Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2025 16:06 Sólveig Anna er hætt í Sósíalistaflokki Íslands. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum. Frá þessu greinir Sólveig Anna í færslu í Facebookhópnum Rauða þræðinum og vísar í ummæli Maríu Pétursdóttur, sem var þangað til nýverið formaður málefnastjórnar Sósíalistaflokksins, sem ástæðu þess að hún segir sig úr flokknum. Enn tekist á um blessað woke-ið Ummælin ritaði María í dag við færslu sem Sólveig Anna birti um helgina. Þar fjallaði Sólveig Anna um það sem hún kallar „hatursorðræðu woke-istanna“. Hart hefur verið tekist á innan raða Sósíalista um svokallað woke síðan Sólveig Anna sagði í umræðuþætti á Samstöðinni, fjölmiðli sem styrktur er af Sósíalistaflokknum, alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ „Fólk vill bara fá að tala, einmitt frjálst, vill fá að koma skoðunum sínum á framfæri, vill mæta stjórnmálafólki sem jafningjum, en þetta svona sanctimonious, woke leiðindaþus, um leið og hið svokallaða vinstri fattar að sá tími er liðinn, það þolir þetta enginn lengur,“ sagði Sólveig Anna meðal annars. Hafi verið sökuð um glæpi Sólveig Anna sagði í færslu á Rauða þræðinum um helgina að frá því að hún mætti í umræðuþáttinn á Samstöðinni hefði hún verið sökuð um hina ýmsu glæpi. „M.a. stuðning við öfgahægrið, að vera haldinn white saviour complex, að traðka á jaðarsettum hópum og eyðileggja baráttu vinnuaflsins. Og ýmislegt í þessum dúr. Fremstar í refsi-flokki hafa farið tvær konur, báðar meðlimir í Sósíalistaflokknum. Önnur er í borgarstjórnarflokknum, hefur setið í ýmsum stjórnum og hin hefur verið á framboðslistum flokksins, nú síðast 2024,“ sagði Sólveig Anna. Ljóst er að sú síðarnefnda er áðurnefnd María en hún var í öðru sæti á lista Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. Hún leiddi lista flokksins í Kraganum árið 2021. Sjálf skipaði Sólveig Anna þriðja sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Ég er sósíalisti. Ég stend með og hef ávallt gert, baráttu kúgaðs fólks fyrir réttlæti. En ég hef engan áhuga á að taka þátt í samskiptum við fólk sem heldur að það sem mestu máli skipti sé að vinna fórnarlambs-keppni megin-straumsins eða úthrópa fólk sem vini öfga-hægrisins og níðinga fyrir það eitt að hafa ekki allar réttu skoðanirnar og fremja með því hugsanaglæpi sem refsa skuli með algjörri útskúfun. Ég trúi ekki öðru en margir sósíalistar séu mér sammála - og vilji líkt og ég hafna þeim barbarisma sem að fólgin er í ofsóknum woke-istanna.“ Ljóst að hún eigi ekki heima í flokknum Í dag birti Sólveig Anna færslu þar sem hún birti skjáskot af eftirfarandi athugasemd Maríu við pistil hennar. „Það er dálítið langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér. En í nokkur ár var þetta stemmningin víða. Að ég væri einhverskonar hættulegur glæpamaður - sem allt gott fólk ætti að hata. Það er undarlegt að sjá þessa skoðun lifa góðu lífi innan Sósíalistaflokksins á sama tíma og hún hefur að mestu gengið niður annarsstaðar,“ segir Sólveig Anna um ummælin. Við að lesa svívirðingar, þar sem ein af forystukonum flokksins líki henni við fasista og segi hana tala gegn mannréttindum, sé henni ljóst að hún eigi ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum. „Það þykir mér leitt en við því er ekkert að gera. Nema að hætta í flokknum sem ég geri hér með. Ég get ekki tilheyrt hópi þar sem að stemmningin er orðin svona yfirgengilega biluð.“ Í athugasemd við færsluna birtir Sólveig Anna skjáskot af tölvubréfi þar sem hún tilkynnir afsögn sína úr Sósíalistaflokknum. Athygli vekur að í gær greindi Heimildin frá því að Sólveig Anna hefði verið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem rekur Samstöðina, á aðalfundi félagsins þann 10. apríl síðastliðinn. Talsverður hluti af styrkjum sem Sósíalistaflokkurinn þiggur úr ríkissjóði rennur inn í Alþýðufélagið. Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Frá þessu greinir Sólveig Anna í færslu í Facebookhópnum Rauða þræðinum og vísar í ummæli Maríu Pétursdóttur, sem var þangað til nýverið formaður málefnastjórnar Sósíalistaflokksins, sem ástæðu þess að hún segir sig úr flokknum. Enn tekist á um blessað woke-ið Ummælin ritaði María í dag við færslu sem Sólveig Anna birti um helgina. Þar fjallaði Sólveig Anna um það sem hún kallar „hatursorðræðu woke-istanna“. Hart hefur verið tekist á innan raða Sósíalista um svokallað woke síðan Sólveig Anna sagði í umræðuþætti á Samstöðinni, fjölmiðli sem styrktur er af Sósíalistaflokknum, alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ „Fólk vill bara fá að tala, einmitt frjálst, vill fá að koma skoðunum sínum á framfæri, vill mæta stjórnmálafólki sem jafningjum, en þetta svona sanctimonious, woke leiðindaþus, um leið og hið svokallaða vinstri fattar að sá tími er liðinn, það þolir þetta enginn lengur,“ sagði Sólveig Anna meðal annars. Hafi verið sökuð um glæpi Sólveig Anna sagði í færslu á Rauða þræðinum um helgina að frá því að hún mætti í umræðuþáttinn á Samstöðinni hefði hún verið sökuð um hina ýmsu glæpi. „M.a. stuðning við öfgahægrið, að vera haldinn white saviour complex, að traðka á jaðarsettum hópum og eyðileggja baráttu vinnuaflsins. Og ýmislegt í þessum dúr. Fremstar í refsi-flokki hafa farið tvær konur, báðar meðlimir í Sósíalistaflokknum. Önnur er í borgarstjórnarflokknum, hefur setið í ýmsum stjórnum og hin hefur verið á framboðslistum flokksins, nú síðast 2024,“ sagði Sólveig Anna. Ljóst er að sú síðarnefnda er áðurnefnd María en hún var í öðru sæti á lista Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. Hún leiddi lista flokksins í Kraganum árið 2021. Sjálf skipaði Sólveig Anna þriðja sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Ég er sósíalisti. Ég stend með og hef ávallt gert, baráttu kúgaðs fólks fyrir réttlæti. En ég hef engan áhuga á að taka þátt í samskiptum við fólk sem heldur að það sem mestu máli skipti sé að vinna fórnarlambs-keppni megin-straumsins eða úthrópa fólk sem vini öfga-hægrisins og níðinga fyrir það eitt að hafa ekki allar réttu skoðanirnar og fremja með því hugsanaglæpi sem refsa skuli með algjörri útskúfun. Ég trúi ekki öðru en margir sósíalistar séu mér sammála - og vilji líkt og ég hafna þeim barbarisma sem að fólgin er í ofsóknum woke-istanna.“ Ljóst að hún eigi ekki heima í flokknum Í dag birti Sólveig Anna færslu þar sem hún birti skjáskot af eftirfarandi athugasemd Maríu við pistil hennar. „Það er dálítið langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér. En í nokkur ár var þetta stemmningin víða. Að ég væri einhverskonar hættulegur glæpamaður - sem allt gott fólk ætti að hata. Það er undarlegt að sjá þessa skoðun lifa góðu lífi innan Sósíalistaflokksins á sama tíma og hún hefur að mestu gengið niður annarsstaðar,“ segir Sólveig Anna um ummælin. Við að lesa svívirðingar, þar sem ein af forystukonum flokksins líki henni við fasista og segi hana tala gegn mannréttindum, sé henni ljóst að hún eigi ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum. „Það þykir mér leitt en við því er ekkert að gera. Nema að hætta í flokknum sem ég geri hér með. Ég get ekki tilheyrt hópi þar sem að stemmningin er orðin svona yfirgengilega biluð.“ Í athugasemd við færsluna birtir Sólveig Anna skjáskot af tölvubréfi þar sem hún tilkynnir afsögn sína úr Sósíalistaflokknum. Athygli vekur að í gær greindi Heimildin frá því að Sólveig Anna hefði verið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem rekur Samstöðina, á aðalfundi félagsins þann 10. apríl síðastliðinn. Talsverður hluti af styrkjum sem Sósíalistaflokkurinn þiggur úr ríkissjóði rennur inn í Alþýðufélagið.
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16