Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 23:22 Það getur verið rándýrt spaug að samþykkja auðkenningarbeiðnir í snjalltækjum án þess að grandskoða þær fyrst. Vísir/Arnar Dæmi eru um að fólk tapi háum fjárhæðum þegar það samþykkir auðkenningarbeiðnir í hugsunarleysi, og millifærir þar með á svikahrappa úti í heimi. Engar bætur er að fá ef fólk notast við rafræn skilríki til að samþykkja slíkar millifærslur. Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum, ræddi um netsvik í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni viðtalsins var pistill sem birtist á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Fimm svikasögur úr raunveruleikanum“, þar sem Brynja greindi frá því að fleiri tilkynningar um netsvik hafi borist Landsbankanum það sem af er árinu 2025 en allt árið í fyrra. Fær ekkert bætt „Það bara ærin ástæða til þess að fara yfir þetta. Það er mjög mikið að gera í svikamálunum þessa dagana og það er alltaf þannig að við lærum alltaf mest af sögum úr raunveruleikanum, til þess að læra hvað við eigum ekki að gera,“ sagði Brynja í viðtalinu á Bylgjunni. Brynja segir meðal annars frá manni sem hafði verið á fyrirlestri og fengið skilaboð á Messenger frá frænda sínum um að hann hafi unnið í leik. Í kjölfarið hafi hann fengið auðkenningarbeiðni í símann sinn, sem maðurinn hafi staðfest af hálfum hug, þar sem einbeitingin hafi verið á fyrirlestrinum. Eftir á hafi hann séð að bankinn hafi reynt að ná sambandi við hann vegna gruns um að um svik hafi verið að ræða. „Í ljós kom að svikararnir höfðu nýtt sér auðkenningarbeiðnirnar sem Jón hafði samþykkt í ógáti án þess að lesa skilaboðin sem birtast í rafrænum skilríkjum til að millifæra rúmlega 10 milljónir af reikningnum hans. Ekki reyndist mögulegt að endurheimta peningana og þar sem Jón samþykkti aðgerðirnar með rafrænum skilríkjum fær hann tjónið ekki bætt,“ skrifar Brynja í grein sinni. Því fyrr sem fólk átti sig, því betra „Þetta eru svik sem við höfum verið að horfa á í þrjú ár, og við erum enn á þannig stað í dag að við erum að sjá tvö til þrjú mál í viku þar sem fólk heldur að það sé að fá vinning í samtali við einhvern sem það þekkir. Og svo til að taka við vinningnum þarftu að samþykkja auðkenningu í tækinu þínu,“ segir Brynja. Ef fólk staldri hins vegar við og lesi auðkenningarbeiðnir geti það komið í veg fyrir svik sem þessi, þar sem allar upplýsingar um upphæðir og viðtakendur greiðslna sé þar að finna. „Þetta er allt að koma upp á símann á meðan viðkomandi er að hlusta á fyrirlestur,“ segir Brynja. „Það getur verið ansi dýrkeypt að missa fókusinn svona.“ Því fyrr sem fólk átti sig á að svik hafi átt sér stað, því meiri líkur séu á að bankar geti komið í veg fyrir að greiðslur gangi í gegn. Nokkuð algengt sé að bankar nái að koma í veg fyrir greiðslur, eða geti endurheimt fjármunina. Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Brynju í heild sinni, en þar fer hún yfir fleiri tegundir algengustu fjársvikanna sem fólk verður fyrir. Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum, ræddi um netsvik í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni viðtalsins var pistill sem birtist á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Fimm svikasögur úr raunveruleikanum“, þar sem Brynja greindi frá því að fleiri tilkynningar um netsvik hafi borist Landsbankanum það sem af er árinu 2025 en allt árið í fyrra. Fær ekkert bætt „Það bara ærin ástæða til þess að fara yfir þetta. Það er mjög mikið að gera í svikamálunum þessa dagana og það er alltaf þannig að við lærum alltaf mest af sögum úr raunveruleikanum, til þess að læra hvað við eigum ekki að gera,“ sagði Brynja í viðtalinu á Bylgjunni. Brynja segir meðal annars frá manni sem hafði verið á fyrirlestri og fengið skilaboð á Messenger frá frænda sínum um að hann hafi unnið í leik. Í kjölfarið hafi hann fengið auðkenningarbeiðni í símann sinn, sem maðurinn hafi staðfest af hálfum hug, þar sem einbeitingin hafi verið á fyrirlestrinum. Eftir á hafi hann séð að bankinn hafi reynt að ná sambandi við hann vegna gruns um að um svik hafi verið að ræða. „Í ljós kom að svikararnir höfðu nýtt sér auðkenningarbeiðnirnar sem Jón hafði samþykkt í ógáti án þess að lesa skilaboðin sem birtast í rafrænum skilríkjum til að millifæra rúmlega 10 milljónir af reikningnum hans. Ekki reyndist mögulegt að endurheimta peningana og þar sem Jón samþykkti aðgerðirnar með rafrænum skilríkjum fær hann tjónið ekki bætt,“ skrifar Brynja í grein sinni. Því fyrr sem fólk átti sig, því betra „Þetta eru svik sem við höfum verið að horfa á í þrjú ár, og við erum enn á þannig stað í dag að við erum að sjá tvö til þrjú mál í viku þar sem fólk heldur að það sé að fá vinning í samtali við einhvern sem það þekkir. Og svo til að taka við vinningnum þarftu að samþykkja auðkenningu í tækinu þínu,“ segir Brynja. Ef fólk staldri hins vegar við og lesi auðkenningarbeiðnir geti það komið í veg fyrir svik sem þessi, þar sem allar upplýsingar um upphæðir og viðtakendur greiðslna sé þar að finna. „Þetta er allt að koma upp á símann á meðan viðkomandi er að hlusta á fyrirlestur,“ segir Brynja. „Það getur verið ansi dýrkeypt að missa fókusinn svona.“ Því fyrr sem fólk átti sig á að svik hafi átt sér stað, því meiri líkur séu á að bankar geti komið í veg fyrir að greiðslur gangi í gegn. Nokkuð algengt sé að bankar nái að koma í veg fyrir greiðslur, eða geti endurheimt fjármunina. Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Brynju í heild sinni, en þar fer hún yfir fleiri tegundir algengustu fjársvikanna sem fólk verður fyrir.
Netglæpir Fjármál heimilisins Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira