Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2025 11:30 Pedri hefur átt gott tímabil í vetur. getty/Image Photo Agency Þrátt fyrir að Lamine Yamal, Raphinha og Robert Lewandowski hafi skorað samtals 86 mörk í vetur segir Toni Kroos að Pedri sé mikilvægasti leikmaður Barcelona. Barcelona hefur spilað einkar vel undir stjórn Hansis Flick í vetur og á enn möguleika á að vinna þrefalt. Barcelona er búið að vinna spænsku bikarkeppnina, er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og mætir Inter í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leikurinn fór 3-3. Mest hefur verið rætt um sóknartríóið í liði Barcelona en að mati Kroos, sem lagði skóna á hilluna síðasta sumar, er Pedri lykilinn að velgengni Börsunga. Hann segir hann vera besta miðjumann í heimi. „Fyrir mér er leikmaður eins og Pedri mikilvægari en Lamine Yamal, Raphinha eða Lewandowski,“ sagði Kroos í hlaðvarpi sínu, Einfach mal Luppen. „Þeir ráða kannski úrslitum leikja en til að gera það er Pedri besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hann er leikmaður sem þú saknar þegar hann er ekki með, sama á móti hverjum það er. Hann skorar ekki bara eða leggur upp mörk heldur býður hann upp á lausnir.“ Pedri hefur leikið 54 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili, skorað sex mörk og gefið sjö stoðsendingar. „Ég hef fylgst með því sem Pedri hefur gert á tímabilinu. Í Meistaradeildinni er hann betri en mótherjar hans í hverjum einasta leik. Í spænsku úrvalsdeildinni er munurinn meiri. Ef þú ert án leikmanns eins og hans tekurðu eftir því. Hann er bestur,“ sagði Kroos. „Hann er einn af fáum miðjumönnum í sinni stöðu sem getur leikið á andstæðing þegar það er ekkert pláss. Leikmaður eins og Pedri hjálpar þér á öllum sviðum leiksins.“ Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Barcelona hefur spilað einkar vel undir stjórn Hansis Flick í vetur og á enn möguleika á að vinna þrefalt. Barcelona er búið að vinna spænsku bikarkeppnina, er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og mætir Inter í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leikurinn fór 3-3. Mest hefur verið rætt um sóknartríóið í liði Barcelona en að mati Kroos, sem lagði skóna á hilluna síðasta sumar, er Pedri lykilinn að velgengni Börsunga. Hann segir hann vera besta miðjumann í heimi. „Fyrir mér er leikmaður eins og Pedri mikilvægari en Lamine Yamal, Raphinha eða Lewandowski,“ sagði Kroos í hlaðvarpi sínu, Einfach mal Luppen. „Þeir ráða kannski úrslitum leikja en til að gera það er Pedri besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hann er leikmaður sem þú saknar þegar hann er ekki með, sama á móti hverjum það er. Hann skorar ekki bara eða leggur upp mörk heldur býður hann upp á lausnir.“ Pedri hefur leikið 54 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili, skorað sex mörk og gefið sjö stoðsendingar. „Ég hef fylgst með því sem Pedri hefur gert á tímabilinu. Í Meistaradeildinni er hann betri en mótherjar hans í hverjum einasta leik. Í spænsku úrvalsdeildinni er munurinn meiri. Ef þú ert án leikmanns eins og hans tekurðu eftir því. Hann er bestur,“ sagði Kroos. „Hann er einn af fáum miðjumönnum í sinni stöðu sem getur leikið á andstæðing þegar það er ekkert pláss. Leikmaður eins og Pedri hjálpar þér á öllum sviðum leiksins.“ Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira