Golf

McIlroy tók síma af gjammandi á­horf­anda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rory McIlroy með símann sem hann tók af pirrandi áhorfanda.
Rory McIlroy með símann sem hann tók af pirrandi áhorfanda.

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tók síma af áhorfanda sem lét full mikið í sér heyra á æfingahring fyrir Players meistaramótið sem hefst í dag.

McIlroy spilaði æfingahring á TPC Sawgrass í Flórída í fyrradag. Hann byrjaði ekki vel og fyrsta högg hans endaði úti í vatni.

„Alveg eins og á Augusta 2011,“ kallaði einn áhorfandi þá í átt að McIlroy og vísaði þar til klúðurs hans á Masters mótinu fyrir fjórtán árum.

Eftir að McIlroy hafði tekið annað högg gekk hann í átt að áhorfandanum og tók símann af honum. McIlroy skoðaði símann og gekk svo í burtu með hann. Ekki er vitað um frekari afdrif símans.

McIlroy vann Players fyrir sex árum og stefnir á að endurtaka leikinn um helgina. Í fyrra endaði hann í 19. sæti mótsins en komst ekki í gegnum niðurskurðin 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×