Enski boltinn

Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arn­old

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Slot fer sáttur á koddann í kvöld.
Slot fer sáttur á koddann í kvöld. Mike Egerton/Getty Images

Liverpool er hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina eftir 1-0 útisigur á Leicester City í dag. Refirnir eru fallnir eftir leik dagsins þar sem varamaðurinn Trent Alexander-Arnold reyndist hetja gestanna.

„Þetta var sérstakt fyrir Trent því hann hefur lagt hart að sér að koma til baka og vegna þess átti hann þetta stóra augnablik í dag,“ sagði Slot um enska hægri bakvörðinn sem hefur verið að glíma við meiðsli.

Trent hefur samið við Real Madríd og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Slot segist þó reikna með að stuðningsfólk Liverpool styðji við bakið á enska landsliðsmanninum þangað til hann heldur til Spánar.

„Ég hef verið hér í ár nú og allir leikmenn sem klæðast treyjunni hafa fengið frábær viðbrögð frá stuðningfólkinu. Sama hvort þeir klikki á færi, skori eða hvað þá hafa þeir fullan stuðning okkar fólks. Ég bjóst ekki við neinu öðru þegar Trent kom inn af bekknum í dag.“

Liverpool er nú einu sigri frá meistaratitlinum en liðið er með 79 stig á meðan Arsenal er í 2. sæti með 66 stig. Leicester er á sama tíma í 19. sæti með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×