Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2025 10:31 Marco Asensio hefur skorað sjö mörk í síðustu fimm leikjum sínum fyrir Aston Villa. ap/Darren Staples Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. Lítil sem engin spenna var fyrir seinni leik Arsenal og PSV Eindhoven enda unnu Skytturnar fyrri leikinn, 1-7. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gerði þó nokkrar breytingar á liði sínu en það kom ekki að sök. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og Arsenal vann því einvígið, 9-3 samanlagt. Oleksandr Zinchenko kom Arsenal yfir á 6. mínútu en Ivan Perisic jafnaði fyrir PSV á 18. mínútu. Heimamenn náðu aftur forystunni á 37. mínútu þegar Declan Rice skoraði. Couhaib Driouech jafnaði svo fyrir PSV þegar tuttugu mínútur voru eftir og þar við sat. Líkt og Arsenal var Villa í afar góðri stöðu í rimmunni gegn Club Brugge eftir 1-3 sigur í fyrri leiknum í Belgíu. Hagur Villa vænkaðist enn frekar á 17. mínútu í leiknum í gær þegar Kyriani Sabbe, leikmaður Club Brugge, fékk rauða spjaldið. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik skoraði Marco Asensio tvö mörk og Ian Maatsen eitt og Villa vann leikinn, 3-0, og einvígið, 6-1 samanlagt. Lille var yfir í hálfleik í leiknum gegn Borussia Dortmund eftir að Jonathan David skoraði strax á 5. mínútu. Emre Can jafnaði fyrir Dortmund á 54. mínútu og Maximilian Beier skoraði svo sigurmark liðsins ellefu mínútum síðar. Dortmund vann leikinn, 2-1, og einvígið, 3-2 samanlagt. Hákon lék fyrstu 83 mínúturnar í liði Lille. Hann skoraði mark Frakkanna í fyrri leiknum. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Arsenal 2-2 PSV og Aston Villa 3-0 Club Brugge Klippa: Lille 1-2 Dortmund Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. 13. mars 2025 07:33 Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verða einu ensku liðin þar. 12. mars 2025 21:50 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
Lítil sem engin spenna var fyrir seinni leik Arsenal og PSV Eindhoven enda unnu Skytturnar fyrri leikinn, 1-7. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gerði þó nokkrar breytingar á liði sínu en það kom ekki að sök. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og Arsenal vann því einvígið, 9-3 samanlagt. Oleksandr Zinchenko kom Arsenal yfir á 6. mínútu en Ivan Perisic jafnaði fyrir PSV á 18. mínútu. Heimamenn náðu aftur forystunni á 37. mínútu þegar Declan Rice skoraði. Couhaib Driouech jafnaði svo fyrir PSV þegar tuttugu mínútur voru eftir og þar við sat. Líkt og Arsenal var Villa í afar góðri stöðu í rimmunni gegn Club Brugge eftir 1-3 sigur í fyrri leiknum í Belgíu. Hagur Villa vænkaðist enn frekar á 17. mínútu í leiknum í gær þegar Kyriani Sabbe, leikmaður Club Brugge, fékk rauða spjaldið. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik skoraði Marco Asensio tvö mörk og Ian Maatsen eitt og Villa vann leikinn, 3-0, og einvígið, 6-1 samanlagt. Lille var yfir í hálfleik í leiknum gegn Borussia Dortmund eftir að Jonathan David skoraði strax á 5. mínútu. Emre Can jafnaði fyrir Dortmund á 54. mínútu og Maximilian Beier skoraði svo sigurmark liðsins ellefu mínútum síðar. Dortmund vann leikinn, 2-1, og einvígið, 3-2 samanlagt. Hákon lék fyrstu 83 mínúturnar í liði Lille. Hann skoraði mark Frakkanna í fyrri leiknum. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Arsenal 2-2 PSV og Aston Villa 3-0 Club Brugge Klippa: Lille 1-2 Dortmund
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. 13. mars 2025 07:33 Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verða einu ensku liðin þar. 12. mars 2025 21:50 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. 13. mars 2025 07:33
Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verða einu ensku liðin þar. 12. mars 2025 21:50
Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35