ég þurfti að aðlagast hratt. Kom náttúrulega á síðasta degi félagsskiptagluggans. Það var mjög krefjandi en að öðru leiti hefur árið verið mjög fínt bæði hjá lands- og félagsliði.“ Það var kannski viðbúið að fyrsta árið færi í svolítinn lærdóm? „Við lögðum upp með það bæði ég og félagið. Ég þurfti að vera meðvitaður um að fyrsta árið færi í aðlögun. Það er náttúrulega bara frábært að vera tvítugur og fá að taka þessa aðlögun á þessum aldri í stað þess að koma þrjátíu ára til félagsins og hafa bara fimm ár til að gera sitt besta. Það er náttúrulega bara frábært að geta notað þetta ár, núna er þetta ár búið og þá getur maður farið að einbeita sér að því að leggja 100% af mörkum í leikjum og vera stór prófíll í þessu liði vonandi. Sýna hvað ég get.“ Eins og Orri nefndi sjálfur var áskorunin mikil sem fylgdi því að fara úr danska boltanum beint í þann spænska, á síðasta degi félagaskiptagluggans, en í hverju felst munurinn helst: „Það er mjög mikill gæðamunur á leikmönnum auðvitað. Það segir sig sjálft. Hraðinn, styrkurinn á leikmönnum, gæðin á æfingum. Maður þarf bara að vera klár á hverjum einasta degi og það var eitthvað sem ég komst að frekar fljótt, kom kannski smá aftan að mér en auðvitað vissi maður að það væri fullt af góðum leikmönnum þarna og líkamlegi styrkurinn mikill. Maður heldur kannski oftast að spænska deildin sé bara fallegur fótbolti hægri-vinstri en styrkurinn, sér í lagi sá líkamlegi, kom mér verulega á óvart. Það eru fullt af hlutum sem að spila inn í jöfnuna í þessari deild.“
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira