Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 18:17 Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, hefur verið sakaður um hallarbyltingu á aðalfundi flokksins í dag. Vísir Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. Segja má að ólga hafi ríkt í Sósíalistaflokknum að undanförnu sem náði hámarki þegar fyrrnefndur Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn og vændi Gunnar Smára, fráfarandi formann framkvæmdastjórnar flokksins um ofríki og andlegt ofbeldi. Í dag fór fram aðalfundur flokksins þar sem kosið var í allar stjórnir og embætti innan flokksins. Niðurstöður kosninganna hafa vakið misjafn viðbrögð, úlfúð réttu nafni, en margir félagar hafa borið Karli Héðni og fylgisveinum hans á brýn að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um hvernig þeir ættu að kjósa. Það hafi hann meðal annars gert með því að dreifa plaggi á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan þar sem ítarlegar leiðbeiningar má finna um hvernig eigi að kjósa „til að kjósa breytingar.“ Aðsend Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. Meðal þeirra sem lýst hafa óánægju sinni með niðurstöður aðalfundarins eru séra Davíð Þór Jónsson, sem skipaði fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum síðustu. Hann kallar gjörning Karls Héðins og félaga „skrípaleik undir yfirskrift lýðræðis.“ Þá hafa María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, sem einnig vermdi sæti á framboðslista flokksins, og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, sagt sig úr flokknum. Liður í „grasrótarendurreisn“ flokksins Karl Héðinn vísar þessu öllu á bug og segir ferska vinda nú blása um flokkinn. „Við vorum ekki að smala einhverju nýju fólki sem er ekki í flokknum í flokkinn. Það sést í félagatalinu að nýskráningar í flokkinn vikuna fyrir aðalfund er aðallega frá fólki sem er nærtengdara Gunnari Smára frekar en okkur nokkurn tímann,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Við erum bara mjög spennt fyrir framhaldinu. Við viljum sameina alla sem við getum, fá alla að borði og vera fyrirmynd í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem valdið kemur að neðan,“ segir Karl Héðinn. Hann segir uppnámið á aðalfundinum vera lið í svokallaðri grasrótarendurreisn flokksins sem fráfarandi stjórn hafi staðið í vegi fyrir með andlýðræðislegum hætti. „Við erum hópur innan flokksins sem höfum verið mjög virk í síðustu alþingiskosningum, í virkri grasrót, höfum verið í stjórnum flokksins. Ungliðadeildin öll er með nýjum stjórnarmönnum, kusu nýju stjórnarmennina. Við erum að boða nýja tíð í flokknum. Við viljum dreifa valdi út um allt land,“ segir Karl Héðinn. Fyrirmælin nauðsynleg vegna fjölda framboða Varðandi plaggið fyrrnefnda og smölunarsakirnar ber hann fyrir sig að fjöldi sæta í stjórnum sé einfaldlega þvílíkur að ómögulegt væri að vita hver tilheyrði hvaða fylkingu fyrir óbreyttan flokksfélaga nema að fá einhvers konar leiðbeiningar. „Það eru svo ótrúlega mörg nöfn sem voru í framboði í allar stjórnir og við erum með ótrúlega margar stjórnir. Við vitum að félagar okkar margir hverjir vissu ekki hvaða nöfn þeir áttu að kjósa til að kjósa breytingar,“ segir Karl Héðinn. Við taki breyttir tímar fyrir flokkinn. Til stendur að fara í gagngera endurskipulagningu á lögum flokksins og stunda þá vinnu fram að næsta aðalfundi. Hann segir spennandi sumar framundan. „Ég þakka félögum okkar traustið og nú er það okkar stjórnarmannanna að sanna að ásetningur okkar er að valdefla félagsmenn, dreifa valdi og stórbæta vinnubrögð,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Segja má að ólga hafi ríkt í Sósíalistaflokknum að undanförnu sem náði hámarki þegar fyrrnefndur Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn og vændi Gunnar Smára, fráfarandi formann framkvæmdastjórnar flokksins um ofríki og andlegt ofbeldi. Í dag fór fram aðalfundur flokksins þar sem kosið var í allar stjórnir og embætti innan flokksins. Niðurstöður kosninganna hafa vakið misjafn viðbrögð, úlfúð réttu nafni, en margir félagar hafa borið Karli Héðni og fylgisveinum hans á brýn að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um hvernig þeir ættu að kjósa. Það hafi hann meðal annars gert með því að dreifa plaggi á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan þar sem ítarlegar leiðbeiningar má finna um hvernig eigi að kjósa „til að kjósa breytingar.“ Aðsend Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. Meðal þeirra sem lýst hafa óánægju sinni með niðurstöður aðalfundarins eru séra Davíð Þór Jónsson, sem skipaði fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum síðustu. Hann kallar gjörning Karls Héðins og félaga „skrípaleik undir yfirskrift lýðræðis.“ Þá hafa María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, sem einnig vermdi sæti á framboðslista flokksins, og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, sagt sig úr flokknum. Liður í „grasrótarendurreisn“ flokksins Karl Héðinn vísar þessu öllu á bug og segir ferska vinda nú blása um flokkinn. „Við vorum ekki að smala einhverju nýju fólki sem er ekki í flokknum í flokkinn. Það sést í félagatalinu að nýskráningar í flokkinn vikuna fyrir aðalfund er aðallega frá fólki sem er nærtengdara Gunnari Smára frekar en okkur nokkurn tímann,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Við erum bara mjög spennt fyrir framhaldinu. Við viljum sameina alla sem við getum, fá alla að borði og vera fyrirmynd í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem valdið kemur að neðan,“ segir Karl Héðinn. Hann segir uppnámið á aðalfundinum vera lið í svokallaðri grasrótarendurreisn flokksins sem fráfarandi stjórn hafi staðið í vegi fyrir með andlýðræðislegum hætti. „Við erum hópur innan flokksins sem höfum verið mjög virk í síðustu alþingiskosningum, í virkri grasrót, höfum verið í stjórnum flokksins. Ungliðadeildin öll er með nýjum stjórnarmönnum, kusu nýju stjórnarmennina. Við erum að boða nýja tíð í flokknum. Við viljum dreifa valdi út um allt land,“ segir Karl Héðinn. Fyrirmælin nauðsynleg vegna fjölda framboða Varðandi plaggið fyrrnefnda og smölunarsakirnar ber hann fyrir sig að fjöldi sæta í stjórnum sé einfaldlega þvílíkur að ómögulegt væri að vita hver tilheyrði hvaða fylkingu fyrir óbreyttan flokksfélaga nema að fá einhvers konar leiðbeiningar. „Það eru svo ótrúlega mörg nöfn sem voru í framboði í allar stjórnir og við erum með ótrúlega margar stjórnir. Við vitum að félagar okkar margir hverjir vissu ekki hvaða nöfn þeir áttu að kjósa til að kjósa breytingar,“ segir Karl Héðinn. Við taki breyttir tímar fyrir flokkinn. Til stendur að fara í gagngera endurskipulagningu á lögum flokksins og stunda þá vinnu fram að næsta aðalfundi. Hann segir spennandi sumar framundan. „Ég þakka félögum okkar traustið og nú er það okkar stjórnarmannanna að sanna að ásetningur okkar er að valdefla félagsmenn, dreifa valdi og stórbæta vinnubrögð,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira