Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. mars 2025 07:00 Gætu þénað ótrúlega upphæð fari þau alla leið á HM félagsliða. Michael Regan/Getty Images Nýtt fyrirkomulag HM félagsliða í knattspyrnu gæti skilað ensku félögunum Chelsea og Manchester City 97 milljónum punda í vasann, það gerir sextán milljarða íslenskra króna. Alls munu 32 lið taka þátt í þessu nýja fyrirkomulagi keppninnar sem hefur lengi vel ekki verið í hávegum höfð. Hér áður fyrr var um að ræða hálfgert hraðmót milli jóla og nýárs en nú mun keppnin innihalda 32 lið og mun fyrirkomulagið líkjast því sem þekkist frá stórmótum landsliða. Verðlaunaféð er samtals 775 milljónir punda. Til að byrja með verður 407 milljónum deilt á milli þátttökuliðanna, ekki munu þó öll liðin fá jafn stóran hlut. Hinar 368 milljónirnar munu svo deilast niður á félögin eftir árangri þeirra í keppninni. Milljónunum 407 verður deilt niður á íþrótta- og viðskiptalegum grundvelli. Það þýðir að stærstu lið Evrópu geta þénað meira en stærstu lið annarra heimsálfa. Þar sem Chelsea og ManCity hafa bæði unnið Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum geta þau þénað allt að 16 milljarða fari svo að þau vinni alla sína leiki. Væri það hæsta verðlaunafé í sögunni miðað við spilaða leiki en liðin sem komast í úrslit HM félagsliða munu hafa spilað sjö leiki talsins. HM félagsliða fer fram í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí á þessu ári. Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Alls munu 32 lið taka þátt í þessu nýja fyrirkomulagi keppninnar sem hefur lengi vel ekki verið í hávegum höfð. Hér áður fyrr var um að ræða hálfgert hraðmót milli jóla og nýárs en nú mun keppnin innihalda 32 lið og mun fyrirkomulagið líkjast því sem þekkist frá stórmótum landsliða. Verðlaunaféð er samtals 775 milljónir punda. Til að byrja með verður 407 milljónum deilt á milli þátttökuliðanna, ekki munu þó öll liðin fá jafn stóran hlut. Hinar 368 milljónirnar munu svo deilast niður á félögin eftir árangri þeirra í keppninni. Milljónunum 407 verður deilt niður á íþrótta- og viðskiptalegum grundvelli. Það þýðir að stærstu lið Evrópu geta þénað meira en stærstu lið annarra heimsálfa. Þar sem Chelsea og ManCity hafa bæði unnið Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum geta þau þénað allt að 16 milljarða fari svo að þau vinni alla sína leiki. Væri það hæsta verðlaunafé í sögunni miðað við spilaða leiki en liðin sem komast í úrslit HM félagsliða munu hafa spilað sjö leiki talsins. HM félagsliða fer fram í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí á þessu ári.
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira