Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 15:17 Nadia Nadim er farin frá AC Milan, að láni til Hammarby, eftir að henni og þjálfara liðsins lenti saman. Getty/Giuseppe Cottini Það er óhætt að segja að danska fótboltastjarnan Nadia Nadim sé ekki hrifin af þjálfaranum sem hún var með hjá AC Milan. Hún segist hafa fengið betri æfingar í flóttamannabúðunum á sínum tíma. Nadim er 37 ára og fædd í Afganistan en kom með fjölskyldu sinni sem flóttamaður til Danmerkur þegar hún var 11 ára og hefur spilað yfir hundrað A-landsleiki fyrir Danmörku. Á löngum ferli sínum hefur hún spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og nú síðast með Milan á Ítalíu áður en hún fékk óvænt að fara að láni til Hammarby í Svíþjóð nýverið. Í viðtali við Aftonbladet kemur skýrt fram að Nadim hafi ekki viljað vera áfram hjá Milan vegna þjálfarans, hinnar hollensku Suzanne Bakker sem er ári eldri en Nadim. Miðað við orð Nadim veit Bakker ekkert hvað hún er að gera. „Ég hef á mínum ferli alltaf verið með þjálfara sem hafa unnið titla svo það var sjokk að kynnast henni. Ég get fullyrt það að æfingarnar í flóttamannabúðunum voru betri, svo ég held að hún sé haldin einhverri minnimáttarkennd,“ sagði Nadim. Suzanne Bakker fær lægstu einkunn hjá Nadiu Nadim.Getty/Giuseppe Cottini Hún segir þær Bakker ekki eiga skap saman og að Bakker sé hreinlega ekki vel við hana. „Ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki“ „Við áttum fundi saman og ég sagði henni að ég botnaði ekkert í hennar hegðun. Ég vildi gjarnan leysa hlutina svo ég sagði henni mína hlið. En fyrst hún heldur áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur, og við höfum ólíkar væntingar, þá er þetta erfitt. Hún er líklega ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki. Bara akademíuleikmönnum sem beygja sig undir hennar vald. Við vorum með meiri metnað,“ sagði Nadim. Nadim er eins og fyrr segir 37 ára og farin að huga að lokum ferilsins. Hún vill sérstaklega ljúka landsliðsferlinum með viðeigandi hætti. „Ég hef gert margt fyrir landsliðið. Eitt helsta markmið mitt er að hætta þar með besta mögulega hætti. Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma að hætta í landsliðinu en ég er að reyna að finna rétta tímapunktinn. Ég er tilbúin að hætta en það þarf að vera með réttum hætti og EM væri fullkomið,“ sagði Nadim en EM fer fram í Sviss í júlí. Sænski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Nadim er 37 ára og fædd í Afganistan en kom með fjölskyldu sinni sem flóttamaður til Danmerkur þegar hún var 11 ára og hefur spilað yfir hundrað A-landsleiki fyrir Danmörku. Á löngum ferli sínum hefur hún spilað í Danmörku, Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og nú síðast með Milan á Ítalíu áður en hún fékk óvænt að fara að láni til Hammarby í Svíþjóð nýverið. Í viðtali við Aftonbladet kemur skýrt fram að Nadim hafi ekki viljað vera áfram hjá Milan vegna þjálfarans, hinnar hollensku Suzanne Bakker sem er ári eldri en Nadim. Miðað við orð Nadim veit Bakker ekkert hvað hún er að gera. „Ég hef á mínum ferli alltaf verið með þjálfara sem hafa unnið titla svo það var sjokk að kynnast henni. Ég get fullyrt það að æfingarnar í flóttamannabúðunum voru betri, svo ég held að hún sé haldin einhverri minnimáttarkennd,“ sagði Nadim. Suzanne Bakker fær lægstu einkunn hjá Nadiu Nadim.Getty/Giuseppe Cottini Hún segir þær Bakker ekki eiga skap saman og að Bakker sé hreinlega ekki vel við hana. „Ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki“ „Við áttum fundi saman og ég sagði henni að ég botnaði ekkert í hennar hegðun. Ég vildi gjarnan leysa hlutina svo ég sagði henni mína hlið. En fyrst hún heldur áfram að gera sömu mistökin aftur og aftur, og við höfum ólíkar væntingar, þá er þetta erfitt. Hún er líklega ekki vön að vinna með alvöru úrvalsíþróttafólki. Bara akademíuleikmönnum sem beygja sig undir hennar vald. Við vorum með meiri metnað,“ sagði Nadim. Nadim er eins og fyrr segir 37 ára og farin að huga að lokum ferilsins. Hún vill sérstaklega ljúka landsliðsferlinum með viðeigandi hætti. „Ég hef gert margt fyrir landsliðið. Eitt helsta markmið mitt er að hætta þar með besta mögulega hætti. Ég hef velt því fyrir mér í nokkurn tíma að hætta í landsliðinu en ég er að reyna að finna rétta tímapunktinn. Ég er tilbúin að hætta en það þarf að vera með réttum hætti og EM væri fullkomið,“ sagði Nadim en EM fer fram í Sviss í júlí.
Sænski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira