Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2025 09:30 Jude Bellingham var kokhraustur fyrir seinni leik Real Madrid og Arsenal þrátt fyrir slæma stöðu. Getty/Alberto Gardin Jude Bellingham og félagar í Real Madrid eru staðráðnir að skrifa nýjan kafla í ævintýralega sögu Real Madrid þegar þeir mæta Arsenal í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Arsenal er í frábærri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í London. Útlitið er því ekki bjart fyrir spænska stórliðið. Real Madrid á að baki margar ævintýralegar endurkomur í Meistaradeildinni eins og þegar þeir unnu Meistaradeildina 2022. Þá unnu þeir ótrúlega sigra á Paris Saint-Germain, Chelsea og Manchester City á Bernabéu en þeir hafa aldrei komið til baka eftir að hafa verið 3-0 undir. Real Madrid upplifði hrikalegar sautján mínútur í fyrri leiknum á Emirates þegar Arsenal liðið skoraði þrjú mörk og fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Bellingham reyndi þó að tala trú í sig og liðsfélagana á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég hef heyrt það milljónum sinnum síðan í síðustu viku. Þetta er kvöld hannað fyrir Real Madrid og þetta er kvöld sem gæti endað í sögubókunum,“ sagði Jude Bellingham. „Þetta er skrýtið umhverfi. Að horfast í augu við ein verstu úrslit sem við gátum hugsað okkur og samt eru allir á því að við munum koma til baka. Þetta er samt góð tilfinning líka,“ sagði Bellingham. Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid. „Þetta er eitthvað sem þú vilt verða hluti af, skrifa kafla í sögu þessa félags. Það er ekki margt sem þú getur gert hjá félaginu eins og Real Madrid sem hefur ekki verið afrekað áður. Þess vegna ætlum við að gera eitthvað annað kvöld [Í kvöld] sem enginn hefur náð áður í sögu Real Madrid,“ sagði Bellingham. „Það sem gefur okkur sjálfstraust er að vitum hvaða gæði búa í þessu liði, við þekkjum sögu félagsins og við þekkjum vel andann á Bernabéu. Við höfum sýnt það í sumum leikjum í vetur að við getum gert eitthvað sérstakt saman. Ég mikla trú á mínu liði og sagan skiptir þar engu máli. Ég trúi af því að ég sé þessa stráka á æfingu á hverjum degi,“ sagði Bellingham. "Remontada!" 🇪🇸Jude Bellingham insists Real Madrid can produce another historic comeback against Arsenal in the second-leg of their Champions League quarter-final 🎙️ pic.twitter.com/HzCdOJSnzL— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 15, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Arsenal er í frábærri stöðu eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í London. Útlitið er því ekki bjart fyrir spænska stórliðið. Real Madrid á að baki margar ævintýralegar endurkomur í Meistaradeildinni eins og þegar þeir unnu Meistaradeildina 2022. Þá unnu þeir ótrúlega sigra á Paris Saint-Germain, Chelsea og Manchester City á Bernabéu en þeir hafa aldrei komið til baka eftir að hafa verið 3-0 undir. Real Madrid upplifði hrikalegar sautján mínútur í fyrri leiknum á Emirates þegar Arsenal liðið skoraði þrjú mörk og fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Bellingham reyndi þó að tala trú í sig og liðsfélagana á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég hef heyrt það milljónum sinnum síðan í síðustu viku. Þetta er kvöld hannað fyrir Real Madrid og þetta er kvöld sem gæti endað í sögubókunum,“ sagði Jude Bellingham. „Þetta er skrýtið umhverfi. Að horfast í augu við ein verstu úrslit sem við gátum hugsað okkur og samt eru allir á því að við munum koma til baka. Þetta er samt góð tilfinning líka,“ sagði Bellingham. Bellingham vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid. „Þetta er eitthvað sem þú vilt verða hluti af, skrifa kafla í sögu þessa félags. Það er ekki margt sem þú getur gert hjá félaginu eins og Real Madrid sem hefur ekki verið afrekað áður. Þess vegna ætlum við að gera eitthvað annað kvöld [Í kvöld] sem enginn hefur náð áður í sögu Real Madrid,“ sagði Bellingham. „Það sem gefur okkur sjálfstraust er að vitum hvaða gæði búa í þessu liði, við þekkjum sögu félagsins og við þekkjum vel andann á Bernabéu. Við höfum sýnt það í sumum leikjum í vetur að við getum gert eitthvað sérstakt saman. Ég mikla trú á mínu liði og sagan skiptir þar engu máli. Ég trúi af því að ég sé þessa stráka á æfingu á hverjum degi,“ sagði Bellingham. "Remontada!" 🇪🇸Jude Bellingham insists Real Madrid can produce another historic comeback against Arsenal in the second-leg of their Champions League quarter-final 🎙️ pic.twitter.com/HzCdOJSnzL— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 15, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira