Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. mars 2025 20:00 Getty Rútína og þægindi geta breytt sambandinu úr því að vera spennandi í eitthvað fyrirsjáanlegt, þar sem stress og ábyrgð taka yfir daglega lífið og kynlífið lendir í síðasta sæti. Í langtímasamböndum getur þetta leitt til þess að ástin og kynlöngunin dofnar og til þess að þú byrjir að líta á makann þinn sem herbergisfélaga eða besta vin fremur en raunverulegan maka. Í nýlegri færslu breska kynlífssérfræðingsins Tracey Cox kemur fram að hún fái fjölda skilaboða um slíkan vanda. Þetta er algengur vandi sem mörg pör lenda í þegar daglegt líf fer að taka yfir. Cox útskýrir að það sé mögulegt að snúa þessu við og endurvekja spennuna með einföldum og áhrifaríkum breytingum. Hér fyrir neðan eru tíu ráð sem geta hjálpað þér að endurupplifa tengslin og löngunina í sambandinu þínu. Rifjið upp gamla tíma Setjist niður og ræðið sambandið. Byrjið á því að tala um hversu mikið þið njótið hvers annars og síðan getið þið farið að ræða um kynlífið og hvað þurfi til að endurvekja neistann? Rifjið upp tímann þegar þið kynntust fyrst og hversu frábært kynlífið var þá. Getty Prófið nýja hluti Prófið að bregða út af vananum, hvort sem það er að fara á nýjan veitingastað, prófa að elda eitthvað öðruvísi saman eða finna ykkur nýtt áhugamál. Nýjungar og breytingar á umhverfi víkka sjóndeildarhringinn og hjálpa þér að sjá maka þinn í öðru ljósi. Verjið tíma í sitthvoru lagi Það er mikilvægt að eyða tíma í að rækta sjálfan sig. Farðu út að hitta vini þína og skemmtu þér, eða finndu þér nýtt áhugamál. Að eyða tíma í sundur getur vakið upp spennu og tilhlökkun fyrir ástinni. Sjálfstraust skiptir máli Þegar þú eða maki þinn finnur sig ekki sjálfsöruggan í eigin skinni getur það haft áhrif á kynlífið. Það er mikilvægt að taka á þessum málum. Æfing, heilbrigðari lífsstíll eða jafnvel ný föt geta aukið sjálfstraustið og haft jákvæð áhrif á kynferðislega tengingu. Getty Stuðlaðu að ósamræmi Hinn heimsfrægi sálfræðingur Esther Perel, segir að í rómantískum samböndum sé það afar mikilvægt að virða eiginleika og þarfir hvers annars. Ef þið eruð of samrýmd getur það haft letjandi áhrif á ykkur og kynferðislegu spennuna. Það er í lagi að vera ósammála og það er meira að segja frekar heitt! Kynferðisleg snerting og nánd Náin pör eru oft góð í að sýna ástúð, en það sem oft vantar er leikgleði og kynferðisleg snerting. Prófaðu að kyssa maka þinn á hálsinn, slá á rassinn eða segja honum hvað hann sé heitur og kynþokkafullur. Getty Talið um kynlífið Það getur verið erfitt að ræða kynlíf þegar það er af skornum skammti. Tracey leggur til að byrja á því að fara yfir það sem þið hafið áður upplifað saman og hvað ykkur finnst jákvætt við kynlífið sem þið hafið deilt. Ræðið einnig um það sem þið viljið prófa í framtíðinni og einblínið á það sem þið viljið bæta. Setjið kynlífið í dagatalið Fyrirvaralaust kynlíf sem ekki er skipulagt getur verið frábært en í langtímarsambandi er líka mikilvægt að bæta kynlífið með því að skipuleggja það. Þegar þið setjið það á dagskrá og ákveðið tíma þar sem þið eruð bæði til í kynlíf, getur það hjálpað til við að viðhalda kynferðislegri tengingu yfir tíma. Getty Draumórar og langanir Oft óttumst við að deila löngunum okkar með maka okkar vegna þess að við erum hrædd við að makinn dæmi okkur. Hins vegar er mikilvægt að opna sig og deila. Hvort sem um óvenjulegar fantasíur eða sérstakar kynferðislegar óskir er að ræða, getur það hjálpað til við að endurvekja spennu og löngun í sambandinu. Kynlíf Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Í nýlegri færslu breska kynlífssérfræðingsins Tracey Cox kemur fram að hún fái fjölda skilaboða um slíkan vanda. Þetta er algengur vandi sem mörg pör lenda í þegar daglegt líf fer að taka yfir. Cox útskýrir að það sé mögulegt að snúa þessu við og endurvekja spennuna með einföldum og áhrifaríkum breytingum. Hér fyrir neðan eru tíu ráð sem geta hjálpað þér að endurupplifa tengslin og löngunina í sambandinu þínu. Rifjið upp gamla tíma Setjist niður og ræðið sambandið. Byrjið á því að tala um hversu mikið þið njótið hvers annars og síðan getið þið farið að ræða um kynlífið og hvað þurfi til að endurvekja neistann? Rifjið upp tímann þegar þið kynntust fyrst og hversu frábært kynlífið var þá. Getty Prófið nýja hluti Prófið að bregða út af vananum, hvort sem það er að fara á nýjan veitingastað, prófa að elda eitthvað öðruvísi saman eða finna ykkur nýtt áhugamál. Nýjungar og breytingar á umhverfi víkka sjóndeildarhringinn og hjálpa þér að sjá maka þinn í öðru ljósi. Verjið tíma í sitthvoru lagi Það er mikilvægt að eyða tíma í að rækta sjálfan sig. Farðu út að hitta vini þína og skemmtu þér, eða finndu þér nýtt áhugamál. Að eyða tíma í sundur getur vakið upp spennu og tilhlökkun fyrir ástinni. Sjálfstraust skiptir máli Þegar þú eða maki þinn finnur sig ekki sjálfsöruggan í eigin skinni getur það haft áhrif á kynlífið. Það er mikilvægt að taka á þessum málum. Æfing, heilbrigðari lífsstíll eða jafnvel ný föt geta aukið sjálfstraustið og haft jákvæð áhrif á kynferðislega tengingu. Getty Stuðlaðu að ósamræmi Hinn heimsfrægi sálfræðingur Esther Perel, segir að í rómantískum samböndum sé það afar mikilvægt að virða eiginleika og þarfir hvers annars. Ef þið eruð of samrýmd getur það haft letjandi áhrif á ykkur og kynferðislegu spennuna. Það er í lagi að vera ósammála og það er meira að segja frekar heitt! Kynferðisleg snerting og nánd Náin pör eru oft góð í að sýna ástúð, en það sem oft vantar er leikgleði og kynferðisleg snerting. Prófaðu að kyssa maka þinn á hálsinn, slá á rassinn eða segja honum hvað hann sé heitur og kynþokkafullur. Getty Talið um kynlífið Það getur verið erfitt að ræða kynlíf þegar það er af skornum skammti. Tracey leggur til að byrja á því að fara yfir það sem þið hafið áður upplifað saman og hvað ykkur finnst jákvætt við kynlífið sem þið hafið deilt. Ræðið einnig um það sem þið viljið prófa í framtíðinni og einblínið á það sem þið viljið bæta. Setjið kynlífið í dagatalið Fyrirvaralaust kynlíf sem ekki er skipulagt getur verið frábært en í langtímarsambandi er líka mikilvægt að bæta kynlífið með því að skipuleggja það. Þegar þið setjið það á dagskrá og ákveðið tíma þar sem þið eruð bæði til í kynlíf, getur það hjálpað til við að viðhalda kynferðislegri tengingu yfir tíma. Getty Draumórar og langanir Oft óttumst við að deila löngunum okkar með maka okkar vegna þess að við erum hrædd við að makinn dæmi okkur. Hins vegar er mikilvægt að opna sig og deila. Hvort sem um óvenjulegar fantasíur eða sérstakar kynferðislegar óskir er að ræða, getur það hjálpað til við að endurvekja spennu og löngun í sambandinu.
Kynlíf Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira