Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2025 14:03 Khvicha Kvaratskhelia fagnar eftir að hafa komið Paris Saint-Germain í 2-1 gegn Aston Villa. getty/Jean Catuffe Paris Saint-Germain og Barcelona eru í góðri stöðu í sínum einvígum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir sigra á heimavelli í gær. PSG vann 3-1 sigur á Aston Villa á meðan Barcelona rústaði Borussia Dortmund, 4-0. Villa náði forystunni á Parc des Princes í gær þegar Morgan Rogers skoraði á 35. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Désiré Doué metin með mögnuðu skoti. Staðan í hálfleik var 1-1. Á 49. mínútu kom Khvicha Kvaratskhelia PSG yfir eftir góðan sprett og frábært skot. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nuno Mendes svo þriðja mark frönsku meistaranna. Þeir eru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Villa Park á þriðjudaginn. Brasilíumaðurinn Raphinha hefur verið magnaður í Meistaradeildinni í vetur og hann kom Barcelona á bragðið gegn Dortmund í gær. Á 25. mínútu skoraði hann með skoti af örstuttu færi og skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður hennar. Á 48. mínútu lagði Raphinha upp mark fyrir Robert Lewandowski og Pólverjinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Börsunga á 66. mínútu. Lewandowski hefur skorað fjörutíu mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Ungstirnið Lamine Yamal gerði svo fjórða mark Barcelona á 77. mínútu eftir undirbúning Raphinhas. Seinni leikur Barcelona og Dortmund fer fram á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Sigurvegari einvígisins mætir Bayern München eða Inter í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitarimmunni mætir annað hvort PSG eða Villa Arsenal eða Real Madrid. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. 10. apríl 2025 07:30 Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:53 Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:52 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
PSG vann 3-1 sigur á Aston Villa á meðan Barcelona rústaði Borussia Dortmund, 4-0. Villa náði forystunni á Parc des Princes í gær þegar Morgan Rogers skoraði á 35. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Désiré Doué metin með mögnuðu skoti. Staðan í hálfleik var 1-1. Á 49. mínútu kom Khvicha Kvaratskhelia PSG yfir eftir góðan sprett og frábært skot. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nuno Mendes svo þriðja mark frönsku meistaranna. Þeir eru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Villa Park á þriðjudaginn. Brasilíumaðurinn Raphinha hefur verið magnaður í Meistaradeildinni í vetur og hann kom Barcelona á bragðið gegn Dortmund í gær. Á 25. mínútu skoraði hann með skoti af örstuttu færi og skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður hennar. Á 48. mínútu lagði Raphinha upp mark fyrir Robert Lewandowski og Pólverjinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Börsunga á 66. mínútu. Lewandowski hefur skorað fjörutíu mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Ungstirnið Lamine Yamal gerði svo fjórða mark Barcelona á 77. mínútu eftir undirbúning Raphinhas. Seinni leikur Barcelona og Dortmund fer fram á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Sigurvegari einvígisins mætir Bayern München eða Inter í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitarimmunni mætir annað hvort PSG eða Villa Arsenal eða Real Madrid.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. 10. apríl 2025 07:30 Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:53 Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:52 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. 10. apríl 2025 07:30
Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:53
Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:52