Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2025 18:39 Hundur af gerðinni pug en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Hundur fékk hitaslag og dó á höfuðborgarsvæðinu í gær og endaði annar á dýraspítala hætt kominn. Fjöldi hunda hefur sloppið af heimilum sínum og týnst í dag vegna sólarþyrstra eiganda sem hafa skilið eftir opið út. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna vöktu athygli á hundinum sem dó og hættunum sem fylgja mikilli sól á Facebook í dag. Þar kom fram að tveir hundar hefðu farið á dýraspítala í gær vegna hitaslags, annar þeirra dó. Eygló Anna Ottesen, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, sagði í samtali við Vísi ekki vitað hvort hundurinn sem dó hafi verið skilinn eftir inni í bíl eða verið úti þegar hann fékk hitaslagið. Geta drepist á korteri Ofhitnun geti gerst hratt hjá hundum og valdið dauða á fimmtán mínútum ef líkamshiti þeirra hækkar um nokkrar gráður. „Við þekkjum þetta ekki hérna heima, þess vegna erum við að vara við þessu. Þá þurfum við aðeins að kveikja á bjöllunum,“ sagði Eygló í samtali við Vísi. Passa þurfi sérstaklega upp á hundana því þeir séu ekki eins færir og kettirnir að koma sér í skugga. Hundar sloppið út í góða veðrinu Góða veðrið í dag hafði líka annars konar áhrif. „Það er endalaust af hundum búið að týnast í dag af því að fólk er að lofta út og er úti í sólbaði,“ sagði Eygló. Dýrfinna hafi fengið fjölda símhringinga og tilkynninga um hunda sem sluppu af því dyr voru skildar eftir opnar. Eygló brýnir fyrir fólki að gera ráðstafanir fyrir dýr sín eins og sig sjálft þegar hitinn er svona mikill. Þá bendir hún hundaeigendum á að halda þeim í skugganum í dag, hafa nóg af vatni fyrir dýrin séu þau úti og kæla hundana reglulega. Þá vekur Dýrfinna athygli fólks á því að dýraspítalinn Animalía í Grafarholti sé opinn allan sólarhringinn. Hundar Dýraheilbrigði Dýr Veður Gæludýr Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna vöktu athygli á hundinum sem dó og hættunum sem fylgja mikilli sól á Facebook í dag. Þar kom fram að tveir hundar hefðu farið á dýraspítala í gær vegna hitaslags, annar þeirra dó. Eygló Anna Ottesen, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, sagði í samtali við Vísi ekki vitað hvort hundurinn sem dó hafi verið skilinn eftir inni í bíl eða verið úti þegar hann fékk hitaslagið. Geta drepist á korteri Ofhitnun geti gerst hratt hjá hundum og valdið dauða á fimmtán mínútum ef líkamshiti þeirra hækkar um nokkrar gráður. „Við þekkjum þetta ekki hérna heima, þess vegna erum við að vara við þessu. Þá þurfum við aðeins að kveikja á bjöllunum,“ sagði Eygló í samtali við Vísi. Passa þurfi sérstaklega upp á hundana því þeir séu ekki eins færir og kettirnir að koma sér í skugga. Hundar sloppið út í góða veðrinu Góða veðrið í dag hafði líka annars konar áhrif. „Það er endalaust af hundum búið að týnast í dag af því að fólk er að lofta út og er úti í sólbaði,“ sagði Eygló. Dýrfinna hafi fengið fjölda símhringinga og tilkynninga um hunda sem sluppu af því dyr voru skildar eftir opnar. Eygló brýnir fyrir fólki að gera ráðstafanir fyrir dýr sín eins og sig sjálft þegar hitinn er svona mikill. Þá bendir hún hundaeigendum á að halda þeim í skugganum í dag, hafa nóg af vatni fyrir dýrin séu þau úti og kæla hundana reglulega. Þá vekur Dýrfinna athygli fólks á því að dýraspítalinn Animalía í Grafarholti sé opinn allan sólarhringinn.
Hundar Dýraheilbrigði Dýr Veður Gæludýr Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira