Haraldur Jóhannsson er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 14:44 Haraldur Jóhannsson er falinn frá. Haraldur Jóhannsson, einnig þekktur sem Halli í Nesi, lést á líknardeildinni í Kópavogi 16. maí síðastliðinn, 71 árs að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Haraldur var fæddur 8. apríl 1954 og ólst upp í Nesstofu við Seltjörn. Foreldrar hans voru Ólöf Gunnsteinsdóttir og Jóhann Ólafsson en þau voru síðustu ábúendur í Nesi. Haraldur, sem var þekktur hjá sveitungum sem Halli í Nesi, gekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og tók þátt í ungliðastarfi Gróttu og Björgunarsveitarinnar Alberts. Eftir grunnskóla dvaldi hann um tíma í Grimsby á Englandi þar sem hann var hjá móðursystur sinni og fór í enskunám. Síðar lagði hann stund á húsgagnasmíði og var á samningi hjá Trésmiðjunni Meið og lauk sveinsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 1976. Haraldur kvæntist æskuástinni sinni, Fjólu Guðrúnu Friðriksdóttur fyrsta vetrardag árið 1976. Sama ár stofnuðu þau heildverslunina Forval sem þau ráku saman allar götur síðan. Fyrstu árin fluttu þau inn leikföng og gjafavöru og fylgihluti og færðu sig svo yfir í hár- og snyrtivörur. Forval var umboðsaðili fyrir fjölda þekktra snyrtivörumerkja og ilmhúsa auk þess að framleiða sínar eigin hárvörur og var Haraldur oftast kenndur við fyrirtækið þeirra hjóna sem Halli í Forval. Árið 2013 seldu þau snyrtivöruhluta fyrirtækisins. Samhliða rekstri Forvals kom Haraldur að mörgum fasteignatengdum þróunarverkefnum sem og að fjárfestingum í smærri fyrirtækjaverkefnum. Einnig sat hann í stjórn skíðadeildar KR um nokkurt skeið. Árið 2017 stofnuðu Haraldur og Fjóla Spa of Iceland, íslenskt snyrtivöru- og lífstílsvörumerki sem hlotið hefur margar alþjóðlegar viðurkenningar. Það ráku þau saman allt til síðasta dags. Börn Haraldar og Fjólu eru tvö; Guðrún Edda (1977) gift Viðari Þór Haukssyni og eiga þau Fjólu Guðrúnu og Benedikt Þór og Jóhann Friðrik (1979) giftur Bryndísi Haraldsdóttur og börn þeirra eru María Ólöf, Sara Mjöll og Haraldur. Útför Haraldar verður frá Neskirkju við Hagatorg, 27. maí kl. 15. Andlát Seltjarnarnes Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Haraldur var fæddur 8. apríl 1954 og ólst upp í Nesstofu við Seltjörn. Foreldrar hans voru Ólöf Gunnsteinsdóttir og Jóhann Ólafsson en þau voru síðustu ábúendur í Nesi. Haraldur, sem var þekktur hjá sveitungum sem Halli í Nesi, gekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og tók þátt í ungliðastarfi Gróttu og Björgunarsveitarinnar Alberts. Eftir grunnskóla dvaldi hann um tíma í Grimsby á Englandi þar sem hann var hjá móðursystur sinni og fór í enskunám. Síðar lagði hann stund á húsgagnasmíði og var á samningi hjá Trésmiðjunni Meið og lauk sveinsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 1976. Haraldur kvæntist æskuástinni sinni, Fjólu Guðrúnu Friðriksdóttur fyrsta vetrardag árið 1976. Sama ár stofnuðu þau heildverslunina Forval sem þau ráku saman allar götur síðan. Fyrstu árin fluttu þau inn leikföng og gjafavöru og fylgihluti og færðu sig svo yfir í hár- og snyrtivörur. Forval var umboðsaðili fyrir fjölda þekktra snyrtivörumerkja og ilmhúsa auk þess að framleiða sínar eigin hárvörur og var Haraldur oftast kenndur við fyrirtækið þeirra hjóna sem Halli í Forval. Árið 2013 seldu þau snyrtivöruhluta fyrirtækisins. Samhliða rekstri Forvals kom Haraldur að mörgum fasteignatengdum þróunarverkefnum sem og að fjárfestingum í smærri fyrirtækjaverkefnum. Einnig sat hann í stjórn skíðadeildar KR um nokkurt skeið. Árið 2017 stofnuðu Haraldur og Fjóla Spa of Iceland, íslenskt snyrtivöru- og lífstílsvörumerki sem hlotið hefur margar alþjóðlegar viðurkenningar. Það ráku þau saman allt til síðasta dags. Börn Haraldar og Fjólu eru tvö; Guðrún Edda (1977) gift Viðari Þór Haukssyni og eiga þau Fjólu Guðrúnu og Benedikt Þór og Jóhann Friðrik (1979) giftur Bryndísi Haraldsdóttur og börn þeirra eru María Ólöf, Sara Mjöll og Haraldur. Útför Haraldar verður frá Neskirkju við Hagatorg, 27. maí kl. 15.
Andlát Seltjarnarnes Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira