Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 09:16 Stefán Teitur Þórðarson og félagar í íslenska landsliðinu hafa svo sannarlega verk að vinna við að koma því aftur á beinu brautina. Getty/Alex Nicodim Eftir töpin tvö gegn Kósovó í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar heldur íslenska karlalandsliðið í fótbolta áfram að síga niður heimslistann. Ísland er í 74. sæti á listanum sem birtur var í morgun og hefur ekki verið svona neðarlega í tólf ár, eða síðan að liðið var að hefja sín allra bestu ár í sögunni, undir handleiðslu Svíans Lars Lagerbäck og Eyjamannsins Heimis Hallgrímssonar. Eftir töpin gegn Kósovó féll Ísland niður um fjögur sæti en Kósovó fór hins vegar upp um tvö sæti og er í 97. sæti. Nær stanslaus niðursveifla hefur verið hjá Íslandi á listanum síðan Íslendingar urðu minnsta þjóð sögunnar til að keppa á HM, sumarið 2018. Staðan hefur þó haldist nær óbreytt síðasta árið. Ísland komst hæst í 18. sæti og var um tíma til að mynda efsta Norðurlandaþjóðin, eftir að hafa verið í 131. sæti á fyrsta ári Lagerbäcks sem aðalþjálfara, með Heimi til aðstoðar. Mæta liðum í 3. og 119. sæti Örlitlar breytingar eru á topp tíu listanum sem birtist í morgun því Spánn er kominn yfir Frakkland í 2. sæti og Holland yfir Portúgal í 6. sæti. Argentína er enn efst,m England í 4. sæti og Brasilía í 5. sæti. Belgía er í 8. sæti, Ítalía í 9. sæti og Þýskaland í 10. sæti. Frakkar verða mótherjar Íslands í undankeppni HM í haust, ásamt Úkraínu sem er í 25. sæti heimslistans og Aserbaísjan sem er komið niður í 119. sæti. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Ísland er í 74. sæti á listanum sem birtur var í morgun og hefur ekki verið svona neðarlega í tólf ár, eða síðan að liðið var að hefja sín allra bestu ár í sögunni, undir handleiðslu Svíans Lars Lagerbäck og Eyjamannsins Heimis Hallgrímssonar. Eftir töpin gegn Kósovó féll Ísland niður um fjögur sæti en Kósovó fór hins vegar upp um tvö sæti og er í 97. sæti. Nær stanslaus niðursveifla hefur verið hjá Íslandi á listanum síðan Íslendingar urðu minnsta þjóð sögunnar til að keppa á HM, sumarið 2018. Staðan hefur þó haldist nær óbreytt síðasta árið. Ísland komst hæst í 18. sæti og var um tíma til að mynda efsta Norðurlandaþjóðin, eftir að hafa verið í 131. sæti á fyrsta ári Lagerbäcks sem aðalþjálfara, með Heimi til aðstoðar. Mæta liðum í 3. og 119. sæti Örlitlar breytingar eru á topp tíu listanum sem birtist í morgun því Spánn er kominn yfir Frakkland í 2. sæti og Holland yfir Portúgal í 6. sæti. Argentína er enn efst,m England í 4. sæti og Brasilía í 5. sæti. Belgía er í 8. sæti, Ítalía í 9. sæti og Þýskaland í 10. sæti. Frakkar verða mótherjar Íslands í undankeppni HM í haust, ásamt Úkraínu sem er í 25. sæti heimslistans og Aserbaísjan sem er komið niður í 119. sæti.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira