Fótbolti

Ís­lenskt sigur­mark í Ís­lendinga­slagnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Kolbeinn var hetja dagsins
Kolbeinn var hetja dagsins IFK Gautaborg

Kolbeinn Þórðarson var hetja dagsins í Íslendingaslagnum í Gautaborg þegar IFK Gautaborg lagði Malmö 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni í dag en hann skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu.

Þeir Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Gudjohnsen voru báðir í byrjunarliði Malmö en fóru báðir af velli í seinni hálfleik án þess að setja marki sinn á leikinn.

Önnur úrslit dagsins

Halmstad - Elfsborg 1-4

Djurgården - Häcken 1-1

Brommapojkarna - AIK 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×