„Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2025 19:24 Hildur Antonsdóttir átti fínan leik á miðsvæðinu hjá íslenska liðinu. Vísir/Anton Brink Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. „Já, ég myndi segja það. Að við tökum ekki þrjú stig úr þessum leik eru vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Hildur í viðtali í leikslok. „Við áttum mjög góð færi sem við hefðum getað nýtt. Alveg í lokin eigum við sláarskot og horn eftir horn. Þær voru bara orðnar stressaðar og farnar að tefja í lokin. Eitt stig, við tökum því, en við hefðum viljað þrjú.“ Hún segist einfaldlega ekki skilja hvernig íslenska liðinu tókst ekki að skora í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég skil ekki hvernig hann fór ekki inn þarna á tímabili. En við þurfum bara að nýta færin okkar og ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú. Við erum að komast í ágætar stöður og það vantar kannski bara meiri ró á síðasta þriðjungi vallarins.“ Fimm breytingar voru gerðar á íslenska liðinu milli leikja og þá voru íslensku stelpurnar án fyrirliða síns, Glódísar Perlu Viggósdóttur. Hildur segir liðið þó hafa náð að leysa vel úr því. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Það er ótrúlega mikil samheldni í þessu liði og það skiptir ekki máli hverjar koma inn og hverjar detta út. Við erum bara eitt stórt lið með 23 leikmenn og það standa sig allar vel í hópnum.“ Þá segir hún mikilvægt að íslenska liðið taki með sér það jákvæða úr leik kvöldsins í næsta leik, sem er gegn Sviss hér á sama velli næstkomandi þriðjudag. „Ef við tökum þessa orku og það sem við vorum að gera í þessum leik með okkur í þann leik þá eigum við að taka þrjú stig á móti Sviss. Það er bara algjörlega þannig og við stefnum að því,“ sagði Hildur að lokum Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
„Já, ég myndi segja það. Að við tökum ekki þrjú stig úr þessum leik eru vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Hildur í viðtali í leikslok. „Við áttum mjög góð færi sem við hefðum getað nýtt. Alveg í lokin eigum við sláarskot og horn eftir horn. Þær voru bara orðnar stressaðar og farnar að tefja í lokin. Eitt stig, við tökum því, en við hefðum viljað þrjú.“ Hún segist einfaldlega ekki skilja hvernig íslenska liðinu tókst ekki að skora í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég skil ekki hvernig hann fór ekki inn þarna á tímabili. En við þurfum bara að nýta færin okkar og ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú. Við erum að komast í ágætar stöður og það vantar kannski bara meiri ró á síðasta þriðjungi vallarins.“ Fimm breytingar voru gerðar á íslenska liðinu milli leikja og þá voru íslensku stelpurnar án fyrirliða síns, Glódísar Perlu Viggósdóttur. Hildur segir liðið þó hafa náð að leysa vel úr því. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Það er ótrúlega mikil samheldni í þessu liði og það skiptir ekki máli hverjar koma inn og hverjar detta út. Við erum bara eitt stórt lið með 23 leikmenn og það standa sig allar vel í hópnum.“ Þá segir hún mikilvægt að íslenska liðið taki með sér það jákvæða úr leik kvöldsins í næsta leik, sem er gegn Sviss hér á sama velli næstkomandi þriðjudag. „Ef við tökum þessa orku og það sem við vorum að gera í þessum leik með okkur í þann leik þá eigum við að taka þrjú stig á móti Sviss. Það er bara algjörlega þannig og við stefnum að því,“ sagði Hildur að lokum
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira