Strandveiðimenn huga að samstöðufundi við Austurvöll Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 19:02 Kjartan Páll Sveinsson er formaður Strandveiðifélags Íslands. Myndin er frá mótmælum strandveiðimanna á Austurvelli sumarið 2023. Vísir/Ívar Fannar Strandveiðisjómenn liggja nú margir undir feldi og íhuga hvort boða eigi til samstöðu- og stuðningsfundar með ríkisstjórninni á Austurvelli á föstudaginn. Umræður standa yfir um strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar sem á að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar, en strandveiðimenn óttast að stjórnarandstaðan ætli að tefja afgreiðslu málsins um of. „Það svona lítur allt út fyrir það að stjórnarandstaðan sé núna að skella þessu í málþóf, þeir voru til miðnættis í gær og núna aftur í dag eru þeir að bulla um ekki neitt. En ef þeim tekst að setja þetta í gott málþóf og frumvarpið fer ekki í gegn þá fáum við ekki okkar 48 daga,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, en hann er formaður Strandveiðifélags Íslands. Hefur þú áhyggjur af því að málið verði ekki afgreitt fyrir þinglok? „Já ég hef raunverulegar áhyggjur af því. Af því maður sér það að þau eru bara að teygja lopann og tefja,“ segir Kjartan. Hann segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um mögulegan fund á Austurvelli á föstudaginn. Þeir ætli að sjá til hvað stjórnarandstaðan gerir. Kjartan segir að markmiðið með fundinum væri að sýna ríkisstjórninni stuðning og hvetja þau áfram til góðra verka. Hópurinn yrði á Austurvelli, eða ef fámennt verður yrðu þeir í sjóstökkunum á þingpöllunum. „Maður var nú svona hálfpartinn að vona að þurfa ekki að mæta á Austurvöll í sumar, og það var ekkert útlit fyrir það. En það er samt svolítið gaman að fara til að styðja ríkisstjórnina í þetta skiptið, það er tilbreyting,“ segir Kjartan. Sjávarútvegur Alþingi Strandveiðar Tengdar fréttir „Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02 Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
„Það svona lítur allt út fyrir það að stjórnarandstaðan sé núna að skella þessu í málþóf, þeir voru til miðnættis í gær og núna aftur í dag eru þeir að bulla um ekki neitt. En ef þeim tekst að setja þetta í gott málþóf og frumvarpið fer ekki í gegn þá fáum við ekki okkar 48 daga,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, en hann er formaður Strandveiðifélags Íslands. Hefur þú áhyggjur af því að málið verði ekki afgreitt fyrir þinglok? „Já ég hef raunverulegar áhyggjur af því. Af því maður sér það að þau eru bara að teygja lopann og tefja,“ segir Kjartan. Hann segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um mögulegan fund á Austurvelli á föstudaginn. Þeir ætli að sjá til hvað stjórnarandstaðan gerir. Kjartan segir að markmiðið með fundinum væri að sýna ríkisstjórninni stuðning og hvetja þau áfram til góðra verka. Hópurinn yrði á Austurvelli, eða ef fámennt verður yrðu þeir í sjóstökkunum á þingpöllunum. „Maður var nú svona hálfpartinn að vona að þurfa ekki að mæta á Austurvöll í sumar, og það var ekkert útlit fyrir það. En það er samt svolítið gaman að fara til að styðja ríkisstjórnina í þetta skiptið, það er tilbreyting,“ segir Kjartan.
Sjávarútvegur Alþingi Strandveiðar Tengdar fréttir „Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02 Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
„Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02
Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36