Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 08:30 Aivi Luik missti af tækifærinu á því að vera með á Ólympíuleikunum í París en nú er komið í ljós að hún var ranglega sakfelld. Getty/Albert Perez Ástralska knattspyrnukonan Aivi Luik féll á lyfjaprófi í fyrra og var í kjölfarinu dæmd í þriggja mánaða bann. Nú hefur hún verið sýknuð og fengið uppreisn æru sinnar. Í ljós kom að félag hennar hafði gert stór mistök. Luik lék með ítalska félaginu Pomigliano á þeim tíma en nú er hún hjá BK Häcken í Svíþjóð. „Heiðarleiki skiptir mig miklu máli og þetta tók mikinn toll af mér. Ég vildi ekki að fólk sæi mig sem svindlara,“ sagði Aivi Luik við Aftonbladet í Svíþjóð. Hún hefur hreinsað nafnið sitt en þetta kostaði hana ekki bara vanlíðan því þetta kostaði hana einnig þátttöku í Ólympíuleikunum í París með ástalska landsliðinu. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig en ég fékk líka mikinn stuðning. Þetta var allt svolítið yfirþyrmandi,“ sagði Aivi. Hin fertuga Luik vissi auðvitað sannleikann en var að hugsa um að áfrýja ekki dómnum. Það er dýrt að áfrýja til Íþróttadómstólsins. Titta vem som är tillbaka 😍Welcome back, Aivi Luik 💛🖤#bkhäcken pic.twitter.com/lKt2glC4RH— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 28, 2024 „Ég sagði að það væri kannski ekki þess virði. Fólk sem þekkir mig vissi að ég myndi ekki svindla og það væri bara nóg,“ sagði Aivi. Alexis Schoeb, lögmaður hennar, gaf sig ekki og pressaði á hana að áfrýja. „Hann vildi virkilega berjast fyrir réttlætinu. Ég er svo ánægð að við gerðum það og fengum þessa niðurstöðu. Ég á honum svo mikið að þakka,“ sagði Aivi. „Ég veit að ég er ekki sú eina og það eru margir sem hafa þurft að upplifa svipaða hluti. Að vera sakfelldur fyrir eitthvað sem þú gerðir ekki. Það hafa ekki allir verið eins heppnir og ég,“ sagði Aivi. „Kerfið er ekki fullkomið en ég vona að fólk fái aðstoð strax svo að þetta þurfi ekki að fara svona langt,“ sagði Aivi. Hún getur þó ekki spilað strax eftir að hafa fótbrotnað í vetur en ætlar sér að snúa aftur inn á völlinn sem fyrst. „Tímasetning var ekki sú besta en ég hlakka til að koma til baka og gefa liðinu allt mitt besta. Hjálpa félaginu sem stóð með mér allan tímann. Ég vil hjálpa okkur að vinna gullið,“ sagði Aivi. 📰🗞️🎇 Breaking news: Matildas No.169, Aivi Luik, has had her doping charge annulled...an innocent athlete finds justice...#Matildas #AiviLuik #AntiDoping #doping #WADA #FIFA #SIA #sportintegrity #integrity #justice pic.twitter.com/Rs4HrNi8w3— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) April 4, 2025 Sænski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Í ljós kom að félag hennar hafði gert stór mistök. Luik lék með ítalska félaginu Pomigliano á þeim tíma en nú er hún hjá BK Häcken í Svíþjóð. „Heiðarleiki skiptir mig miklu máli og þetta tók mikinn toll af mér. Ég vildi ekki að fólk sæi mig sem svindlara,“ sagði Aivi Luik við Aftonbladet í Svíþjóð. Hún hefur hreinsað nafnið sitt en þetta kostaði hana ekki bara vanlíðan því þetta kostaði hana einnig þátttöku í Ólympíuleikunum í París með ástalska landsliðinu. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig en ég fékk líka mikinn stuðning. Þetta var allt svolítið yfirþyrmandi,“ sagði Aivi. Hin fertuga Luik vissi auðvitað sannleikann en var að hugsa um að áfrýja ekki dómnum. Það er dýrt að áfrýja til Íþróttadómstólsins. Titta vem som är tillbaka 😍Welcome back, Aivi Luik 💛🖤#bkhäcken pic.twitter.com/lKt2glC4RH— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 28, 2024 „Ég sagði að það væri kannski ekki þess virði. Fólk sem þekkir mig vissi að ég myndi ekki svindla og það væri bara nóg,“ sagði Aivi. Alexis Schoeb, lögmaður hennar, gaf sig ekki og pressaði á hana að áfrýja. „Hann vildi virkilega berjast fyrir réttlætinu. Ég er svo ánægð að við gerðum það og fengum þessa niðurstöðu. Ég á honum svo mikið að þakka,“ sagði Aivi. „Ég veit að ég er ekki sú eina og það eru margir sem hafa þurft að upplifa svipaða hluti. Að vera sakfelldur fyrir eitthvað sem þú gerðir ekki. Það hafa ekki allir verið eins heppnir og ég,“ sagði Aivi. „Kerfið er ekki fullkomið en ég vona að fólk fái aðstoð strax svo að þetta þurfi ekki að fara svona langt,“ sagði Aivi. Hún getur þó ekki spilað strax eftir að hafa fótbrotnað í vetur en ætlar sér að snúa aftur inn á völlinn sem fyrst. „Tímasetning var ekki sú besta en ég hlakka til að koma til baka og gefa liðinu allt mitt besta. Hjálpa félaginu sem stóð með mér allan tímann. Ég vil hjálpa okkur að vinna gullið,“ sagði Aivi. 📰🗞️🎇 Breaking news: Matildas No.169, Aivi Luik, has had her doping charge annulled...an innocent athlete finds justice...#Matildas #AiviLuik #AntiDoping #doping #WADA #FIFA #SIA #sportintegrity #integrity #justice pic.twitter.com/Rs4HrNi8w3— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) April 4, 2025
Sænski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn