„Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 10:31 Henry hlóð Lamine Yamal lofi eftir frammistöðu ungstirnisins gegn Inter Milan í gær Vísir/Samsett mynd Franska knattspyrnugoðsögnin Thierry Henry hlóð ungstirni Barcelona, Lamine Yamal, lofi eftir frammistöðu Spánverjans í leik Barcelona og Inter Milan í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Henry segir Yamal hafa spilað líkt og hann hafi verið andsetinn. Yamal varð í gær yngsti leikmaðurinn í sögu spænska stórveldisins Barcelona til þess að ná þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir aðallið félagsins, 17 ára og 291 daga gamall og segja má að hann hafi haldið upp á þann áfanga með stórkostlegri frammistöðu. Í stórskemmtilegum fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Inter Milan, sem endaði með 3-3 jafntefli, mætti segja að Lamine Yamal hafi lyft sér upp á hærra svið. Ungstirnið hefur sýnt það áður hvers hann er megnugur en stöðugleikinn sem hann er farinn að sýna, stórleik frá stórleik, lætur menn klóra sér í kollinum varðandi það hvort að þarna sé á ferðinni leikmaður sem nái álíka stalli og leikmenn á borð við Pelé, Maradone, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo svo einhverjir séu nefndir. Thierry Henry, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og fyrrverandi leikmaður stórliða á borð við Arsenal og Barcelona, var yfir sig hrifinn af frammistöðu Yamal. „Það sem að við urðum vitni að frá Lamine Yamal, það er ekki eðlilegt að vera svona góður aðeins 17 ára gamall,“ sagði Henry eftir leik Barcelona og Inter Milan á CBS Sports í gær. Ég er ekki eingöngu að tala um það hvað hann gerir á boltanum. Heldur einnig hversu var hann er um sig, hversu rólegur, hvernig hann sér leikinn, verst og pressar. Þetta er ekki eðlilegt. Við erum búin að ræða þessa hundrað leiki sem hann er búinn að spila á þessum aldri. Þetta er ekki eðlilegt í raun og veru. Ég veit ekki hvað ég er að horfa á, hverju ég er að verða vitni að. Hann spilaði eins og andsetinn maður.“ Aðeins 17 ára gamall hefur Yamal komið að fimmtíu mörkum fyrir aðallið Barcelona, skorað 22 mörk og gefið 28 stoðsendingar. Hundrað leikir fyrir aðallið Barcelona á þessum aldri er hreint út sagt magnað og borið saman við stórstjörnurnar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á þessum aldri skarar Yamal fram úr. Skilti sem sýnt var í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi varpar ljósi á hversu magnaður Lamine Yamal er akkúrat þessa stundina aðeins 17 ára gamallMeistaradeildarmörkin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira
Yamal varð í gær yngsti leikmaðurinn í sögu spænska stórveldisins Barcelona til þess að ná þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir aðallið félagsins, 17 ára og 291 daga gamall og segja má að hann hafi haldið upp á þann áfanga með stórkostlegri frammistöðu. Í stórskemmtilegum fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Inter Milan, sem endaði með 3-3 jafntefli, mætti segja að Lamine Yamal hafi lyft sér upp á hærra svið. Ungstirnið hefur sýnt það áður hvers hann er megnugur en stöðugleikinn sem hann er farinn að sýna, stórleik frá stórleik, lætur menn klóra sér í kollinum varðandi það hvort að þarna sé á ferðinni leikmaður sem nái álíka stalli og leikmenn á borð við Pelé, Maradone, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo svo einhverjir séu nefndir. Thierry Henry, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og fyrrverandi leikmaður stórliða á borð við Arsenal og Barcelona, var yfir sig hrifinn af frammistöðu Yamal. „Það sem að við urðum vitni að frá Lamine Yamal, það er ekki eðlilegt að vera svona góður aðeins 17 ára gamall,“ sagði Henry eftir leik Barcelona og Inter Milan á CBS Sports í gær. Ég er ekki eingöngu að tala um það hvað hann gerir á boltanum. Heldur einnig hversu var hann er um sig, hversu rólegur, hvernig hann sér leikinn, verst og pressar. Þetta er ekki eðlilegt. Við erum búin að ræða þessa hundrað leiki sem hann er búinn að spila á þessum aldri. Þetta er ekki eðlilegt í raun og veru. Ég veit ekki hvað ég er að horfa á, hverju ég er að verða vitni að. Hann spilaði eins og andsetinn maður.“ Aðeins 17 ára gamall hefur Yamal komið að fimmtíu mörkum fyrir aðallið Barcelona, skorað 22 mörk og gefið 28 stoðsendingar. Hundrað leikir fyrir aðallið Barcelona á þessum aldri er hreint út sagt magnað og borið saman við stórstjörnurnar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á þessum aldri skarar Yamal fram úr. Skilti sem sýnt var í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi varpar ljósi á hversu magnaður Lamine Yamal er akkúrat þessa stundina aðeins 17 ára gamallMeistaradeildarmörkin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Sjá meira