Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2025 16:17 Southampton náði óvænt í stig. Justin Setterfield/Getty Images Southampton náði í óvænt stig gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þar með hefur Southampton jafnað stigafjölda Derby County frá tímabilinu 2007/08 en það tímabilið fékk Derby lægsta stigafjölda í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton hefur verið vægast sagt átakanlegt á leiktíðinni og stefndi lengi í vel að það myndi skáka Derby sem slakasta lið í sögu deildarinnar. Það verður ekki sagt að það hafi legið í loftinu að liðið myndi fá stig í dag en þegar komið var inn í uppbótartíma var staðan 1-0 West Ham í vil þökk sé marki Jarrod Bowen í upphafi síðari hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Lesley Ugochukwu hins vegar metin, lokatölur í Lundúnum 1-1. Stigið þýðir að Southampton, sem er löngu fallið, er með 11 stig á meðan Hamrarnir eru í 16. sæti með 36 stig. 💛 pic.twitter.com/kA226mQk76— Southampton FC (@SouthamptonFC) April 19, 2025 Stigið þýðir að eins og staðan er í dag eru Southampton og Derby County slökustu lið í sögu úrvalsdeildarinnar sem stofnuð var 1992. Dýrlingarnir hafa nú sex leiki til að næla sér í að lágmarki eitt stig í viðbót og skilja Derby eitt eftir sem slaksta liðið. Brentford vann Brighton & Hove Albion í miklum markaleik, lokatölur 4-2. Bryan Mbeumo skoraði tvívegis fyrir Brentford á meðan Yoane Wissa og Christian Nørgaard skoruðu sitthvort markið. Danny Welbeck og Kaoru Mitoma skoruðu mörk gestanna. Brighton var manni færri síðasta hálftímann eftir að João Pedro fékk beint rautt spjald. Eftir leikinn er Brighton áfram með 48 stig í 10. sæti á meðan Brentford er með 46 stig í sætinu fyrir neðan. Mbeumo goal 🤝 Wissa assist pic.twitter.com/hS0WinlSGb— Premier League (@premierleague) April 19, 2025 Þá gerðu Crystal Palace og Bournemouth markalaust jafntefli. Heimamenn voru manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Chris Richards fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma þess fyrri. Bournemouth eru með 49 stig í 8. sæti á meðan Palae er í 12. sæti með 44 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Southampton hefur verið vægast sagt átakanlegt á leiktíðinni og stefndi lengi í vel að það myndi skáka Derby sem slakasta lið í sögu deildarinnar. Það verður ekki sagt að það hafi legið í loftinu að liðið myndi fá stig í dag en þegar komið var inn í uppbótartíma var staðan 1-0 West Ham í vil þökk sé marki Jarrod Bowen í upphafi síðari hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Lesley Ugochukwu hins vegar metin, lokatölur í Lundúnum 1-1. Stigið þýðir að Southampton, sem er löngu fallið, er með 11 stig á meðan Hamrarnir eru í 16. sæti með 36 stig. 💛 pic.twitter.com/kA226mQk76— Southampton FC (@SouthamptonFC) April 19, 2025 Stigið þýðir að eins og staðan er í dag eru Southampton og Derby County slökustu lið í sögu úrvalsdeildarinnar sem stofnuð var 1992. Dýrlingarnir hafa nú sex leiki til að næla sér í að lágmarki eitt stig í viðbót og skilja Derby eitt eftir sem slaksta liðið. Brentford vann Brighton & Hove Albion í miklum markaleik, lokatölur 4-2. Bryan Mbeumo skoraði tvívegis fyrir Brentford á meðan Yoane Wissa og Christian Nørgaard skoruðu sitthvort markið. Danny Welbeck og Kaoru Mitoma skoruðu mörk gestanna. Brighton var manni færri síðasta hálftímann eftir að João Pedro fékk beint rautt spjald. Eftir leikinn er Brighton áfram með 48 stig í 10. sæti á meðan Brentford er með 46 stig í sætinu fyrir neðan. Mbeumo goal 🤝 Wissa assist pic.twitter.com/hS0WinlSGb— Premier League (@premierleague) April 19, 2025 Þá gerðu Crystal Palace og Bournemouth markalaust jafntefli. Heimamenn voru manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Chris Richards fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma þess fyrri. Bournemouth eru með 49 stig í 8. sæti á meðan Palae er í 12. sæti með 44 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira