Fótbolti

Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Enrique, þjálfari PSG, fagnar sigri á Arsenal með leikmönnum sínum í Paris Saint Germain.
Luis Enrique, þjálfari PSG, fagnar sigri á Arsenal með leikmönnum sínum í Paris Saint Germain. Getty/Rico Brouwer

Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München.

Hakimi fór langt með að tryggja þetta fyrir Parísarliðið þegar hann kom PSG í 2-0 í seinni hálfleik.

„Þú sérð andrúmsloftið á vellinum, það var stórkostlegt. Við lögðum svo mikið á okkur fyrir þessa stund og við erum mjög ánægðir,“ sagði Achraf Hakimi eftir leikinn.

„Við lögðum allt þetta á okkur til að fá að upplifa þessa stund með stuðningsfólkinu okkar, fjölskyldum okkar og öllum þeim sem hafa stutt okkur,“ sagði Hakimi.

„Þetta var mjög erfiður leikur en við erum mjög ánægður og stoltir af því að hafa unnið,“ sagði Hakimi.

Luis Enrique, þjálfari PSG, hefur gerbreytt liðinu og búið til gríðarlega sterka liðsheild þar sem leikmenn hlaupa allan tímann fyrir hvern annan.

„Hann er búinn að gera þetta frábærlega. Hann hefur búið til lið og unnið gríðarlega mikla vinnu á bak við tjöldin. Hann er snillingur,“ sagði Hakimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×