„Hann mun halda með okkur frá himnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2025 20:33 Carles Minarro Garcia heitinn hugar hér að meiðslum Lamine Yamal í leik með Barcelona fyrr á þessu tímabili. Getty/Sergio Ros de Mora Hansi Flick, þjálfari Barcelona, segir leikmenn sína staðráðna í því að heiðra minningu liðslæknisins Carles Minarro þegar liðið mætir Benfica annað kvöld í seinni leik félaganna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Minarro fannst látinn í hótelherbergi sínu nokkrum klukkutímum fyrir leik liðsins á móti Osasuna í spænsku deildinni. Leiknum var aflýst. Leikurinn á móti Benfica verður því fyrsti leikur Barcelona síðan að læknirinn lést en hann var bara 53 ára gamall. Barcelona vann fyrri leikinn 1-0 í Lissabon og er því í góðri stöðu í einvíginu. „Þetta er mikill missir. Carles var frábær manneskja og frábær læknir. Samvinna hans og Ricard [Pruna] læknis var ómetanleg fyrir félagið og átti mikinn þátt í árangri liðsins,“ sagði Hansi Flick. Við munum sakna hans „Við munum sakna hans. Ég held að hann muni halda með okkur frá himnum. Við viljum spila fyrir hann. Staðan er þannig að það er mikilvægt fyrir okkur að vinna. Þar liggur okkar fókus,“ sagði Flick. „Liðið er á góðum stað miðað við aðstæður. Það er núna okkar starf að halda áfram. Þetta er mikilvæg staða fyrir okkur, fyrir félagið, fyrir stuðningsmennina og við viljum standa okkur. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik,“ sagði Flick. Joan Laporta, forseti Barcelona, sagði að félagið væri í áfalli vegna fráfalls Minarro sem hafði verið hjá félaginu frá 2017. Nokkrir leikmenn unnu mjög náið með honum. Hansi Flick on Carles Miñarro: pic.twitter.com/rzTzTsjQDH— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 10, 2025 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Minarro fannst látinn í hótelherbergi sínu nokkrum klukkutímum fyrir leik liðsins á móti Osasuna í spænsku deildinni. Leiknum var aflýst. Leikurinn á móti Benfica verður því fyrsti leikur Barcelona síðan að læknirinn lést en hann var bara 53 ára gamall. Barcelona vann fyrri leikinn 1-0 í Lissabon og er því í góðri stöðu í einvíginu. „Þetta er mikill missir. Carles var frábær manneskja og frábær læknir. Samvinna hans og Ricard [Pruna] læknis var ómetanleg fyrir félagið og átti mikinn þátt í árangri liðsins,“ sagði Hansi Flick. Við munum sakna hans „Við munum sakna hans. Ég held að hann muni halda með okkur frá himnum. Við viljum spila fyrir hann. Staðan er þannig að það er mikilvægt fyrir okkur að vinna. Þar liggur okkar fókus,“ sagði Flick. „Liðið er á góðum stað miðað við aðstæður. Það er núna okkar starf að halda áfram. Þetta er mikilvæg staða fyrir okkur, fyrir félagið, fyrir stuðningsmennina og við viljum standa okkur. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik,“ sagði Flick. Joan Laporta, forseti Barcelona, sagði að félagið væri í áfalli vegna fráfalls Minarro sem hafði verið hjá félaginu frá 2017. Nokkrir leikmenn unnu mjög náið með honum. Hansi Flick on Carles Miñarro: pic.twitter.com/rzTzTsjQDH— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 10, 2025
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira