Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2025 17:17 Hér má sjá svekkta stuðningsmenn Liverpool sem voru með miða en var ekki hleypt inn á úrslitaleik Liverpool og Real Madrid á Stade de France árið 2022. Getty/Matthias Hangst Gerald Darmanin, sem var áður innanríkisráðherra Frakka, hefur nú stigið fram og beðið stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool afsökunar. Ástæðan er meðferðin á Liverpool fólki á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París vorið 2022. Það myndaðist mikil ringulreið fyrir utan Stade de France fyrir leikinn þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool voru stöðvaðir við innganginn og ekki hleypt inn þótt þeir væri með miða. Darmanin er nú dómstólaráðherra Frakka og hann viðurkenndi að skipulag öryggismála fyrir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid hafi ekki verið nægilega gott. ESPN segir frá. Hann baðst líka afsökunar á gömlum ummælum sínum þar sem hann sakaði stuðningsfólk Liverpool um að vera sökudólgarnir vegnar þeirrar ringulreiðar sem þarna varð. Hann hafði nefnilega haldið blaðamannafund tveimur dögum eftir leikinn og sagði þá vandamálið hafa verið að fjöldi stuðningsmanna Liverpool hafi mætt á leikinn með falsaða miða. Nú viðurkennir hann að þetta hafi verið rangt af sér að halda slíku fram. "I apologise now to Liverpool supporters. They were quite right to be hurt. It was a mistake and a failure."Former French interior minister Gérald Darmanin has issued an inadequate and long-overdue apology over the frightening scenes in Paris at the 2022 Champions League final… pic.twitter.com/joyPE5YRU4— Empire of the Kop (@empireofthekop) May 5, 2025 „Mín mistök voru að gera mér ekki grein fyrir því að stóra vandamálið voru ekki ensku stuðningsmennirnir heldur óprúttnir aðilar sem voru að ræna þessa sömu stuðningsmenn,“ sagði Gerald Darmanin. „Það voru mín mistök að sannreyna ekki hvað var í raun að gerast þarna. Hefði ég gert það þá var auðvelt að finna sökudólginn. Ég bið því stuðningsmenn Liverpool afsökunar. Auðvitað áttu þau rétt á því að vera mjög ósátt með þróun mála,“ sagði Darmanin. Ofan á þessi leiðindi fyrir utan leikvanginn þá tapaði Liverpool líka leiknum sjálfum þrátt fyrir að vera í stórsókn nær allan leikinn. Real Madrid hélt út þökk sé frábærum markverði sínum Thibaut Courtois og Vinícius Júnior tryggði liðinu síðan 1-0 sigur. Fjöldi stuðningsmanna Liverpool slösuðust í látunum fyrir utan völlinn enda tók franska lögreglan hraustlega á þeim í ringulreiðinni. Margir þeirra hafa höfðað mál gegn evrópska knattspyrnusambandinu sem mistókst að láta visa þeim málshöfðunum frá. Trois ans après le fiasco de l'organisation de la finale de Ligue des champions 2022 au Stade de France, Gérald Darmanin a présenté pour la première fois ses excuses aux supporters de Liverpool, qu'il avait tenus pour responsables du chaos➡️https://t.co/hzKUanttNi pic.twitter.com/dfDqIY6iAR— L'ÉQUIPE (@lequipe) May 5, 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Ástæðan er meðferðin á Liverpool fólki á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París vorið 2022. Það myndaðist mikil ringulreið fyrir utan Stade de France fyrir leikinn þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool voru stöðvaðir við innganginn og ekki hleypt inn þótt þeir væri með miða. Darmanin er nú dómstólaráðherra Frakka og hann viðurkenndi að skipulag öryggismála fyrir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid hafi ekki verið nægilega gott. ESPN segir frá. Hann baðst líka afsökunar á gömlum ummælum sínum þar sem hann sakaði stuðningsfólk Liverpool um að vera sökudólgarnir vegnar þeirrar ringulreiðar sem þarna varð. Hann hafði nefnilega haldið blaðamannafund tveimur dögum eftir leikinn og sagði þá vandamálið hafa verið að fjöldi stuðningsmanna Liverpool hafi mætt á leikinn með falsaða miða. Nú viðurkennir hann að þetta hafi verið rangt af sér að halda slíku fram. "I apologise now to Liverpool supporters. They were quite right to be hurt. It was a mistake and a failure."Former French interior minister Gérald Darmanin has issued an inadequate and long-overdue apology over the frightening scenes in Paris at the 2022 Champions League final… pic.twitter.com/joyPE5YRU4— Empire of the Kop (@empireofthekop) May 5, 2025 „Mín mistök voru að gera mér ekki grein fyrir því að stóra vandamálið voru ekki ensku stuðningsmennirnir heldur óprúttnir aðilar sem voru að ræna þessa sömu stuðningsmenn,“ sagði Gerald Darmanin. „Það voru mín mistök að sannreyna ekki hvað var í raun að gerast þarna. Hefði ég gert það þá var auðvelt að finna sökudólginn. Ég bið því stuðningsmenn Liverpool afsökunar. Auðvitað áttu þau rétt á því að vera mjög ósátt með þróun mála,“ sagði Darmanin. Ofan á þessi leiðindi fyrir utan leikvanginn þá tapaði Liverpool líka leiknum sjálfum þrátt fyrir að vera í stórsókn nær allan leikinn. Real Madrid hélt út þökk sé frábærum markverði sínum Thibaut Courtois og Vinícius Júnior tryggði liðinu síðan 1-0 sigur. Fjöldi stuðningsmanna Liverpool slösuðust í látunum fyrir utan völlinn enda tók franska lögreglan hraustlega á þeim í ringulreiðinni. Margir þeirra hafa höfðað mál gegn evrópska knattspyrnusambandinu sem mistókst að láta visa þeim málshöfðunum frá. Trois ans après le fiasco de l'organisation de la finale de Ligue des champions 2022 au Stade de France, Gérald Darmanin a présenté pour la première fois ses excuses aux supporters de Liverpool, qu'il avait tenus pour responsables du chaos➡️https://t.co/hzKUanttNi pic.twitter.com/dfDqIY6iAR— L'ÉQUIPE (@lequipe) May 5, 2025
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira