Lalli Johns er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 22:43 Lalli Johns - stjörnuglæpon. Lalli Johns, réttu nafni Lárus Björn Svavarsson, er látinn. Hann var 74 ára gamall. Árið 2001 varð Lárus landsþekktur eftir frumsýningu heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar heitnis sem fjallaði um Lalla Johns og líf hans. Í myndinni segir hann opinskátt af lífi sínu sem fíkill og smáglæpamaður og draumnum um að losna undan slíku líferni. Hún sýndi líf hans á götunni í Reykjavík í þrjú ár þar sem hann flakkaði á milli fangelsis, félagsþjónustu, meðferðarstofnana og kráa. Myndin fékk Edduverðlaunin fyrir heimildarmynd ársins það árið. Hann sneri svo við blaðinu og hafði verið edrú í hátt í tvo áratugi þegar hann lést. Síðustu árin hefur hann dvalið á Hrafnistu í Reykjavík. Lalli ólst upp við kröpp kjör. Fjölskyldan hafði ekki mikið á milli handanna og bjó meðal annars á Knoxkampi og í Pólunum, sem eru braggahverfi. Hann var vistaður á vistheimilinu Breiðuvík þar sem hann varð fyrir ofbeldi af hálfu eldri drengja á heimilinu. Hann hefur sagt í viðtölum síðan að dvöl sín þar hafi átt þátt í að hann leiddist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Árið 2018 tók blaðamaður DV viðtal við Lárus þar sem kom fram meðal annars að Lárus hafði hlotið samtals 42 dóma frá árinu 1969, nær eingöngu fyrir þjófnað. Síðasta dóminn hlaut hann árið 2009 fyrir innbrot í Hveragerði árinu áður. Í grein Vísis um málið er honum lýst sem „sennilega einhverjum frægasta ógæfumanninum á Íslandi.“ Árið 2007 vakti Lárus athygli fyrir að koma fram í auglýsingum fyrir Öryggismiðstöðina. Hann var í aðalhlutverki í herferð sem bar yfirskriftina: „Hver vaktar þitt heimili?“ og sætti mikilli gagnrýni fyrir að ala á ótta á heimilislausu fólki og fíklum. Bróðir Lárusar, Sigurbjörn Svavarsson, greindi frá fráfalli hans á samfélagsmiðlum í kvöld. Lárus lætur eftir sig fjögur börn Andlát Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Árið 2001 varð Lárus landsþekktur eftir frumsýningu heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar heitnis sem fjallaði um Lalla Johns og líf hans. Í myndinni segir hann opinskátt af lífi sínu sem fíkill og smáglæpamaður og draumnum um að losna undan slíku líferni. Hún sýndi líf hans á götunni í Reykjavík í þrjú ár þar sem hann flakkaði á milli fangelsis, félagsþjónustu, meðferðarstofnana og kráa. Myndin fékk Edduverðlaunin fyrir heimildarmynd ársins það árið. Hann sneri svo við blaðinu og hafði verið edrú í hátt í tvo áratugi þegar hann lést. Síðustu árin hefur hann dvalið á Hrafnistu í Reykjavík. Lalli ólst upp við kröpp kjör. Fjölskyldan hafði ekki mikið á milli handanna og bjó meðal annars á Knoxkampi og í Pólunum, sem eru braggahverfi. Hann var vistaður á vistheimilinu Breiðuvík þar sem hann varð fyrir ofbeldi af hálfu eldri drengja á heimilinu. Hann hefur sagt í viðtölum síðan að dvöl sín þar hafi átt þátt í að hann leiddist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Árið 2018 tók blaðamaður DV viðtal við Lárus þar sem kom fram meðal annars að Lárus hafði hlotið samtals 42 dóma frá árinu 1969, nær eingöngu fyrir þjófnað. Síðasta dóminn hlaut hann árið 2009 fyrir innbrot í Hveragerði árinu áður. Í grein Vísis um málið er honum lýst sem „sennilega einhverjum frægasta ógæfumanninum á Íslandi.“ Árið 2007 vakti Lárus athygli fyrir að koma fram í auglýsingum fyrir Öryggismiðstöðina. Hann var í aðalhlutverki í herferð sem bar yfirskriftina: „Hver vaktar þitt heimili?“ og sætti mikilli gagnrýni fyrir að ala á ótta á heimilislausu fólki og fíklum. Bróðir Lárusar, Sigurbjörn Svavarsson, greindi frá fráfalli hans á samfélagsmiðlum í kvöld. Lárus lætur eftir sig fjögur börn
Andlát Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira