„Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. apríl 2025 19:52 Ingibjörg bar fyrirliðabandið og leiddi íslenska liðið í fyrsta sinn út á völl í dag. vísir / anton brink Ingibjörg Sigurðardóttir leiddi íslenska landsliðið í fyrsta sinn sem fyrirliði, í markalausu jafntefli gegn Noregi á Þróttarvellinum. Hún segir aukin spenning hafa fylgt því að bera bandið, sem hvarf um leið og leikurinn byrjaði. Hún hjálpaði við að halda íslenska markinu hreinu en var engu að síður svekkt með niðurstöðu leiksins. „Mér fannst við eiga skilið að vinna. Þannig að ég er smá vonsvikin, en á sama tíma var þetta mjög flottur leikur hjá liðinu. Við sköpum fullt og verjumst vel“ sagði Ingibjörg fljótlega eftir leik. Færasköpun hefur oft verið vandamál hjá Íslandi en var það ekki í dag. Færanýtingin var hins vegar vandamál. „Það kemur allt. Við þurfum bara að halda áfram að koma okkur í þessi færi, vera ískaldar í hausnum og þá kemur þetta. Það er ekkert annað en það.“ Þetta var fyrsti leikur Ingibjargar sem fyrirliði, hún hefur verið varafyrirliði undanfarin ár og bar bandið í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur í dag. „Tilfinningin var mjög sérstök. Mjög góð tilfinning og auðvitað aukinn spenningur, en það bara fór um leið og leikurinn byrjaði. Ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirliðinn söng þjóðsönginn af krafti. Vísir / Anton Brink Varla verður kvartað yfir frammistöðu fyrirliðans, markið hélst hreint. „Já, það er okkar verkefni í vörninni, en væri fínt að geta skorað líka.“ Ingibjörg sagði uppspil íslenska liðsins hafa gengið ágætlega en liðið mætti stundum halda betur í boltann í stað þess að leita langt. „Þegar þær pressa hátt þá þýðir ekkert að vera með stuttar sendingar inn á miðjuna, betra bara að spila yfir þær. En síðan þurfum við aðeins að halda í boltann betur og styðja við eins og Karólínu til dæmis, hún er rosa mikið ein og mikil vinna fyrir hana.“ Framundan er leikur gegn Sviss næsta þriðjudag, þar sem Ísland mun freista þess að sækja fyrsta sigurinn í Þjóðadeildinni. „Við töluðum um að ef við myndum spila svona á móti Sviss þá myndum við vinna þær. Við þurfum bara að klára færin og halda áfram að standa okkur í vörninni líka“ sagði Ingibjörg að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn. 4. apríl 2025 19:31 „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. 4. apríl 2025 19:24 „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ „Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. 4. apríl 2025 19:21 Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Ísland gerði 0-0 jafntefli við Noreg í þriðju umferð Þjóðadeildarinnar. Færasköpun var alls ekki vandamál Íslands en nýtingin gerði það að verkum að leikurinn endaði markalaus. Ísland er nú komið með tvö stig eftir þrjá leiki í Þjóðadeildinni og gefst annað tækifæri á fyrsta sigrinum gegn Sviss næsta mánudag. 4. apríl 2025 19:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
„Mér fannst við eiga skilið að vinna. Þannig að ég er smá vonsvikin, en á sama tíma var þetta mjög flottur leikur hjá liðinu. Við sköpum fullt og verjumst vel“ sagði Ingibjörg fljótlega eftir leik. Færasköpun hefur oft verið vandamál hjá Íslandi en var það ekki í dag. Færanýtingin var hins vegar vandamál. „Það kemur allt. Við þurfum bara að halda áfram að koma okkur í þessi færi, vera ískaldar í hausnum og þá kemur þetta. Það er ekkert annað en það.“ Þetta var fyrsti leikur Ingibjargar sem fyrirliði, hún hefur verið varafyrirliði undanfarin ár og bar bandið í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur í dag. „Tilfinningin var mjög sérstök. Mjög góð tilfinning og auðvitað aukinn spenningur, en það bara fór um leið og leikurinn byrjaði. Ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirliðinn söng þjóðsönginn af krafti. Vísir / Anton Brink Varla verður kvartað yfir frammistöðu fyrirliðans, markið hélst hreint. „Já, það er okkar verkefni í vörninni, en væri fínt að geta skorað líka.“ Ingibjörg sagði uppspil íslenska liðsins hafa gengið ágætlega en liðið mætti stundum halda betur í boltann í stað þess að leita langt. „Þegar þær pressa hátt þá þýðir ekkert að vera með stuttar sendingar inn á miðjuna, betra bara að spila yfir þær. En síðan þurfum við aðeins að halda í boltann betur og styðja við eins og Karólínu til dæmis, hún er rosa mikið ein og mikil vinna fyrir hana.“ Framundan er leikur gegn Sviss næsta þriðjudag, þar sem Ísland mun freista þess að sækja fyrsta sigurinn í Þjóðadeildinni. „Við töluðum um að ef við myndum spila svona á móti Sviss þá myndum við vinna þær. Við þurfum bara að klára færin og halda áfram að standa okkur í vörninni líka“ sagði Ingibjörg að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn. 4. apríl 2025 19:31 „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. 4. apríl 2025 19:24 „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ „Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. 4. apríl 2025 19:21 Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Ísland gerði 0-0 jafntefli við Noreg í þriðju umferð Þjóðadeildarinnar. Færasköpun var alls ekki vandamál Íslands en nýtingin gerði það að verkum að leikurinn endaði markalaus. Ísland er nú komið með tvö stig eftir þrjá leiki í Þjóðadeildinni og gefst annað tækifæri á fyrsta sigrinum gegn Sviss næsta mánudag. 4. apríl 2025 19:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
„Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn. 4. apríl 2025 19:31
„Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. 4. apríl 2025 19:24
„Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ „Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. 4. apríl 2025 19:21
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Ísland gerði 0-0 jafntefli við Noreg í þriðju umferð Þjóðadeildarinnar. Færasköpun var alls ekki vandamál Íslands en nýtingin gerði það að verkum að leikurinn endaði markalaus. Ísland er nú komið með tvö stig eftir þrjá leiki í Þjóðadeildinni og gefst annað tækifæri á fyrsta sigrinum gegn Sviss næsta mánudag. 4. apríl 2025 19:00