Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2025 22:59 Shane Lowry var reiður í dag. Getty/Warren Little Óhætt er að segja að Írinn Shane Lowry hafi orðið bálreiður á öðrum degi PGA-meistaramótsins í golfi í dag. „Til fjandans með þennan stað,“ öskraði kylfingurinn í bræði sinni á áttundu brautinni. Lowry virtist vera að koma sér í fínt færi á fugli á áttundu brautinni en boltinn hans lenti hins vegar ofan í holu eftir annan bolta og því erfitt að slá hann. Lowry fór fram á að mega taka boltann upp og láta hann falla, samkvæmt reglum um sokkinn bolta, en var meinað um það og brást ókvæða við. Hann sýndi Quail Hollow vellinum fokkmerkið og eftir höggið sitt sló hann aftur af krafti í grasið til að skemma völlinn. 🚨🏌️😠 #WATCH — Shane Lowry is PISSED after he was not given relief for an embedded ball. Should he have got relief? pic.twitter.com/S3DGQOsshi— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) May 16, 2025 Hann endaði á að fá skolla á holunni og það virðist ætla að kosta Lowry það að hann endi einu höggi fyrir neðan niðurskurðarlínuna og verði því ekki meira með um helgina. Shane Lowry is not a happy man 😖🏌️ pic.twitter.com/NYwOUjRTPU— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) May 16, 2025 Lowry lék hringinn í dag samtals á pari en hann fékk þrjá skolla og þrjá fugla. Hann lék á +2 höggum í gær og er þegar þetta er skrifað í 75. sæti ásamt fleiri kylfingum en niðurskurðarlínan er í +1. Vegas enn efstur Ekki hafa allir kylfingar lokið leik í dag en efstur er Venesúelabúinn Jhonattan Vegas sem átti svo magnaðan hring í gær, þegar hann lék á -7 höggum, en hann lék hringinn í dag á einu höggi undir pari og er því samtals á -8. Staðan á mótinu Næstir á eftir, þegar þetta er skrifað, eru Matthieu Pavon, Matt Fitzpatrick og Si Woo Kim á -6 höggum en Kim á tvær holur eftir. Rory McIlroy er kominn upp í 38. sæti á -4 höggum í dag, og samtals -1 höggi, en á tvær holur eftir í dag. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending á morgun, laugardag, klukkan 18. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Lowry virtist vera að koma sér í fínt færi á fugli á áttundu brautinni en boltinn hans lenti hins vegar ofan í holu eftir annan bolta og því erfitt að slá hann. Lowry fór fram á að mega taka boltann upp og láta hann falla, samkvæmt reglum um sokkinn bolta, en var meinað um það og brást ókvæða við. Hann sýndi Quail Hollow vellinum fokkmerkið og eftir höggið sitt sló hann aftur af krafti í grasið til að skemma völlinn. 🚨🏌️😠 #WATCH — Shane Lowry is PISSED after he was not given relief for an embedded ball. Should he have got relief? pic.twitter.com/S3DGQOsshi— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) May 16, 2025 Hann endaði á að fá skolla á holunni og það virðist ætla að kosta Lowry það að hann endi einu höggi fyrir neðan niðurskurðarlínuna og verði því ekki meira með um helgina. Shane Lowry is not a happy man 😖🏌️ pic.twitter.com/NYwOUjRTPU— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) May 16, 2025 Lowry lék hringinn í dag samtals á pari en hann fékk þrjá skolla og þrjá fugla. Hann lék á +2 höggum í gær og er þegar þetta er skrifað í 75. sæti ásamt fleiri kylfingum en niðurskurðarlínan er í +1. Vegas enn efstur Ekki hafa allir kylfingar lokið leik í dag en efstur er Venesúelabúinn Jhonattan Vegas sem átti svo magnaðan hring í gær, þegar hann lék á -7 höggum, en hann lék hringinn í dag á einu höggi undir pari og er því samtals á -8. Staðan á mótinu Næstir á eftir, þegar þetta er skrifað, eru Matthieu Pavon, Matt Fitzpatrick og Si Woo Kim á -6 höggum en Kim á tvær holur eftir. Rory McIlroy er kominn upp í 38. sæti á -4 höggum í dag, og samtals -1 höggi, en á tvær holur eftir í dag. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending á morgun, laugardag, klukkan 18.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira