Häcken vann þá 4-2 sigur Djurgården í hreinum úrslitaleik um sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum keppninnar.
Häcken vann alla þrjá leiki sína í riðlinum en liðið hafði áður unnið Umeå og Vittsjö.
Fanney Inga er á fyrsta tímabili sínu með Häcken og í atvinnumennsku eftir að hafa skipt úr Val í vetur.
Hún var í byrjunarliðinu eins og í síðustu leikjum.
Felicia Schröder skoraði tvö fyrstu mörk Häcken í leiknum en liðið komst í 2-0 eftir 39 mínútna leik.
Lucia Duras minnkaði muninn í 41. mínútu og kom því boltanum framhjá Fanneyju í markinu.
Varamaðurinn Alexandra Larsson innsiglaði sigurinn með þriðja marki Häcken á lokamínútunni og í uppbótatíma skoraði síðan Paulina Nyström fjórða markið. Fjörið var reyndar ekki búið því Djurgården skoraði sitt annað mark í blálokin.