Fótbolti

Fauk í leik­menn vegna fána

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ardon Jashari, leikmaður Club Brugge, hleypur um með fána félagsins inn á vellinum.
Ardon Jashari, leikmaður Club Brugge, hleypur um með fána félagsins inn á vellinum. @clubbrugge

Belgísku fótboltafélögin Club Brugge og Cercle Brugge eru nágrannar og miklir erfifjendur en þau spila líka einn af útileikjum sínum á heimavelli.

Club Brugge og Cercle Brugge spila nefnilega bæði heimaleiki sína á sama leikvanginum sem heitir Jan Breydel Stadium.

Liðin mættust í nágrannaslag um helgina og Club Brugge vann þar 3-1 sigur. Club Brugge er í öðru sæti deildarinnar en Cercle Brugge er bara í þrettánda sæti.

Það sem gerðist strax eftir leikinn varð hins vegar að fréttamáli. Það fauk í leikmenn og starfsmenn félaganna vegna fána.

Ardon Jashari, leikmaður Club Brugge, hljóp um með fána félagsins síns eftir leikinn og reyndi síðan að stinga honum á miðju vallarins sem væri þá táknrænt fyrir að Club Brugge ætti nú montréttinni í Brugge borg.

Leikmenn Cercle voru allt annað en sáttir við þetta, reyndu að hindra hann að komast að miðjunni og rifu síðan fánann strax upp mjög ósáttir. Það varð síðan til að það upp komi handalögmál á milli leikmanna liðanna. 

Það þurftu að skilja á milli leikmanna eins og sjá má hér fyrir neðan. Myndbandið er aðgengilegt með því að fletta.

Næst á dagskrá hjá Club Brugge er síðan seinni leikurinn á móti Aston Villa í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sá leikur fer fram á Villa Park en Aston Villa vann fyrri leikinn 3-1 á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×