Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 20:02 220 kettir eru í húsnæði Villikatta. vísir Dýraverndunarfélagið Villikettir leitar nú logandi ljósi að nýjum fósturheimilum sem geta veitt hræddum kisum öruggt húsaskjól. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eitt af kisukotum þeirra í Hafnarfirði þar sem hvert herbergi innihélt fjölmargar kisur. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá ketti sem bráðvantar fósturheimili. Hálfgert neyðarástand ríkir hjá dýraverndunarfélaginu Villikettir og öll kot þeirra stútfull. 220 kettir víða um land Yfir 220 kettir eru á skrá hjá félaginu í húsnæði víða um land og kemur brátt að því að ekki verði lengur hægt að bjarga villi- og vergangsköttum. Samtökin hafa því sent frá sér ákall og er biðlað til fólks að taka að sér kisur í fóstur. Ásdís Erla Valdórsdóttir, kotstýra í Hafnarfirði, segir stöðuna sérstaklega slæma í ár þó að húsnæði þeirra fyllist á hverju ári. „Þetta hefur ekki gerst svona snemma á árinu. Yfirleitt er það í júlí, ágúst sem er hápunkturinn hjá okkur. Núna er það í lok maí. Staðan er bara að eftir nokkra daga þá verðum við bara að segja nei. Við getum ekki tekið við kisum sem slasast, tekið inn villinga. Stundum er verið að skila kisum þar sem það hefur ekki gengið upp. Þannig að það er bara fullt.“ Talsvert fleiri nýir kettir á vergangi í ár Ásdís minnir á að margt smátt geri eitt stórt. „Við erum að fá styrki Það er verið að gefa okkur mat, bæli, pening upp í dýralæknakostnað, það fara náttúrulega allir til dýralæknis. Við þiggjum allt, helst fósturheimili.“ Hjá þeim eru meðal annars heimiliskettir sem eru án eigenda sökum andláts eða flutninga, villikettir sem hafa misst skjólsvæði sín vegna framkvæmda og vergangskettir sem hafa týnst. Um 130 nýir kettir hafa verið skráðir frá áramótum sem eru 30 fleiri en á síðasta ári. Ásdís hvetur fólk til að örmerkja og gelda kettina sína. „Eins og kettlingarnir eru rosalega sætir þá stækka þeir og fara að fjölga sér. Það er líka óábyrgt að vera með hálfgerða kettlingamillu þar sem sama læðan er að eignast aftur og aftur kettlinga. Við erum með yfir 30 kettlinga og það eru fullt af kettlingum að fæðast, svo að já.. við erum búin.“ Kettir Dýr Gæludýr Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í klippunni hér fyrir neðan má sjá ketti sem bráðvantar fósturheimili. Hálfgert neyðarástand ríkir hjá dýraverndunarfélaginu Villikettir og öll kot þeirra stútfull. 220 kettir víða um land Yfir 220 kettir eru á skrá hjá félaginu í húsnæði víða um land og kemur brátt að því að ekki verði lengur hægt að bjarga villi- og vergangsköttum. Samtökin hafa því sent frá sér ákall og er biðlað til fólks að taka að sér kisur í fóstur. Ásdís Erla Valdórsdóttir, kotstýra í Hafnarfirði, segir stöðuna sérstaklega slæma í ár þó að húsnæði þeirra fyllist á hverju ári. „Þetta hefur ekki gerst svona snemma á árinu. Yfirleitt er það í júlí, ágúst sem er hápunkturinn hjá okkur. Núna er það í lok maí. Staðan er bara að eftir nokkra daga þá verðum við bara að segja nei. Við getum ekki tekið við kisum sem slasast, tekið inn villinga. Stundum er verið að skila kisum þar sem það hefur ekki gengið upp. Þannig að það er bara fullt.“ Talsvert fleiri nýir kettir á vergangi í ár Ásdís minnir á að margt smátt geri eitt stórt. „Við erum að fá styrki Það er verið að gefa okkur mat, bæli, pening upp í dýralæknakostnað, það fara náttúrulega allir til dýralæknis. Við þiggjum allt, helst fósturheimili.“ Hjá þeim eru meðal annars heimiliskettir sem eru án eigenda sökum andláts eða flutninga, villikettir sem hafa misst skjólsvæði sín vegna framkvæmda og vergangskettir sem hafa týnst. Um 130 nýir kettir hafa verið skráðir frá áramótum sem eru 30 fleiri en á síðasta ári. Ásdís hvetur fólk til að örmerkja og gelda kettina sína. „Eins og kettlingarnir eru rosalega sætir þá stækka þeir og fara að fjölga sér. Það er líka óábyrgt að vera með hálfgerða kettlingamillu þar sem sama læðan er að eignast aftur og aftur kettlinga. Við erum með yfir 30 kettlinga og það eru fullt af kettlingum að fæðast, svo að já.. við erum búin.“
Kettir Dýr Gæludýr Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira