Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 07:00 Harry Amass mun án efa fá fleiri mínútur á meðan þeir Jack Moorhouse og Godwill Kukonki gætu fengið sín fyrstu tækifæri. Jean Catuffe/Getty Images Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur gefið út að ungir leikmenn félagsins gætu fengið tækifæri í ensku úrvalsdeildinni það sem eftir lifir leiktíðar þar sem öll einbeiting liðsins er á að fara með sigur af hólmi í Evrópudeildinni. Eftir frækinn sigur á Lyon í vikunni staðfesti Amorim að vegna þeirra meiðsla sem eru að hrjá fjöldann allan af leikmönnum aðalliðs félagsins myndu ungir og efnilegir leikmenn fá fleiri tækifæri. The Athletic hefur nú tekið saman hvaða leikmenn eru líklegastir til að fá mínútur í ensku úrvalsdeildinni á komandi vikum. Hinn 17 ára gamli Chido Obi-Martin mun að öllum líkindum deila mínútum með samlanda sínum Rasmus Höjlund í fremstu víglínu. Obi-Martin er ekki skráður í Evrópudeildarhóp liðsins og þar sem Danirnir tveir eru einu leikfæru framherjar liðsins sem stendur munu þeir eflaust spila slatta. Harry Amass mun eflaust fá fleiri tækifæri en þessi 18 ára gutti kom inn fyrir Patrick Dorgu í stöðu vinstri vængbakvarðar í leiknum gegn Lyon í vikunni. Hinn 19 ára gamli Jack Moorhouse er annar sem gæti fengið tækifæri á komandi vikum. Um er að ræða miðjumann með góða boltatækni. Godwill Kukonki er 17 ára varnarmaður sem gæti fengið sénsinn en ekki heillaði Luke Shaw í sínum fyrsta leik í langan tíma í miðri viku. Hinn 18 ára gamli Jaydan Kamason gæti leyst Diogo Dalot af en Portúgalinn hefur spilað flestar mínútur allra í liði Man United á leiktíðinni. Hann má ekki við að spila þreyttur þar sem það verður seint sagt að hann sé vel á verði varnarlega. Man United tekur á móti Úlfunum síðar í dag en gestirnir hafa unnið síðustu fjóra leiki sína í deildinni. Sigur lyftir Rauðu djöflunum upp í 13. sæti og yfir 40 stiga múrinn fræga sem sagður er vera sá stigafjöldi sem þarf til að halda sæti sínu í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Eftir frækinn sigur á Lyon í vikunni staðfesti Amorim að vegna þeirra meiðsla sem eru að hrjá fjöldann allan af leikmönnum aðalliðs félagsins myndu ungir og efnilegir leikmenn fá fleiri tækifæri. The Athletic hefur nú tekið saman hvaða leikmenn eru líklegastir til að fá mínútur í ensku úrvalsdeildinni á komandi vikum. Hinn 17 ára gamli Chido Obi-Martin mun að öllum líkindum deila mínútum með samlanda sínum Rasmus Höjlund í fremstu víglínu. Obi-Martin er ekki skráður í Evrópudeildarhóp liðsins og þar sem Danirnir tveir eru einu leikfæru framherjar liðsins sem stendur munu þeir eflaust spila slatta. Harry Amass mun eflaust fá fleiri tækifæri en þessi 18 ára gutti kom inn fyrir Patrick Dorgu í stöðu vinstri vængbakvarðar í leiknum gegn Lyon í vikunni. Hinn 19 ára gamli Jack Moorhouse er annar sem gæti fengið tækifæri á komandi vikum. Um er að ræða miðjumann með góða boltatækni. Godwill Kukonki er 17 ára varnarmaður sem gæti fengið sénsinn en ekki heillaði Luke Shaw í sínum fyrsta leik í langan tíma í miðri viku. Hinn 18 ára gamli Jaydan Kamason gæti leyst Diogo Dalot af en Portúgalinn hefur spilað flestar mínútur allra í liði Man United á leiktíðinni. Hann má ekki við að spila þreyttur þar sem það verður seint sagt að hann sé vel á verði varnarlega. Man United tekur á móti Úlfunum síðar í dag en gestirnir hafa unnið síðustu fjóra leiki sína í deildinni. Sigur lyftir Rauðu djöflunum upp í 13. sæti og yfir 40 stiga múrinn fræga sem sagður er vera sá stigafjöldi sem þarf til að halda sæti sínu í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira