Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 12:03 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 loforð ríkisstjórnarinnar um að lengja strandveiðitímabilið í 48 daga, í kjölfar fregna af því að níu hundruð eigendur strandveiðibáta hafi sótt um veiðileyfi fyrir sumarið. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en útreikningar benda til þess að tonnin þyrftu nú að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund svo hægt sé að lengja tímabilið. Sagði Heiðrún grafalvarlegt að ríkið gæti með úthlutun slíkra aflaheimilda bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá úthlutun. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að útfærsluatriði vegna veiðanna séu til skoðunar. Áhuginn ánægjuefni „Það er í fyrsta lagi gaman að sjá hvað það er mikill áhugi og mér sýnist á þessum tölum sem ég er rétt að byrja að skoða að það sé töluverð nýliðun. Þetta er auðvitað bara að gerjast, við eigum fund með Fiskistofu eftir helgi og öðrum aðilum og erum raunverulega bara að taka stöðuna á þeim úrræðum sem við höfum verið að vinna að, þannig að málin eiga bara að skýrast á næstu dögum og verða það að mestu leyti áður en strandveiðin hefst.“ Hanna Katrín segir það alltaf hafa legið fyrir að sumarið yrði svona, enda um fyrsta sumarið að ræða þar sem strandveiðitímabilið sé framlengt. „Þetta er fyrsta sumarið þar sem við erum að fara í þessa vegferð að tryggja 48 dagana sem lagt var upp með á sínum tíma, þannig við munum sjá bara hvaða leiðir við höfum færar til þess að tryggja það og vonandi festa þetta í sessi til frambúðar.“ Skoðað hvaða leiðir verði færar Ráðherra segist ekki hafa af því áhyggjur að ríkið muni baka sér skaðabótaskyldu vegna málsins. „Það vill nú þannig til að Alþingi hefur löggjafarvaldið og við munum bara skoða hvaða leiðir eru færar, það er eiginlega lítið annað að segja akkúrat á þessum tímapunkti en við munum klárlega ekki fara út í aðgerðir sem eru í andstöðu við lög.“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis. Sjávarútvegur Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 loforð ríkisstjórnarinnar um að lengja strandveiðitímabilið í 48 daga, í kjölfar fregna af því að níu hundruð eigendur strandveiðibáta hafi sótt um veiðileyfi fyrir sumarið. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en útreikningar benda til þess að tonnin þyrftu nú að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund svo hægt sé að lengja tímabilið. Sagði Heiðrún grafalvarlegt að ríkið gæti með úthlutun slíkra aflaheimilda bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá úthlutun. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að útfærsluatriði vegna veiðanna séu til skoðunar. Áhuginn ánægjuefni „Það er í fyrsta lagi gaman að sjá hvað það er mikill áhugi og mér sýnist á þessum tölum sem ég er rétt að byrja að skoða að það sé töluverð nýliðun. Þetta er auðvitað bara að gerjast, við eigum fund með Fiskistofu eftir helgi og öðrum aðilum og erum raunverulega bara að taka stöðuna á þeim úrræðum sem við höfum verið að vinna að, þannig að málin eiga bara að skýrast á næstu dögum og verða það að mestu leyti áður en strandveiðin hefst.“ Hanna Katrín segir það alltaf hafa legið fyrir að sumarið yrði svona, enda um fyrsta sumarið að ræða þar sem strandveiðitímabilið sé framlengt. „Þetta er fyrsta sumarið þar sem við erum að fara í þessa vegferð að tryggja 48 dagana sem lagt var upp með á sínum tíma, þannig við munum sjá bara hvaða leiðir við höfum færar til þess að tryggja það og vonandi festa þetta í sessi til frambúðar.“ Skoðað hvaða leiðir verði færar Ráðherra segist ekki hafa af því áhyggjur að ríkið muni baka sér skaðabótaskyldu vegna málsins. „Það vill nú þannig til að Alþingi hefur löggjafarvaldið og við munum bara skoða hvaða leiðir eru færar, það er eiginlega lítið annað að segja akkúrat á þessum tímapunkti en við munum klárlega ekki fara út í aðgerðir sem eru í andstöðu við lög.“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis.
Sjávarútvegur Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira