McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 14:04 Rory McIlroy var vel studdur í dag. Getty/Jared C. Tilton Norður-Írinn Rory McIlroy hélt upp á St. Patricks Day, eða dag heilags Patreks, með ógleymanlegum hætti í dag. Hann vann nefnilega JJ Spaun af miklu öryggi í þriggja holna framlengingu á Players meistaramótinu. McIlroy byrjaði á að fá fugl á 16. holu á meðan að Spaun fékk par. Á 17. holu fór svo allt í vitleysu hjá Spaun. Bandaríkjamaðurinn átti þá teighögg út í vatn, með 8-járni. Hann virtist óöruggur og leit á kylfu McIlroy áður en hann valdi sér kylfu, ræddi svo við kylfusvein sinn og skipti um kylfu áður en hann sló svo yfir flötina og út í vatn. Splash for Spaun on 17 💔 pic.twitter.com/Rdj0eYu6nM— PGA TOUR (@PGATOUR) March 17, 2025 Spaun endaði á að fara brautina á +3 höggum svo að þó að McIlroy hefði fengið skolla þá var hann með þriggja högga forskot fyrir lokaholu framlengingarinnar. McIlroy tryggði sér svo sigur með því að spila hana á höggi yfir pari og lék því brautirnar þrjár samtals á +1 höggi en það dugði og rúmlega það. Þetta er í annað sinn sem að McIlroy stendur uppi sem sigurvegari á Sawgrass vellinum því hann vann einnig fyrir sex árum. „Mér finnst ég vera mun heilsteyptari kylfingur en ég var fyrir nokkrum árum,“ sagði McIlroy sigurreifur eftir framlenginguna í dag. Hann var nálægt því að landa sigri í gær en Spaun var sjóðheitur eftir hlé sem var gert vegna þrumuveðurs og náði að tryggja sér framlengingu. Spaun sá ekki eftir neinu þegar hann var spurður út í teighögg sitt á 17. holu í dag. „Ég hitti boltann nánast of vel. Ég átti frábært högg. Þetta féll bara ekki með mér núna,“ sagði Spaun. Golf Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira
McIlroy byrjaði á að fá fugl á 16. holu á meðan að Spaun fékk par. Á 17. holu fór svo allt í vitleysu hjá Spaun. Bandaríkjamaðurinn átti þá teighögg út í vatn, með 8-járni. Hann virtist óöruggur og leit á kylfu McIlroy áður en hann valdi sér kylfu, ræddi svo við kylfusvein sinn og skipti um kylfu áður en hann sló svo yfir flötina og út í vatn. Splash for Spaun on 17 💔 pic.twitter.com/Rdj0eYu6nM— PGA TOUR (@PGATOUR) March 17, 2025 Spaun endaði á að fara brautina á +3 höggum svo að þó að McIlroy hefði fengið skolla þá var hann með þriggja högga forskot fyrir lokaholu framlengingarinnar. McIlroy tryggði sér svo sigur með því að spila hana á höggi yfir pari og lék því brautirnar þrjár samtals á +1 höggi en það dugði og rúmlega það. Þetta er í annað sinn sem að McIlroy stendur uppi sem sigurvegari á Sawgrass vellinum því hann vann einnig fyrir sex árum. „Mér finnst ég vera mun heilsteyptari kylfingur en ég var fyrir nokkrum árum,“ sagði McIlroy sigurreifur eftir framlenginguna í dag. Hann var nálægt því að landa sigri í gær en Spaun var sjóðheitur eftir hlé sem var gert vegna þrumuveðurs og náði að tryggja sér framlengingu. Spaun sá ekki eftir neinu þegar hann var spurður út í teighögg sitt á 17. holu í dag. „Ég hitti boltann nánast of vel. Ég átti frábært högg. Þetta féll bara ekki með mér núna,“ sagði Spaun.
Golf Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira