Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2025 12:31 Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur tekið risaskref í vetur. Vísir/Getty Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur verið að gera frábæra hluti á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólagolfinu, með LSU Tigers frá Louisiana State háskólanum. Markmiðin eru háleit og skýr svo að hann sneiðir hjá partýunum á háskólasvæðinu. Gunnlaugur Árni fór yfir málin með Aroni Guðmundssyni í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 sem sjá má hér að neðan. Gunnlaugur Árni hefur verið meðal allra bestu kylfinga í háskólagolfinu í vetur og það þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta ári. Hann hefur til að mynda unnið eitt mót og fjórum sinnum endað í hópi þriggja efstu, og þannig náð bestum árangri nýliða á keppnistímabilinu. Þá hefur hann auðvitað rokið upp heimslista áhugakylfinga og er í langbesta sæti sem Íslendingur hefur náð, núna í 36. sæti. Jákvætt umtal varðandi árangur þessa bráðefnilega kylfings er mikið en hann reynir að hugsa sjálfur ekki mikið út í það. „Þetta er náttúrulega mikil vinna sem kemur á undan því að ná svona árangri. Það er gaman að sjá þetta vera að skila einhverju,“ segir Gunnlaugur Árni. „Þessa dagana er minn leikur mjög góður. Mér líður mjög vel. Sjálfstraustið er hátt. Ég þarf bara að halda áfram að leggja tíma í þetta, æfa vel og vera tilbúinn í hvert einasta mót,“ bætir hann við en næsta mót er The Invitational at the Ford í dag og á morgun. View this post on Instagram A post shared by LSU Men's Golf Team (@lsumensgolf) Aðspurður um skemmtanalífið í háskólanum og hvort að partýstandið sé líkt og það er teiknað upp í bandarískum bíómyndum segir Íslendingurinn: „Ég persónulega fer bara í tíma og úr tíma. Ég eyði eiginlega engum tíma á „campusnum“ nema þegar ég þarf þess. Við æfum bara mjög vel og gerum í raun og veru ekki mikið meira en það. Þetta er svipað og þú getur ímyndað þér úr bíómyndunum, um hvernig venjulegur háskóla-campus er. Þetta er bara steríótýpan þaðan.“ Tekur hann þá ekki þátt í partýunum? „Við sjáum þau eiginlega ekki neitt. Við erum mjög metnaðarfullt lið og stefnum langt,“ segir Gunnlaugur Árni enda ætlar hann sér að keppa við þá allra bestu í framtíðinni: „Ég er ekkert að fela markmiðið. Það er að verða atvinnumaður á stærstu mótaröðunum; PGA eða Evrópumótaröðinni. Það er mjög góð leið að fara í gegnum háskólagolfið.“ Golf Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Gunnlaugur Árni fór yfir málin með Aroni Guðmundssyni í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 sem sjá má hér að neðan. Gunnlaugur Árni hefur verið meðal allra bestu kylfinga í háskólagolfinu í vetur og það þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta ári. Hann hefur til að mynda unnið eitt mót og fjórum sinnum endað í hópi þriggja efstu, og þannig náð bestum árangri nýliða á keppnistímabilinu. Þá hefur hann auðvitað rokið upp heimslista áhugakylfinga og er í langbesta sæti sem Íslendingur hefur náð, núna í 36. sæti. Jákvætt umtal varðandi árangur þessa bráðefnilega kylfings er mikið en hann reynir að hugsa sjálfur ekki mikið út í það. „Þetta er náttúrulega mikil vinna sem kemur á undan því að ná svona árangri. Það er gaman að sjá þetta vera að skila einhverju,“ segir Gunnlaugur Árni. „Þessa dagana er minn leikur mjög góður. Mér líður mjög vel. Sjálfstraustið er hátt. Ég þarf bara að halda áfram að leggja tíma í þetta, æfa vel og vera tilbúinn í hvert einasta mót,“ bætir hann við en næsta mót er The Invitational at the Ford í dag og á morgun. View this post on Instagram A post shared by LSU Men's Golf Team (@lsumensgolf) Aðspurður um skemmtanalífið í háskólanum og hvort að partýstandið sé líkt og það er teiknað upp í bandarískum bíómyndum segir Íslendingurinn: „Ég persónulega fer bara í tíma og úr tíma. Ég eyði eiginlega engum tíma á „campusnum“ nema þegar ég þarf þess. Við æfum bara mjög vel og gerum í raun og veru ekki mikið meira en það. Þetta er svipað og þú getur ímyndað þér úr bíómyndunum, um hvernig venjulegur háskóla-campus er. Þetta er bara steríótýpan þaðan.“ Tekur hann þá ekki þátt í partýunum? „Við sjáum þau eiginlega ekki neitt. Við erum mjög metnaðarfullt lið og stefnum langt,“ segir Gunnlaugur Árni enda ætlar hann sér að keppa við þá allra bestu í framtíðinni: „Ég er ekkert að fela markmiðið. Það er að verða atvinnumaður á stærstu mótaröðunum; PGA eða Evrópumótaröðinni. Það er mjög góð leið að fara í gegnum háskólagolfið.“
Golf Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira