Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 11:31 Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í leikjunum við Frakkland og Sviss fyrir mánuði en er að glíma við hnémeiðsli. Getty/Alex Nicodim „Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Glódís sneri aftur í byrjunarlið Bayern München í gær gegn Leverkusen, spilaði 82 mínútur og virtist ekki kenna sér meins þegar henni var skipt af velli. Hún hefur hins vegar verið að glíma við hnémeiðsli í nokkurn tíma og þau hafa haldið henni frá keppni með Bayern að undanförnu. Því hefur ríkt óvissa um hvort hún næði að spila leikina mikilvægu sem fram undan eru með landsliðinu, næsta föstudag og svo 8. apríl, en nú er ljóst að hún verður ekki með og missir því í fyrsta sinn á sínum ferli af landsleikjum vegna meiðsla. Ekki þarf að fjölyrða um það hvílíkt áfall það er fyrir Ísland að missa fyrirliðann, besta leikmanninn og íþróttamann ársins út en landsliðsþjálfarinn segir að horfa verði lengra fram í tímann. Um þrír mánuðir eru í að lokakeppni EM hefjist í Sviss. Horfir lengra fram í tímann með Glódísi „Hún verður einhvern tíma að jafna sig eftir gærdaginn,“ segir Þorsteinn við Vísi og bætir við: „Mér fannst það ekki þess virði að taka hana inn í landsleikina og taka einhvern séns á að hún myndi verða ennþá verri. Við þurfum að horfa lengra fram í tímann, þannig að hún verði leikfær fyrir okkur seinna meir. Og við vitum ekki hvort hún hefði hvort sem er getað spilað. Það er alveg óvíst. Miðað við síðasta leik sem hún spilaði þá tók hana rúmar tvær vikur að jafna sig.“ Þorsteinn Halldórsson þarf að reiða sig á aðra leikmenn en Glódísi í komandi leikjum. Hann kallaði á Elísu Viðarsdóttur inn í landsliðshópinn í hennar stað.Getty/Alex Nicodim Leikir sem skipta sköpum í baráttu um veru í A-deild Ísland hóf keppni í Þjóðadeildinni á tveimur útileikjum og gerði þá markalaust jafntefli við Sviss en tapaði 3-2 gegn Frakklandi. Nú er komið að fyrstu heimaleikjunum en liðið mætir Noregi á föstudag klukkan 16:30 og svo Sviss þriðjudaginn 8. apríl, einnig klukkan 16:30. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli vegna framkvæmda sem standa yfir á Laugardalsvelli. Ísland, Frakkland, Noregur og Sviss eru saman í riðli í A-deild og kemst efsta liðið í úrslit keppninnar. Efstu tvö liðin eru örugg um að halda áfram í A-deild, neðsta liðið fellur en liðið í 3. sæti fer í umspil um að halda sér í A-deild. Að leika í A-deild á næstu leiktíð myndi hjálpa Íslandi mikið í baráttunni um að komast á HM 2027. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Glódís sneri aftur í byrjunarlið Bayern München í gær gegn Leverkusen, spilaði 82 mínútur og virtist ekki kenna sér meins þegar henni var skipt af velli. Hún hefur hins vegar verið að glíma við hnémeiðsli í nokkurn tíma og þau hafa haldið henni frá keppni með Bayern að undanförnu. Því hefur ríkt óvissa um hvort hún næði að spila leikina mikilvægu sem fram undan eru með landsliðinu, næsta föstudag og svo 8. apríl, en nú er ljóst að hún verður ekki með og missir því í fyrsta sinn á sínum ferli af landsleikjum vegna meiðsla. Ekki þarf að fjölyrða um það hvílíkt áfall það er fyrir Ísland að missa fyrirliðann, besta leikmanninn og íþróttamann ársins út en landsliðsþjálfarinn segir að horfa verði lengra fram í tímann. Um þrír mánuðir eru í að lokakeppni EM hefjist í Sviss. Horfir lengra fram í tímann með Glódísi „Hún verður einhvern tíma að jafna sig eftir gærdaginn,“ segir Þorsteinn við Vísi og bætir við: „Mér fannst það ekki þess virði að taka hana inn í landsleikina og taka einhvern séns á að hún myndi verða ennþá verri. Við þurfum að horfa lengra fram í tímann, þannig að hún verði leikfær fyrir okkur seinna meir. Og við vitum ekki hvort hún hefði hvort sem er getað spilað. Það er alveg óvíst. Miðað við síðasta leik sem hún spilaði þá tók hana rúmar tvær vikur að jafna sig.“ Þorsteinn Halldórsson þarf að reiða sig á aðra leikmenn en Glódísi í komandi leikjum. Hann kallaði á Elísu Viðarsdóttur inn í landsliðshópinn í hennar stað.Getty/Alex Nicodim Leikir sem skipta sköpum í baráttu um veru í A-deild Ísland hóf keppni í Þjóðadeildinni á tveimur útileikjum og gerði þá markalaust jafntefli við Sviss en tapaði 3-2 gegn Frakklandi. Nú er komið að fyrstu heimaleikjunum en liðið mætir Noregi á föstudag klukkan 16:30 og svo Sviss þriðjudaginn 8. apríl, einnig klukkan 16:30. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli vegna framkvæmda sem standa yfir á Laugardalsvelli. Ísland, Frakkland, Noregur og Sviss eru saman í riðli í A-deild og kemst efsta liðið í úrslit keppninnar. Efstu tvö liðin eru örugg um að halda áfram í A-deild, neðsta liðið fellur en liðið í 3. sæti fer í umspil um að halda sér í A-deild. Að leika í A-deild á næstu leiktíð myndi hjálpa Íslandi mikið í baráttunni um að komast á HM 2027.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira