Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2025 22:16 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir hættulegt að stjórnmálamenn gera fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélagsins segir hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Málið sé alvarlegra en stjórnmálamennirnir geri sér grein fyrir. Traust til fjölmiðla hefur verið á niðurleið síðustu ár. Í skýrslu Fjölmiðlanefndar kemur fram að einungis helmingur landsmanna hafi treyst fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda alþingiskosninga. Svo á þessu kjörtímabili hafa í það minnsta þrír þingmenn gagnrýnt stærstu fjölmiðla landsins fyrir að fjalla um sig eða sakað þá um hlutdrægni. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sagði umfjöllun Vísis um veiðigjöld undarlega þar sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi situr í stjórn Sýnar sem á Vísi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Mannlíf og Vísi fyrir umfjöllun um ræðu hennar á Alþingi, þrátt fyrir að hún hafi ekki látið ná í sig í tvo daga. Þá hefur Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins kallað eftir því að Morgunblaðið fái enga styrki frá ríkinu vegna umfjöllunar um flokkinn. Einnig má nefna gagnrýni samflokkskonu hans, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, á RÚV fyrir umfjöllun um hennar mál. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir stjórnmálamenn í auknu mæli vilja eingöngu miðla upplýsingum á sínum reikningum á samfélagsmiðlum. „Svo þegar kemur einhver alvöru blaðamennska þar sem er verið a spyrja erfiðara spurninga og upplýsa um hluti sem fólk hefði kannski sjálft ekki sett á sína samfélagsmiðla. Þá kemur þessi ómálefnalega gagnrýni sem við gerum miklar athugasemdir við. Við teljum hana skaðlega lýðræðinu. Hún grefur undan trausti á fjölmiðlum,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar séu ekki yfir gagnrýni hafnir, en hún þurfi að vera málefnaleg. Það sé hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum. „Í staðinn fyrir að svara þeim spurningum sem vakna og veita þær upplýsingar sem almenningur á rétt á,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Traust til fjölmiðla hefur verið á niðurleið síðustu ár. Í skýrslu Fjölmiðlanefndar kemur fram að einungis helmingur landsmanna hafi treyst fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda alþingiskosninga. Svo á þessu kjörtímabili hafa í það minnsta þrír þingmenn gagnrýnt stærstu fjölmiðla landsins fyrir að fjalla um sig eða sakað þá um hlutdrægni. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sagði umfjöllun Vísis um veiðigjöld undarlega þar sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi situr í stjórn Sýnar sem á Vísi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Mannlíf og Vísi fyrir umfjöllun um ræðu hennar á Alþingi, þrátt fyrir að hún hafi ekki látið ná í sig í tvo daga. Þá hefur Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins kallað eftir því að Morgunblaðið fái enga styrki frá ríkinu vegna umfjöllunar um flokkinn. Einnig má nefna gagnrýni samflokkskonu hans, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, á RÚV fyrir umfjöllun um hennar mál. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir stjórnmálamenn í auknu mæli vilja eingöngu miðla upplýsingum á sínum reikningum á samfélagsmiðlum. „Svo þegar kemur einhver alvöru blaðamennska þar sem er verið a spyrja erfiðara spurninga og upplýsa um hluti sem fólk hefði kannski sjálft ekki sett á sína samfélagsmiðla. Þá kemur þessi ómálefnalega gagnrýni sem við gerum miklar athugasemdir við. Við teljum hana skaðlega lýðræðinu. Hún grefur undan trausti á fjölmiðlum,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar séu ekki yfir gagnrýni hafnir, en hún þurfi að vera málefnaleg. Það sé hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum. „Í staðinn fyrir að svara þeim spurningum sem vakna og veita þær upplýsingar sem almenningur á rétt á,“ segir Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira