Hinn 47 ára gamli Howe tók við Newcastle árið 2021 eftir að ná frábærum árangri með Bournemouth. Undir hans stjórn vann liðið enska deildarbikarinn og er í bullandi baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Þjálfarinn var hins vegar hvergi sjáanlegur þegar Newcastle lagði Man United 4-1 um liðna helgi. Newcastle hafði gefið út að hann væri á sjúkrahúsi þar sem honum hefði liðið illa í þónokkra daga.
Félagið greinir nú frá á samfélagsmiðlum sínum að um lungnabólgu sé að ræða og Howe sé nú á batavegi. Ekki kemur fram hvenær hann mun snúa aftur til starfa.
Newcastle United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 56 stig, stigi minna en Nottingham Forest sem er sæti ofar eftir að hafa leikið einum leik meira.