Leikdagur í Munchen: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2025 09:01 Kjartan Henry Finnbogason og Guðmundur Benediktsson eru í Munchen fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem fram fer þar í borg í kvöld. Paris Saint Germain og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Allianz Arena í Munchen í kvöld. Þar eru Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason staddir og munu lýsa herlegheitunum þaðan í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir úrslitaleiknum í kvöld og í innslagi frá Allianz Arena, sem sjá má hér fyrir neðan hita Gummi og Kjartan Henry rækilega upp fyrir þennan stærsta leik fótboltaleik ársins. Klippa: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Á leið sinni að úrslitaleiknum hefur Paris Saint-Germain lagt stórlið af velli á borð við Liverpool, Aston Villa og Arsenal á meðan að Inter Milan fór í gegnum Feyenoord, FC Bayern og Barcelona í útsláttarkeppninni.Frakklandsmeistararnir frá Paris hafa aldrei unnið Meistaradeild Evrópu en komust nálægt því fyrir fimm árum síðan en töpuðu þá í úrslitaleik keppninnar. Tvö ár hafa liðið síðan að Inter Milan keppti síðast til úrslita í Meistaradeildinni, þá lá liðið í valnum gegn Manchester City. Fimmtán ár hafa liðið síðan að Inter vann síðast Meistaradeild Evrópu. „Þessi lið eru vel að þessu komin, leikirnir sem þau buðu bæði upp á voru þvílík skemmtun, maður er enn þá að hugsa um þessa leiki. Allir byrjuðu trúa á að hoppa á PSG vagninn þegar að þeir hentu Liverpool á sannfærandi máta úr leik. Svo þetta Inter lið. Ég veit ekki hversu oft menn voru búnir að gefa þá upp á bátinn en þeir komu til baka. Við sáum nú þjálfara liðsins og leikmenn áðan, þetta eru ekkert eðlilega svalir gæjar. Það ber engum að halda að þetta verði eitthvað auðvelt öðru hvoru megin. Fyrst og fremst eru þarna tvö mjög ólík lið að mætast. Annað liðið mjög strúktúrerað og allir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera á meðan hitt liðið er villtara, maður á mann lið sem spilar 4-3-3 með unga stráka innanborðs sem eru hrikalega fljótir fram á við. Það gerir leikinn svo spennandi hvað þetta eru ólík lið.“ Úrslitaleikur Paris Saint-Germain og Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem fram fer á Allianz Arena í Munchen hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik með sérfræðingum Stöðvar 2 Sport hefst fimmtíu mínútum áður, nánar tiltekið klukkan tíu mínútur yfir sex. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir úrslitaleiknum í kvöld og í innslagi frá Allianz Arena, sem sjá má hér fyrir neðan hita Gummi og Kjartan Henry rækilega upp fyrir þennan stærsta leik fótboltaleik ársins. Klippa: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Á leið sinni að úrslitaleiknum hefur Paris Saint-Germain lagt stórlið af velli á borð við Liverpool, Aston Villa og Arsenal á meðan að Inter Milan fór í gegnum Feyenoord, FC Bayern og Barcelona í útsláttarkeppninni.Frakklandsmeistararnir frá Paris hafa aldrei unnið Meistaradeild Evrópu en komust nálægt því fyrir fimm árum síðan en töpuðu þá í úrslitaleik keppninnar. Tvö ár hafa liðið síðan að Inter Milan keppti síðast til úrslita í Meistaradeildinni, þá lá liðið í valnum gegn Manchester City. Fimmtán ár hafa liðið síðan að Inter vann síðast Meistaradeild Evrópu. „Þessi lið eru vel að þessu komin, leikirnir sem þau buðu bæði upp á voru þvílík skemmtun, maður er enn þá að hugsa um þessa leiki. Allir byrjuðu trúa á að hoppa á PSG vagninn þegar að þeir hentu Liverpool á sannfærandi máta úr leik. Svo þetta Inter lið. Ég veit ekki hversu oft menn voru búnir að gefa þá upp á bátinn en þeir komu til baka. Við sáum nú þjálfara liðsins og leikmenn áðan, þetta eru ekkert eðlilega svalir gæjar. Það ber engum að halda að þetta verði eitthvað auðvelt öðru hvoru megin. Fyrst og fremst eru þarna tvö mjög ólík lið að mætast. Annað liðið mjög strúktúrerað og allir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera á meðan hitt liðið er villtara, maður á mann lið sem spilar 4-3-3 með unga stráka innanborðs sem eru hrikalega fljótir fram á við. Það gerir leikinn svo spennandi hvað þetta eru ólík lið.“ Úrslitaleikur Paris Saint-Germain og Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem fram fer á Allianz Arena í Munchen hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik með sérfræðingum Stöðvar 2 Sport hefst fimmtíu mínútum áður, nánar tiltekið klukkan tíu mínútur yfir sex.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira