Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2025 07:00 „Þegar óréttlæti verður að lögum verður andspyrna að skyldu.“ Getty Images/Vísir Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. Forsetinn sendi þjóðvarðaliða til borgarinnar án þess að ráðfæra sig við Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Mótmæli hafa staðið yfir í borginni frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Ebobisse er 28 ára gamall Bandaríkjamaður og segir að staða mála í borginni sé langt því frá eðlileg. Ítrekar hann að fólk geti ekki reynt að horfa á þetta sem eðlilegan hlut. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að yfir 100 innflytjendur hafi verið handteknir í borginni í liðinni viku. Í viðtali eftir 3-1 sigur á Sporting Kansas City sagði Ebobisse: „Þetta hefur verið erfið vika fyrir borgina. Ég bý miðsvæðis, hef séð og heyrt allt sem hefur gengið á. Það brýtur í mér í hjartað að sjá þá tilfinninglausu hegðun sem við höfum orðið vitni að.“ „Við erum samfélag og stöndum saman. Það er mikilvægt á augnablikum sem þessum. Við felum okkur ekki út í horni þar sem samstaða er það eina sem getur komið okkur í gegnum þetta.“ „Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki horft á þetta sem eðlilegan hlut. Mínar helstu áhyggjur eru að þetta muni aðeins versna. Ég stend með öllum þeim sem þetta hefur áhrif á.“ Varnarmaðurinn Eddie Segura, samherji Ebobisse hjá LAFC, tók í sama streng: „Við stöndum saman og sigurinn er tileinkaður þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástandsins.“ Félagið sjálft gerði slíkt hið sama í yfirlýsingu sem birt var fyrir leik á bæði ensku og spænsku: „Í dag, vegna þess hve mörg okkar finna fyrir ótta og óöryggi, stendur LAFC saman öxl við öxl með öllum þeim sem búa í samfélaginu okkar. Við stöndum með Los Angeles.“ Fjöldi áhorfenda mætti með skilti á leik helgarinnar og mótmælti aðgerðum forsetans og ICE.Getty Images/Vísir Nokkrir leikir á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní fara fram í Pasadena, borg ekki langt frá miðborg Los Angeles. Þá munu leikir á HM 2026 fara fram í Los Angeles. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Kansas frá Kansas til Kansas Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Sjá meira
Forsetinn sendi þjóðvarðaliða til borgarinnar án þess að ráðfæra sig við Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Mótmæli hafa staðið yfir í borginni frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Ebobisse er 28 ára gamall Bandaríkjamaður og segir að staða mála í borginni sé langt því frá eðlileg. Ítrekar hann að fólk geti ekki reynt að horfa á þetta sem eðlilegan hlut. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að yfir 100 innflytjendur hafi verið handteknir í borginni í liðinni viku. Í viðtali eftir 3-1 sigur á Sporting Kansas City sagði Ebobisse: „Þetta hefur verið erfið vika fyrir borgina. Ég bý miðsvæðis, hef séð og heyrt allt sem hefur gengið á. Það brýtur í mér í hjartað að sjá þá tilfinninglausu hegðun sem við höfum orðið vitni að.“ „Við erum samfélag og stöndum saman. Það er mikilvægt á augnablikum sem þessum. Við felum okkur ekki út í horni þar sem samstaða er það eina sem getur komið okkur í gegnum þetta.“ „Þetta er ekki eðlilegt og við getum ekki horft á þetta sem eðlilegan hlut. Mínar helstu áhyggjur eru að þetta muni aðeins versna. Ég stend með öllum þeim sem þetta hefur áhrif á.“ Varnarmaðurinn Eddie Segura, samherji Ebobisse hjá LAFC, tók í sama streng: „Við stöndum saman og sigurinn er tileinkaður þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástandsins.“ Félagið sjálft gerði slíkt hið sama í yfirlýsingu sem birt var fyrir leik á bæði ensku og spænsku: „Í dag, vegna þess hve mörg okkar finna fyrir ótta og óöryggi, stendur LAFC saman öxl við öxl með öllum þeim sem búa í samfélaginu okkar. Við stöndum með Los Angeles.“ Fjöldi áhorfenda mætti með skilti á leik helgarinnar og mótmælti aðgerðum forsetans og ICE.Getty Images/Vísir Nokkrir leikir á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní fara fram í Pasadena, borg ekki langt frá miðborg Los Angeles. Þá munu leikir á HM 2026 fara fram í Los Angeles.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Kansas frá Kansas til Kansas Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Sjá meira