Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2025 16:31 Jude Bellingham og félagar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Arsenal á morgun en eru staðráðnir í að gera það. Getty/Marc Atkins Jude Bellingham segist alltaf vera að heyra og sjá sama orðið, „remontada“, fyrir seinni leik Real Madrid við Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Carlo Ancelotti vill að leikmenn sínir sýni „hug, hjarta og hreðjar“ annað kvöld. Eftir aukaspyrnusýningu Declan Rice í síðustu viku er Arsenal 3-0 yfir í einvíginu og ríkjandi Evrópumeistarar Real því í afar erfiðri stöðu. Bellingham og Ancelotti létu samt engan bilbug á sér finna í dag, á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Santiago Bernabeu á morgun klukkan 19. Spænska orðið „remontada“ táknar endurkomu, eins og Real ætlar að ná annað kvöld með því að knýja fram sigur í einvíginu. „Remontada… ég hef heyrt þetta milljón sinnum í þessari viku og séð milljón myndbönd á netinu. Þetta gírar mann svakalega upp. Svona kvöld eru gerð fyrir Real Madrid og fólk hérna er vant þessu. Vonandi getum við bætt við öðru einstöku kvöldi,“ sagði Bellingham. Ancelotti hefur unnið keppnina fimm sinnum sem knattspyrnustjóri, oftast allra, og er pollslakur: „Ég er einbeittur og mjög yfirvegaður. Þetta er ekki fyrsta svona kvöldið mitt og verður ekki það síðasta heldur. Ég er mun frekar spenntur en áhyggjufullur, að fá að taka þátt í svona leik af bekknum. Þessi spenna hjálpar mér að vera yfirvegaður,“ sagði Ancelotti sem eins og fyrr segir vill sjá „hug, hjarta og hreðjar“ hjá sínum mönnum. Ancelotti vill líka sjá Kylian Mbappé sýna sínar bestu hliðar, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Alaves á sunnudaginn. „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel í gær og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði Ancelotti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Eftir aukaspyrnusýningu Declan Rice í síðustu viku er Arsenal 3-0 yfir í einvíginu og ríkjandi Evrópumeistarar Real því í afar erfiðri stöðu. Bellingham og Ancelotti létu samt engan bilbug á sér finna í dag, á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Santiago Bernabeu á morgun klukkan 19. Spænska orðið „remontada“ táknar endurkomu, eins og Real ætlar að ná annað kvöld með því að knýja fram sigur í einvíginu. „Remontada… ég hef heyrt þetta milljón sinnum í þessari viku og séð milljón myndbönd á netinu. Þetta gírar mann svakalega upp. Svona kvöld eru gerð fyrir Real Madrid og fólk hérna er vant þessu. Vonandi getum við bætt við öðru einstöku kvöldi,“ sagði Bellingham. Ancelotti hefur unnið keppnina fimm sinnum sem knattspyrnustjóri, oftast allra, og er pollslakur: „Ég er einbeittur og mjög yfirvegaður. Þetta er ekki fyrsta svona kvöldið mitt og verður ekki það síðasta heldur. Ég er mun frekar spenntur en áhyggjufullur, að fá að taka þátt í svona leik af bekknum. Þessi spenna hjálpar mér að vera yfirvegaður,“ sagði Ancelotti sem eins og fyrr segir vill sjá „hug, hjarta og hreðjar“ hjá sínum mönnum. Ancelotti vill líka sjá Kylian Mbappé sýna sínar bestu hliðar, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Alaves á sunnudaginn. „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel í gær og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði Ancelotti.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira