McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2025 17:00 Rory McIlroy hefur keppt á PGA-mótaröðinni undanfarin fimmtán ár. getty/Ken Murray Norður-írski kylfingurinn Rory McIlory er annar kylfingurinn sem þénar hundrað milljónir Bandaríkjadala á PGA-mótaröðinni í golfi. McIlroy náði þessum áfanga þegar hann fékk 338 þúsund Bandaríkjadali fyrir að enda í 4. sæti á Houston Open í síðustu viku. Norður-Írinn hefur nú þénað hundrað milljónir Bandaríkjadala á PGA-mótaröðinni síðan hann þreytti frumraun sína á henni 2010. Hundrað milljónir Bandaríkjadala samsvara 13,2 milljörðum íslenskra króna. Það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að Tiger Woods séu tekjuhæstur í sögu PGA-mótaraðarinnar. Hann hefur þénað 120 milljónir Bandaríkjadala á henni (15,9 milljarðar). Tiger hefur unnið 82 af þeim 378 mótum sem hann hefur tekið þátt á. McIlroy hefur unnið 28 af þeim 262 mótum sem hann hefur keppt á PGA-mótaröðinni. Hann hefur hrósað sigri á tveimur mótum á þessu ári; AT&T Pebble Beach Pro-Am og Players. McIlroy hefur hins vegar ekki unnið risamót síðan hann vann Opna breska 2014. Hann þykir meðal sigurstranglegustu keppenda á Masters sem hefst 10. apríl. Golf Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
McIlroy náði þessum áfanga þegar hann fékk 338 þúsund Bandaríkjadali fyrir að enda í 4. sæti á Houston Open í síðustu viku. Norður-Írinn hefur nú þénað hundrað milljónir Bandaríkjadala á PGA-mótaröðinni síðan hann þreytti frumraun sína á henni 2010. Hundrað milljónir Bandaríkjadala samsvara 13,2 milljörðum íslenskra króna. Það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að Tiger Woods séu tekjuhæstur í sögu PGA-mótaraðarinnar. Hann hefur þénað 120 milljónir Bandaríkjadala á henni (15,9 milljarðar). Tiger hefur unnið 82 af þeim 378 mótum sem hann hefur tekið þátt á. McIlroy hefur unnið 28 af þeim 262 mótum sem hann hefur keppt á PGA-mótaröðinni. Hann hefur hrósað sigri á tveimur mótum á þessu ári; AT&T Pebble Beach Pro-Am og Players. McIlroy hefur hins vegar ekki unnið risamót síðan hann vann Opna breska 2014. Hann þykir meðal sigurstranglegustu keppenda á Masters sem hefst 10. apríl.
Golf Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira