Fótbolti

Adam Ingi í ótíma­bundið hlé frá knatt­spyrnu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Adam Ingi í leik með U-21 árs landsliði Íslands.
Adam Ingi í leik með U-21 árs landsliði Íslands. Ross MacDonald/Getty Images

Sænska B-deildarliðið Östersund hefur gefið út að markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson verði frá keppni um ókomna tíð. Ekki er um meiðsli að ræða en leikmaðurinn hefur beðið um frí vegna persónulegra ástæðna.

Þetta segir í yfirlýsingu félagsins á vefsíðu sinni. Þar segir: „Félagið styður Adam Inga og er í reglulegu sambandi við hann. Við vonumst til að hann snúi aftur sem fyrst.“

Hinn 22 ára gamli Adam Ingi lék með FH og HK hér á landi áður en hann gekk í raðir sænska liðsins IFK Gautaborg árið 2019. Þar var hann til ársins 2024 þegar hann samdi við Östersund.

Alls á Adam Ingi að baki 10 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af sex fyrir U-21 árs landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×