„Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2025 07:02 Sveindís segist vona að þjálfaraskiptin hjá Wolfsburg setji hana í betri stöðu. Vísir Sveindís Jane Jónsdóttir segir að það hafi verið svekkjandi að ná ekki þremur stigum í leiknum gegn Noregi á föstudag. Hún ræddi einnig stöðu sína hjá félagsliðinu Wolfsburg en þjálfara liðsins var sagt upp á dögunum. Ágúst Orri Arnarson hitti Sveindísi Jane að máli á hóteli íslenska liðsins í gær en liðið er í miðjum undirbúningi fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Noregi á föstudag. „Það var svolítið svekkjandi að hafa ekki náð þremur stigum á föstudag en maður er búinn að fara yfir leikinn og það er fullt af jákvæðum punktum. Við tökum það með í næsta leik.“ „Við vorum að spila vel og höldum vel í boltann. Það var bara að koma boltanum í markið sem vantaði. Það var svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum en það er bara að vinna Sviss í næsta leik.“ Hún sagði íslenska liðið þurfa að nýta færin sín betur. „Við ætlum bara að gera enn betur. Halda áfram að skapa okkur færi, það er það sem hefur vantað upp á síðkastið en við gerðum það vel á föstudag. Við ætlum að halda því áfram og klára einhver af þessum færum.“ Sveindís bætti við að búið væri að fara vel yfir leik svissneska liðsins. „Við mættum og fórum svo yfir leikinn sem þær spiluðu á móti Frakklandi. Við ætlum bara að halda áfram að gera okkar vel, halda áfram að sækja og skapa okkur færi. Þær eru mjög þéttar þannig að það verður erfitt að setja þetta fyrsta mark en ef það kemur þá held ég að við munum vinna þær. Reyna að halda áfram og verjast vel, við höfum verið að gera það vel.“ „Svo er bara að klára færin, búa til færi og fagna einhverju góðu eftir leik.“ „Vonandi setur hún mig í byrjunarliðið“ Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, sagði starfi sínu lausu á dögunum. Sveindís hefur spilað minna á yfirstandandi tímabili en þau á undan. „Bara frábærlega, ég vona bara að ég fái að spila eitthvað meira en í síðustu leikjum. Ég held að aðstoðarþjálfarinn sem var með taki við og klári síðustu fjóra leikina. Vonandi hefur hún eitthvað meira að segja og setur mig í byrjunarliðið.“ „Ég fékk mjög mikið traust í byrjun og spilaði mjög mikið fyrsta árið sem ég var hérna. Ég hef ekkert slæmt að segja um hann nema þetta síðasta tímabil hefur ekki verið frábært fyrir mig, ég hef ekki verið að spila mikið. Ég vona bara að ég fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum og svo sjáum við til.“ Sveindís sagðist njóta þess að vera með landsliðinu á Íslandi en í leiknum gegn Sviss mætir Sveindís ásamt öðrum leikmanni Íslands með nýja hárgreiðslu til leiks. „Það er alltaf gott að vera á Íslandi, manni líður alltaf frábærlega hér. Á milli æfinga og funda erum við bara að taka því rólega, spila og mjög margar. Við erum nánar og þetta er alltaf jafn gaman.“ Í viðtalinu var Sveindís spurð út í flétturnar sem hún var með, hvort hún hefði gert þær sjálf. „Nei, mamma mín gerði þetta, hún er geggjuð í þessu. Bara „shout out“ á mömmu. Takk fyrir þetta!“ „Hún fléttaði líka Natöshu [Anasi], hún er klár í þessu.“ Allt viðtalið við Sveindísi Jane má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane fyrir leikinn gegn Sviss Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Ágúst Orri Arnarson hitti Sveindísi Jane að máli á hóteli íslenska liðsins í gær en liðið er í miðjum undirbúningi fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Noregi á föstudag. „Það var svolítið svekkjandi að hafa ekki náð þremur stigum á föstudag en maður er búinn að fara yfir leikinn og það er fullt af jákvæðum punktum. Við tökum það með í næsta leik.“ „Við vorum að spila vel og höldum vel í boltann. Það var bara að koma boltanum í markið sem vantaði. Það var svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum en það er bara að vinna Sviss í næsta leik.“ Hún sagði íslenska liðið þurfa að nýta færin sín betur. „Við ætlum bara að gera enn betur. Halda áfram að skapa okkur færi, það er það sem hefur vantað upp á síðkastið en við gerðum það vel á föstudag. Við ætlum að halda því áfram og klára einhver af þessum færum.“ Sveindís bætti við að búið væri að fara vel yfir leik svissneska liðsins. „Við mættum og fórum svo yfir leikinn sem þær spiluðu á móti Frakklandi. Við ætlum bara að halda áfram að gera okkar vel, halda áfram að sækja og skapa okkur færi. Þær eru mjög þéttar þannig að það verður erfitt að setja þetta fyrsta mark en ef það kemur þá held ég að við munum vinna þær. Reyna að halda áfram og verjast vel, við höfum verið að gera það vel.“ „Svo er bara að klára færin, búa til færi og fagna einhverju góðu eftir leik.“ „Vonandi setur hún mig í byrjunarliðið“ Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, sagði starfi sínu lausu á dögunum. Sveindís hefur spilað minna á yfirstandandi tímabili en þau á undan. „Bara frábærlega, ég vona bara að ég fái að spila eitthvað meira en í síðustu leikjum. Ég held að aðstoðarþjálfarinn sem var með taki við og klári síðustu fjóra leikina. Vonandi hefur hún eitthvað meira að segja og setur mig í byrjunarliðið.“ „Ég fékk mjög mikið traust í byrjun og spilaði mjög mikið fyrsta árið sem ég var hérna. Ég hef ekkert slæmt að segja um hann nema þetta síðasta tímabil hefur ekki verið frábært fyrir mig, ég hef ekki verið að spila mikið. Ég vona bara að ég fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum og svo sjáum við til.“ Sveindís sagðist njóta þess að vera með landsliðinu á Íslandi en í leiknum gegn Sviss mætir Sveindís ásamt öðrum leikmanni Íslands með nýja hárgreiðslu til leiks. „Það er alltaf gott að vera á Íslandi, manni líður alltaf frábærlega hér. Á milli æfinga og funda erum við bara að taka því rólega, spila og mjög margar. Við erum nánar og þetta er alltaf jafn gaman.“ Í viðtalinu var Sveindís spurð út í flétturnar sem hún var með, hvort hún hefði gert þær sjálf. „Nei, mamma mín gerði þetta, hún er geggjuð í þessu. Bara „shout out“ á mömmu. Takk fyrir þetta!“ „Hún fléttaði líka Natöshu [Anasi], hún er klár í þessu.“ Allt viðtalið við Sveindísi Jane má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane fyrir leikinn gegn Sviss
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira