Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 11:30 Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en mætir þar Tottenham. Annað þessara liða kemst í Meistaradeildina á næstu leiktíð en hitt fer ekki í neina Evrópukeppni. Getty/Jose Breton Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildar Evrópu mun eitt land eiga sex lið í keppninni á næstu leiktíð, nú þegar ljóst er orðið að sex lið úr ensku úrvalsdeildinni verða í hópi þeirra 36 sem spila í Meistaradeildinni í haust. Þetta er niðurstaðan eftir að Tottenham og Manchester United komust bæði áfram úr undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld. Þar með er ljóst að annað þessara liða, sem sitja aðeins í 16. og 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mun fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Úrslitaleikurinn á milli liðanna fer fram í Bilbao miðvikudagskvöldið 21. maí. Áður höfðu ensku liðin náð svo góðum árangri í Evrópukeppnum í vetur að þau tryggðu Englandi eitt aukasæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, en tvær bestu landsdeildir Evrópu hverju sinni fá slíkt aukasæti. Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni munu því komast í Meistaradeildina. Meistarar Liverpool eru eina liðið sem þegar hefur tryggt sér eitt af þessum fimm sætum. Þegar þrjár umferðir eru eftir af úrvalsdeildinni skilja aðeins sjö stig að Arsenal í 2. sæti og Aston Villa í 7. sæti, og því ljóst að hart verður barist um að enda í hópi fimm efstu liðanna. Staðan í ensku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið sem endar í 8. sæti gæti komist í Sambandsdeild Evrópu og fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina.Vísir Liðin sem enda fyrir neðan 5. sæti geta einnig komist í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í Evrópudeildina eða Sambandsdeildina, og það gæti í besta falli farið svo að England eigi tíu lið í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Öruggt er að níu ensk lið komast í Evrópukeppni og staðan er svona núna: Meistaradeildin: 1.-5. sæti í úrvalsdeildinni og Manchester United eða Tottenham. Evrópudeildin: 6. sæti í úrvalsdeildinni og bikarmeistarar. Sambandsdeildin: Newcastle sem deildabikarmeistari. Þetta kemur þó til með að breytast. Ef til dæmis Newcastle endar í hópi fimm efstu liða og kemst í Meistaradeildina, þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Sambandsdeildinni. Svo er spurning hvernig bikarúrslitaleikur Manchester City og Crystal Palace fer. Ef City vinnur og endar meðal sex efstu í úrvalsdeildinni þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Evrópudeildinni, og liðið í 8. sæti færi í Sambandsdeildina. Það gæti einnig haft áhrif ef Chelsea vinnur Real Betis í úrslitaleik Sambandsdeildarinar 28. maí, sem skilar þáttökurétti í Evrópudeildinni, en það hefur ekki áhrif ef Chelsea endar einnig í hópi fimm efstu í úrvalsdeildinni. England gæti fræðilega séð eignast alls tíu lið í Evrópukeppnum ef að Palace verður bikarmeistari og Chelsea vinnur Sambandsdeildina en endar í 7. sæti úrvalsdeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir að Tottenham og Manchester United komust bæði áfram úr undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld. Þar með er ljóst að annað þessara liða, sem sitja aðeins í 16. og 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mun fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Úrslitaleikurinn á milli liðanna fer fram í Bilbao miðvikudagskvöldið 21. maí. Áður höfðu ensku liðin náð svo góðum árangri í Evrópukeppnum í vetur að þau tryggðu Englandi eitt aukasæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, en tvær bestu landsdeildir Evrópu hverju sinni fá slíkt aukasæti. Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni munu því komast í Meistaradeildina. Meistarar Liverpool eru eina liðið sem þegar hefur tryggt sér eitt af þessum fimm sætum. Þegar þrjár umferðir eru eftir af úrvalsdeildinni skilja aðeins sjö stig að Arsenal í 2. sæti og Aston Villa í 7. sæti, og því ljóst að hart verður barist um að enda í hópi fimm efstu liðanna. Staðan í ensku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið sem endar í 8. sæti gæti komist í Sambandsdeild Evrópu og fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina.Vísir Liðin sem enda fyrir neðan 5. sæti geta einnig komist í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í Evrópudeildina eða Sambandsdeildina, og það gæti í besta falli farið svo að England eigi tíu lið í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Öruggt er að níu ensk lið komast í Evrópukeppni og staðan er svona núna: Meistaradeildin: 1.-5. sæti í úrvalsdeildinni og Manchester United eða Tottenham. Evrópudeildin: 6. sæti í úrvalsdeildinni og bikarmeistarar. Sambandsdeildin: Newcastle sem deildabikarmeistari. Þetta kemur þó til með að breytast. Ef til dæmis Newcastle endar í hópi fimm efstu liða og kemst í Meistaradeildina, þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Sambandsdeildinni. Svo er spurning hvernig bikarúrslitaleikur Manchester City og Crystal Palace fer. Ef City vinnur og endar meðal sex efstu í úrvalsdeildinni þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Evrópudeildinni, og liðið í 8. sæti færi í Sambandsdeildina. Það gæti einnig haft áhrif ef Chelsea vinnur Real Betis í úrslitaleik Sambandsdeildarinar 28. maí, sem skilar þáttökurétti í Evrópudeildinni, en það hefur ekki áhrif ef Chelsea endar einnig í hópi fimm efstu í úrvalsdeildinni. England gæti fræðilega séð eignast alls tíu lið í Evrópukeppnum ef að Palace verður bikarmeistari og Chelsea vinnur Sambandsdeildina en endar í 7. sæti úrvalsdeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira